Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvar verður Eurovison-söngvakeppn-in haldin? 2Hvaða fótboltalið þjálfaði GuðjónÞórðarson síðast? 3Hvað heitir kvikmynd Dags KáraPéturssonar sem verið er að sýna í Cannes? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR FÍKNIEFNI OG ÖLVUNARAKSTUR Lögregla greip þrjá með lítilræði að fíkniefnum á sér í Reykjavík um helgina, líklega ætluð til eigin neyslu. Þá voru fjórtán teknir grun- aðir um ölvun við akstur. Lögregla sagði helgina hafa verið með ró- legra móti í Reykjavík, eitthvað var þó um útköll vegna óláta í heima- húsum. INNBROT OG NIKÓTÍNFÍKN Tilkynnt var um innbrot í tölvufyrirtæki á Stórhöfða aðfaranótt mánudags. Þar hafði verið rótað til í kössum án þess að nokkuð virtist hafa verið tekið. Þá sagði lögregla að tilkynnt hefði verið um tvo menn að skríða út um glugga á annarri hæð húss við Klapparstíg, en við athugun reynd- ust þar á ferð starfsmenn fyrirtækis að svala nikótínfíkn sinni. LÖGREGLUMÁL FYRIR BÖRN 2 - 12 ÁRA Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600 *A›ra lei› me› sköttum. Börn flurfa a› vera í fylgd me› fullor›num. 5.995 KR. Fullor›insver› frá 7.995 kr. A›ra lei› me› sköttum www.icelandexpress.is * Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardag 10-14.30 Dúndur Tilboð á öllum fiski í dag í fiskborði t.d. stórlúðusneiðar, skötuselur, laxaflök, rauðsprettuflök, ýsuflök ....o.s.frv. 890 kr.kg TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS Í DAG ! Allur fiskur Kr. 890,-kr.kg Ný þýsk rannsókn: Ofdrykkja hættulegri konum en körlum ÁFENGI Rannsóknin leiddi í ljós að konur fengu jafn miklar heilaskemmdir og karlar en á skemmri tíma. ÁFENGI Konur eru mun líklegri til að verða fyrir skaða af völdum áfengis en karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi. BBC greinir frá þessu. Í rannsókninni voru heilar 150 sjálfboðaliða skannaðir. Helmingur sjálboðaliðanna var fólk sem átti við ofdrykkju að stríða. Niðurstöður heilaskönn- unarinnar leiddu í greinilega ljós heilaskemmdir meðal þeirra sem drukku ótæpilega, meðal annars heilarýrnun. Heili kvenna sem drukku of mikið rýrnaði jafn mikið og hjá körl- um, en á mun skemmri tíma. Karl Mann, sem stýrði rann- sókninni, segir þetta benda til þess að þó að karlar drekki að jafnaði meira áfengi en konur, verði þær frekar háðari því og viðkvæmari fyrir skaðlegum áhrifum þess. Því sé mikilvægt að greina og meðhöndla alkóhól- isma í konum sem allra fyrst. „Konur byrja yfirleitt að drekka síðar á ævinni en en karlmenn og neyta að jafnaði áfengis í minna mæli,“ segir Mann. „Því hefði maður búist við að áfengi hefði minni áhrif á þær en karla, en þetta sýnir að konur sem þjást af ofdrykkju eru líklegri til að hljóta skaða af en karlar.“ ■ 8 Kappaksturskappi í heimsókn á Íslandi: Formúlubíll í Smáralind FORMÚLA 1 Mark Webber, ökumaður BMW Williams-liðsins, dvaldi hér á landi yfir helgina. Keppnisbíll hans er til sýnis í Smáralind og hefur verið vinsæll meðal gesta í Smára- lindinni. Hann verður sendur af landi brott í kvöld. Webber, sem sagður er líklegur til þess að vera í fremstu röð öku- manna í formúlu 1 á næstu árum, hafði í nógu að snúast við að gefa eiginhandaráritanir og kynna bílinn þann tíma sem hann stoppaði hér. Webber færði Barnaspítala Hringsins formúlu 1 leikfangabíla að gjöf og hélt síðan í Hagkaup í Smáralind þar sem hann ræddi við blaðamenn og áritaði myndir aðdá- enda sinna. Webber þótti koma af- skaplega vel fyrir og var að sögn ánægður með viðtökurnar sem hann fékk hér. Komu Webbers og keppnisbíls hans má rekja til styrktarsamnings sem Baugur gerði við keppnislið BMW Williams, en liðið auglýsir Hamley's-leikfangaverslanirnar á bílnum. -mh KEPPNISBÍLL BMW WILLIAMS Keppnisbíllinn, sem er til sýnis í Hagkaupum í Smáralind, hefur mikið aðdráttarafl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.