Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 86
34 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Lárétt: 1 höfuðfat, 5 pota, 6 bátur frá Vestmannaeyjum, 7 bein plús f, 8 hvíldi, 9 borg í Þýskalandi, 10 á nótu, 12 bílteg- und, 13 loka, 15 tveir eins, 16 í röð, 18 skrökvar. Lóðrétt: 1 deyja úr sulti, 2 utandyra, 3 tónn, 4 vilji til að gera vel, 6 kjörið, 8 sekt, 11 lærdómur, 14 vendi, 17 byrði. Lausn Lárétt: 1húfa,5ota,6ve,7ri,8sat,9 köln,10an,12kia,13lás,15ðð,16 lmno,18 ýkir. Lóðrétt: 1horfalla, 2úti,3fa,4metnað- ur, 6valið,8sök,11nám,14sný,17ok. „Vildi bara bjarga vini mínum“ – hefur þú séð DV í dag? Hetjan sem reyndi að stöðva morðingjann í einkaviðtali DV Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Íslenski Eurovision-hópur- inn var í gær viðstaddur móttöku fyrir framan for- setahöllina í Kænugarði. Þar bauð borgarstjórinn í Kænugarði til veislu og var hún haldin utanhúss í glæsi- legu umhverfi. Þetta boð markar formlegt upphaf keppninnar í ár. Selma skartaði þar sínu fegursta en hún var þar ásamt eigin- manni sínum, Rúnar Frey Gíslasyni leikara, sem kom til liðs við hópinn á sunnu- dagskvöld, auk þess sem foreldrar Selmu komu einnig. Það gekk þó ekki al- veg áfallalaust því Rúnar fékk ekki töskuna sína fyrr en seinni part dags í gær. Engar formlegar æfingar eru nú hjá íslenska hópn- um, þar sem allur tíminn á sviðinu fer í æfingar þeirra sem fara beint í úrslitin. Það verður ekki fyrr en á miðvikudag sem Selma fer aftur á sviðið en þá verða öll lögin keyrð í gegn tví- vegis eins og um raunveru- lega keppni sé að ræða. Þá verður ekki auðvelt að fara út í lagfæringar. Selma seg- ist hins vegar klár í slaginn, en það sé ekki sjálfgefið að íslenska liðið komist áfram. Keppnin verði hörð og það séu mörg góð lög sem hún þurfi að keppa við. Einnig séu í forkeppninni lönd sem ekki séu líkleg til að gefa Íslendingum stig þegar á hólminn er komið. ■ KEPPINAUTARNIR BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Selma Björnsdóttir er hér að tala við Norðmanninn Geir Rönning sem keppir fyrir hönd Finnlands. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Kænugarði í Úkraínu. Keflavík. Voksne mennesker. FRÉTTIR AF FÓLKI DÓTIÐ? ROLAND V TD 125 RAFMAGNSTROMMUSETT. Sem er? Marga dreymir um að berja húðirnar eins og Lars Ulrich í Metalicu eða John Bonham í Led Zeppelin. Fljótlega eftir að venjulegt trommusett hefur verið keypt eru komnar reglur um hvenær má spila og hvenær ekki. Að lokum eru allir orðnir svo þreyttir á þessum sífellda „hávaða“ að trommusettið er lagt til hliðar eða þér er troðið inn í lítinn bílskúr, fjarri mannabyggðum. Nú eru allar þessar áhyggjur á bak á burt, því rafmagnstrommusettin eru komin til að vera. Kostir? Kostirnir eru ótvíræðir. Þegar hljómsveit eins og Duran Duran var að nota rafmagnstrommusett á ní- unda áratugnum var einungis hægt að velja um fjögur mismunandi hljóð. Í dag er hægt að kaupa „módúlu“ sem inni- heldur um þrettán hundruð hljóð og sextíu og fjögur mismundandi trommusett. Það er hægt að vera með jazz-trommusett, rokk-trommusett og allt þar á milli. Þá heyrir enginn annar hvað þú ert „góður“ því þú setur á þig heyrnartól til þess að heyra hvað fer fram. Fylgihlutir? Hægt er að kaupa magnara og tengja trommusettið við. Þannig að þegar enginn er heima er hægt að skrúfa upp úr öllu valdi og leyfa nágrönnunum að hlusta á hversu mikið þér hefur farið fram. Gott rafmagnstrommusett kostar 130 þúsund krónur og magnari 30 þúsund krónur. Upplýsingar? Hægt er að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Roland, roland.uk.co eða á heimasíðu hljóðfæraverslunarinnar Rín, rin.is. DÓTAKASSINN ...fær Mugison fyrir að leyfa stúd- entum í Evrópu að njóta tónlistar sinnar en kappinn er nýkominn heim úr tónleikaferð þar sem hann hélt alls tólf tónleika. HRÓSIÐ Tveir gamlir íslenskir bíókóngarhafa sett svip sinn á kvikmynda- hátíðina í Cannes en þó með