Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Meðallestur á tölublað* 69% 48% *Skv. fjölmiðlakönnun Gallup í maí 2005. 25-49 ára KALDUR DAGUR Einkum á Norður- og Austurlandi þar sem búast má við stöku éljum. Léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið. Hiti 0-8 stig, mildast suðvestan til. VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 17. maí 2005 - 129. tölublað – 5. árgangur Sprengjutilræði í Írak: Níu her- menn féllu BAGDAD, AP Níu hermenn létust og fimm særðust þegar tvær bíl- sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili við götumarkað í suðurhluta Bagdad í gær. Margir almennir borgarar særðust. Lítil hersveit mætti á svæðið eftir að fyrri sprengjan sprakk og nokkrum mínútum síðar sprakk önnur sprengja. Henni var beint að hersveitinni með fyrrgreind- um afleiðingum. ■ Í nógu að snúast Það er nóg að gera hjá Selmu Björns- dóttur og félögum hennar í Eurovision- hópnum enda að- eins tveir dagar í undankeppnina. UNGA FÓLKIÐ 28 Valur vængjum þöndum Nýliðar Vals byrjuðu með miklum látum í Landsbanka- deildinni í gær þegar þeir lögðu Grindavík, 3–1, á Hlíðarenda. ÍÞRÓTTIR 20 Misrétti í samræmdum prófum Inga Rósa Þórðardóttir segir að nemendur njóti hvorki sannmælis né jafnréttis við núverandi fyrirkomulag sam- ræmdu prófanna. Hæfileikum þeirra sé gert mishátt undir höfði og getan til að læra á bók sé hærra met- in en getan til að vinna með hönd- unum eða samskipta- hæfileikar. SKOÐUN 16 VEÐRIÐ Í DAG ÓLÖF PÁLSDÓTTIR: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Áhorfendur fögnu›u mynd Dags Kára á Cannes VOKSNE MENNESKER SLÆR Í GEGN: ▲ FÓLK 34 Var› einum a› bana og sær›i annan 33 ára ma›ur kom óbo›inn til veislu í Kópavogi. Hann vildi ekki fara og greip til hnífs. Stakk einn til ólífis og sær›i annan. Ódæ›isma›urinn var handtekinn og er nú í gæsluvar›haldi. LÖGREGLUMÁL Maður, sem grunað- ur er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrra- kvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verkn- aðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðis- maðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hlíðarhjalla í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjöl- skyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífs- stungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki al- varleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislu- gestir, og aðrir íbúar hússins, voru mjög skelfdir og hefur Fréttablað- ið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boð- ið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gam- all. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel. - sjá nánar bls. 4 - aöe Rússneskur dómstóll: Khodorkovskí sakfelldur MOSKVA, AP Rússneskur dómstóll fann auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dóms- uppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg. Khodorkovskí hefur verið sak- felldur fyrir skattsvik og sam- særi. Saksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til tíu ára fangavistar. Verjendur hans segja að saksóknarar hafi ekki getað fært sönnur á nokkurn ákærulið- anna en það hafi ekkert að segja við dómsuppkvaðninguna. Margir telja réttarhöldin vera pólitískar ofsóknir Vladimirs Pútín Rúss- landsforseta sem hafi þótt Khodorkovskí færa sig of langt upp á skaftið. Hundruð stuðningsmanna og andstæðinga Khodorkovskís söfn- uðust fyrir utan dómshúsið á meðan dómari las upp úrskurð sinn og kom til átaka milli sumra þeirra og lögreglu. Rússnesk dag- blöð segja að málið muni hafa langvarandi áhrif á þróun rúss- nesks réttarkerfis. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Keflavík: Nau›gun á salerni LÖGREGLA Kona á þrítugsaldri kærði í gærmorgun nauðgun sem hún sagði hafa átt sér stað inni á salerni á skemmtistað í Keflavík. Lögreglu barst kæran um klukkan hálf sex um morguninn og fór hún þegar á skemmtistaðinn þar sem maðurinn var handtekinn. Maðurinn var í gærkvöld enn í haldi lögreglunnar í Keflavík sem fer með rannsókn málsins. - óká ● hús ● fasteignir B‡r í gömlu húsi me› sál KVIKMYNDIR MIKHAÍL KHODORKOVSKÍ Hlýddi á dóms- uppkvaðninguna úr járnbúri í réttarsalnum. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur í öllum ákæruliðum. GRUNAÐUR UM VERKNAÐINN Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni lögreglunnar í Kópavogi um tveggja mánaða gæsluvarðhald yfir manninum sem er talinn hafa stungið mann til bana á sunnudagskvöldið. Söluferli Símans: Fresturinn rennur út VIÐSKIPTI Fjárfestar þurfa að skila inn óbindandi tilboðum í Símann til ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley í London fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Rafræn staðfesting þarf að berast fyrir þann tíma en sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins er nóg að póstleggja sjálft til- boðið í dag. Í kjölfarið mun einka- væðingarnefnd í samvinnu við Morgan Stanley yfirfara tilboðin og ákveða hverjir uppfylli skil- yrði til að skila inn bindandi til- boði á seinna stigi útboðsins. Verður það að öllum líkindum ljóst í byrjun júní. – bg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.