Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 4
4 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Skýrsla öldungadeildar Bandaríkjaþings: Írakar sag›ir hafa múta› Rússum WASHINGTON, AP Menn úr ríkis- stjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmála- manna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í skýrslu öld- ungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar misnotkun Íraka á ívilnunum Sameinuðu þjóðanna. Írökum voru veittar ívilnanir til að selja olíu á sínum tíma og fyrir hagnaðinn máttu þeir kaupa mat, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Fyrrverandi varaforseti Sadd- ams Hussein sagði þeim sem unnu skýrsluna, að hagnaðinum hefði að hluta til verið varið til að umbuna stuðningsmönnum Husseins, þar á meðal rússneskum stjórnmála- mönnum. Meðal þeirra sem bendl- aðir eru við málið eru Alexander Voloshin, fyrrverandi starfs- mannastjóri Pútíns, og öfga-þjóð- ernissinninn Vladimir Shirinovskí. Sá síðarnefndi harðneitar sök og rússneska utanríkisráðuneytið vill ekki tjá sig um málið að sinni. Fyrrverandi innanríkisráð- herra Frakklands, Charles Pasqua, og breska stjórnmála- manninum George Galloway hefur báðum verið brigslað um að þiggja fé af Saddam Hussein en því hafna þeir báðir. ■ Bló›ug og grátandi og sag›i pabba sinn látinn Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stó› bló›ug og grátandi í stigaganginum og sag›i pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óbo›inn til veislunnar. Einn lést og annar sær›ist. Árásarma›urinn hefur veri› úrskur›a›ur í gæsluvar›hald. Unni› er a› rannsókn. LÖGREGLUMÁL Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðar- hjalla í Kópavogi á sunnudags- kvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leit- að, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árás- armaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítil- lega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvel- komni fram hníf og veitti gestin- um áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Ann- ar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átök- unum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stiga- ganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfalla- hjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólks- ins, sem búið hefur í húsinu lengi. „Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglu- bílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt.“ Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir. albert@frettabladid.is Ólæti á Flateyri: Ma›ur barinn me› kylfu LÖGREGLA Lögreglan á Ísafirði lagði hald á hafnaboltakylfu á Flateyri aðfaranótt mánudags, en talið er að henni hafi verið beitt í slagsmálum fyrir utan veitinga- stað í bænum. Þar hafði nokkur hópur tekið þátt í slagsmálum sem upp komu, en enn liggja ekki fyrir kærur vegna atburðarins. Lögregla sagði manninn sem átti að hafa verið barinn með kylfunni ekki hafa virst mjög meiddan og sjálfan viljað koma sér til síns heima um nóttina, en ólætin hófust um klukkan hálf fjögur. - óká Ólæti í Garðabæ: Veisluhald úr böndum LÖGREGLA Nokkur ólæti voru í ungu fólki í Garðabæ á föstudags- og laugardagskvöld, að sögn lög- reglu í Hafnarfirði. Fyrra kvöldið voru fjórir pilt- ar, sautján ára til tvítugs, hand- teknir verulega ölvaðir í Garða- bæ. Við Lyngmóa og Löngumýri höfðu safnast saman tveir hópar unglinga til að fagna próflokum fjölbrautarskóla. Beita þurfti táragasi til að yfirbuga tvo pilt- anna. Þá fór veisluhald úr böndunum hjá unglingsstúlkum í Garðabæ á laugardagskvöldið. Þær höfðu boðið í lítið partí, en kölluðu til lögreglu þegar hóp af krökkum bar að og vildi fá aðgang, en með- al annars var brotin rúða í húsinu. - óká Dagskrá: Ávarp Bjarna Júlíussonar formanns SVFR Framsöguerindi: 1. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun 2. Jón Kristjánsson sjálfstætt starfandi fiskifræðingur 3. Orri Vigfússon formaður NASF 4. Ólafur E. Jóhannsson veiðimaður Pallborðsumræður með framsögumönnum ásamtumræðum verða framsögu- menn auk Péturs Péturssonar leigutaka Vatnsdalsár. Fundarstjóri: Stefán Jón Hafstein. Stjórn SVFR vill hvetja alla áhugamenn um stangaveiði til að fjölmenna á fundinn, hlýða á áhugaverð erindi og taka þátt í líflegum pallborðsumræðum. Stjórn SVFR VEIÐA OG SLEPPA? HEFUR ÞAÐ TILGANG? SKILAR ÞAÐ ÁRANGRI? Ráðstefna á vegum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í kvöld kl. 20:00 á Grand Hótel Reykjavík. LÖGREGLUMÁL KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 66,61 66,93 123,59 124,19 84,10 84,58 11,30 11,37 10,38 10,44 9,14 9,20 0,62 0,62 99,43 100,03 GENGI GJALDMIÐLA 13.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 116,81 +0,39% OLÍUDÆLUR Írökum voru veittar ívilnanir til að selja olíu en hagnaðinn máttu þeir nota til að kaupa mat og lyf. Starfað samfellt í 48 ár: Eden til sölu SÖGUFRÆG VERSLUN Verslunar- og veitingahúsið Eden í Hveragerði er til sölu. Eden hóf starfsemi sumardaginn fyrsta árið 1957 og hefur því starfað samfellt í 48 ár. Bragi Einarsson hóf starfsemi og er enn í dag eigandi að staðnum. Bragi segir staðinn alltaf hafa verið vinsælan áfangastað ferða- manna, þrátt fyrir lítið skipulagt markaðsstarf. Þannig virðist stað- urinn hafa skipað sér fastan sess í ferð þeirra sem til Hveragerðis koma. - mh VEÐRIÐ Í DAG ÓSKRÁÐUR UTAN VEGA Á hvíta- sunnudag greip lögregla mann við akstur utan vega í Sandvík á Reykjanesi á óskráðu torfærubif- hjóli. Lögregla segir manninn sæta ákæru hvort tveggja fyrir óskráða hjólið og fyrir brot á náttúruverndarlögum. RANNSÓKN STENDUR YFIR Rannsóknarlögreglumenn voru að störfum fram eftir nóttu í fyrrinótt og tæknideild lögreglunnar rannsakaði vettvanginn um miðjan dag í gær. Á litlu myndunum má sjá ummerki eftir átökin á stigagangi fjölbýlishússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.