ólík- um hætti. Árni Samúelsson auglýsir veglegt nýtt kvikmyndahús sem hann hyggst reisa í nágrenni Egils- hallar með opnuauglýs- ingu, sem hefur ekki farið fram- hjá neinum, í Variety. Bygging hússins er ekki haf- in en Árni stefnir að því að opna það um miðjan desember með frumsýningu risamyndarinnar King Kong. Árni segist ekki þurfa meiri tíma enda sé hann alvanur að reisa kvikmyndahús á skömmum tíma og segir Bíóhöllina vera gott dæmi um það. Allur hans tími í Cannes fer í fundarhöld og hann hefur ekki náð að sjá eina einustu bíómynd. Hann hefur hins vegar hitt sjálfa Sharon Stone, sem er í Cannes að kynna Basic Instinct 2, og Kevin Spacey en sá eðalleikari tjáði Árna hrifningu sína á Íslandi. Hann hefur lengi vilj- að sækja landið heim og er jafnvel að hugsa um að láta sjá sig síðar í sumar. Jón Ólafsson, löngum kenndur viðSkífuna, auglýsir í Cannes, rétt eins og Árni. Jón er hins vegar hætt- ur í bíóbransanum og er ekki í Cannes til að selja og kaupa bíó- myndir en notar hátíðina til þess að markaðssetja Icelandic Glacial vatnið sem hann selur á flöskum. Vatnið auglýsir Jón á hjólaleiguvögn- um sem fara út um allar trissur í Cannes og upp- átækið hefur að vonum vakið athygli Íslendingana á staðnum sem hafa lagt á sig nokkra leit að vatni Jóns sem virðist vera af skornum skammti í Cannes þrátt fyrir auglýsingarnar. Gamlir kollegar Jóns úr íslenska bíóbransanum hafa einnig gantast með að það sé af sem áður var og það sé broslegt að Jón sé að selja vatn í Cannes þar sem eina varan sem raunverulegur áhugi sé fyrir sé kvikmyndir. CANNES: ÁHORFENDUR FÖGNUÐU VOKSNE MENNESKER Gaman, alvara og raunveruleg gleði Nýjasta kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á sunnudaginn. Myndin sem nefnist Dark Horse á ensku lagðist vel í áhorfendur sem fögnuðu ákaflega að sýningu lok- inni. „Mér fannst salurinn vera vel með á nótunum og stemmningin var mjög góð,“ sagði Dagur Kári eftir sýninguna og var að vonum í sjöunda himni enda þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikill heiður það er fyrir ungan íslensk- an leikstjóra að komast að á Cann- es. Voksne mennesker keppir þó ekki um Gullpálmann en er sýnd í flokknum „Un Certain Regard“ sem er einn af aðalviðburðum há- tíðarinnar. „Þetta eru bestu við- tökur sem ég hef fengið hingað til og mér finnst þetta eiginlega óraunverulegt og þori ekki að trúa þessu.“ Reyndir menn í kvik- myndabransanum fullyrða þó að viðtökurnar hafi verið raunveru- legar og óvenju góðar og franskir áhorfendur og gagnrýnendur leyndu ekki hrifningu sinni. „Það er viðkvæmt jafnvægi milli gríns- ins og alvarlega hlutans í mynd- inni og ég var mjög feginn að finna það að áhorfendur voru al- veg í takt við myndina þegar hún skipti um gír og alvaran tók við,“ segir Dagur Kári sem er að koma á kvikmyndahátíðina í Cannes í annað sinn. „Ég hef oft verið í Cannes á sumrin en ekki í kring- um hátíðina. Ég sá þó eina mynd, Ronju Ræningjadóttur, á hátíðinni þegar ég var 12 ára.“ Íslenskir framleiðendur myndarinnar, Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmqvist, voru viðstaddir frum- sýninguna í Palais du Festival ásamt Degi Kára og helstu leikur- um. Drengirnir brostu breitt í glæsilegu frumsýningarpartíi sem þeir slógu upp á ströndinni strax að sýningu lokinni og dönsku leik- ararnir léku á als oddi en þeir standa sig allir með mikilli prýði í myndinni. Dómar um myndina birtust strax daginn eftir í blöðum sem eru gefin út í tengslum við há- tíðina og voru flestir jákvæðir. Gagnrýnandi Hollywood Reporter taldi þó myndina ólíklega til að hljóta mikla aðsókn utan Norður- landanna en ætti eftir að ganga á kvikmyndahátíðum. ■ DAGUR KÁRI Var sæll og glaður í frumsýningarpartíi Voksne mennesker á ströndinni Miramar í Cannes enda hlaut myndin afar góðar viðtökur. PJETUR SIGURÐSSON SKRIFAR FRÁ KÆNUGARÐI Selma sótti opnunarteiti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.