Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 70
Jóga – fyrsti tími! Fyrir gamlan tattúveraðan Jaka- bólstöffara eins og mig var soldið erfitt að vera með þegar kom að því að söngla þakkir til jarðarinn- ar í byrjun tímans. Ég hef verið mjög lengi á leiðinni í fyrsta jóga- tímann og lét verða af því í dag. Ég labbaði inn í hringlandi óróa og reykelsislykt með netta kvíða- tilfinningu, sú tilfinning batnaði ekki þegar ég uppgötvaði að mér hafði tekist að hitta á eina tímann í vikunni sem er fyrir lengra komna (tvö ár eða meira )!!! Jæja, hugsaði ég, maður hefur nú verið á sjó... Kennarinn var líka svo yndislegur að segja öllum að bjóða þennan nýja velkominn svo nú var bara að standa sig. Ég settist, sönglaði og svitnaði hrikalega þegar leið á tímann. Það kom mér verulega á óvart hvað þessar æfingar eru erfiðar og var á milli þess að hrynja í gólfið eftir að hafa reynt að standa á einum fæti með hend- urnar upp í loft og fettan bú. Þá hugsaði ég að þetta væri málið fyrir mig því þrátt fyrir erfiðið var þetta rólegt. Ekkert hnakka- popp í hátölurum, engin svitalykt í loftinu og engar stunur frá steraboltum, kreistandi síðasta lífsviljann út úr bæseppnum. Kennarinn reyndi eftir bestu getu að hnika stirðum líkama mínum í réttar stellingar og ein skemmtilegasta æfingin var fólg- in í því að liggja á bakinu, halda um magann og hlæja! Þarna var alls konar fólk á öllum aldri og þegar allir fóru að hlæja sprakk ég úr hlátri, þetta var afar hressandi eins og Barði vinur minn mundi orða það. Þegar ég sit og skrifa þennan pistil finn ég harðsperrurnar koma og ég ætla aftur á morgun enda alveg kom- inn tími á að finna eitthvert sport sem fittar manni. Ég hef reynt að skokka en finnst það svo ótrúlega leiðinlegt, get ekki ímyndað mér að það sé gott fyrir innyflin að hristast svo mik- ið. Annað við jóga er að það er öll- um skítsama hvernig þeir líta út, enginn að hugsa um hvað hinum finnist um nýja sjálflýsandi Spandex-gallann og Nike-svita- bandið. Það er náttúrlega bara djók hvað kennarinn gat gert við líkamann, hvernig honum tókst að komast í þessar stellingar fæ ég ekki skilið, ég var alltaf að bíða eftir að eitthvað gæfi sig og brotnaði. Þrír mánuðir og þá má Sting fara að passa sig. Kveðja, Frikki Akureyrarkirkja var teiknuð af húsameistara ríkisins, Guðjóni Samúelssyni, og vígð árið 1940. Yfir miðju altari hennar er steind- ur gluggi úr enskri kirkju í Coventry sem var jöfnuð við jörðu í síðari heimsstyrjöldinni. Fjórir gluggar voru síðar keyptir í stíl við hann. Lágmyndir framan á svölum kirkjuskipsins eru eftir Ásmund Sveinsson og skírnar- fonturinn er eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsen. Hljómburðurinn í kirkjunni er góður og hún er mikið notuð til tónleikahalds. Í henni eru fimm kórar starfandi: kirkjukór, kam- merkór, stúlknakór og tveir barnakórar. Prestar í kirkjunni nú eru Svavar A. Jónsson og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og organistar eru Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis Langar þig að eiga sumarhús? 52,63% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Ætlar þú að ráðast í viðhald á húsnæði þínu í sumar? 47,37% Akureyrarkirkja HÚSIN Í BÆNUM FRIÐRIK WEISSHAPPEL SELDAR EIGNIR Á AKUREYRI* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild: Fasteignamat ríkisisins. 15.4 - 21.4 TÍMABIL 0 5 10 15 20 24 22.4 - 28.4. 14 29.4 - 5.5 12 25.3.-31.3. 11 1.4 - 7.4 18 28 8.4 - 14.4 30 25 FJÖLDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.