Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 12
12 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR HVER ÍSLENDINGUR HESTHÚSAÐI AÐ MEÐALTALI 8,9 KÍLÓUM AF SKYRI ÁRIÐ 2003. Heimild: Bændasamtök Íslands. SVONA ERUM VIÐ Víkingaskipið Íslendingur kom til hafnar í New York í október árið 2000 eftir að hafa siglt í fjóra mán- uði frá Íslandi. Íslendingur var lengi vel í Bandaríkjunum en Gunnar Mar- el Eggertsson eiganda skipsins og skipstjóri átti í erfiðleikum með að selja hann. „Fljótt yfir farið var aldrei fyrirséð hver yrði endirinn með Ís- lending, ég náði ekki að ígrunda það nógu vel enda nógu mikið að koma siglingunni sjálfri í kring,“ segir Gunnar en síðar varð hugmyndin að reka skipið áfram í Ameríku. „Það var töluvert reynt en eftir 11. september þótti mér það fullreynt,“ segir Gunn- ar sem var kominn með samning við sænska símafyrirtækið Telia sem átti höfuðstöðvar stutt frá tvíburaturnun- um. Eftir hryðjuverkaárásina var samningurinn sleginn af og Gunnar sat aftur uppi með skipið. Hann reyndi að selja það í gegnum Ebay en að lokum sameinuðust fjórir ís- lenskir aðilar um kaup á honum og er skipið nú í Reykjanesbæ. Gunnar telur líklegt að hús verði byggt yfir Íslending á næstu tveimur árum þar sem hann verður til sýnis ásamt víkingasýningu Smithsonian- safnsins sem gekk um alla Ameríku frá 2000 til 2002. Íslendingur hefur þó ekki legið kyrr síðan hann kom í heimahöfn. Hann var til að mynda notaður í kvikmynd- inni Bjólfskviðu sem tekin var upp hér á landi í fyrra. Gunnar er þó full- sáttur við að Íslendingur leggi árar í bát á næstu árum enda hafi víkinga- skip aldrei verið smíðuð til að endast lengur en tíu ár en það verður Ís- lendingur á næsta ári. Leikur stórt hlutverk í Bjólfskvi›u EFTIRMÁL: VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR Lífshlaup Gunnlaugs Gunnlaugur A. Júlíusson hlaupari tekur þátt í 160 kílómetra hlaupi í Bandaríkjunum í lok júní. Hlaupin er gömul gullgrafaraleið um fjall- lendi með snjóalögum og gljúfur í brennandi hita. Hlaupararnir geta mætt fjallaljónum og skröltormum á leiðinni. Gunnlaugur A. Júlíusson hag- fræðingur tekur þátt í Western State 100-hlaupinu í Kaliforníu í lok júní. Hlaupið er kallað drottn- ing fjallahlaupanna í Bandaríkj- unum og er elsta, þekktasta og eitt erfiðasta fjallahlaupið í land- inu, alls 160 kílómetra langt. Western State 100 er gömul gull- grafaraleið sem liggur um snjóa- lög í fjalllendi og nokkur gljúfur. Um 400 manns leggja af stað á hverju ári og ljúka yfirleitt að- eins tveir þriðju þeirra hlaupinu innan tilsetts tíma, 30 klukku- stunda. „Af hlaupinu fer það orð að ef maður kemst þetta þá kemst maður flest,“ segir hann. Gunnlaugur hóf undirbúning- inn í janúar og hljóp þá 70 kíló- metra á viku. Smám saman hefur hann hert á undirbúningnum og hlaupin aukist í takt við það. Í apríl var hann farinn að hlaupa 120-130 kílómetra á viku og svip- að í maí. Hann reiknar með að vera búinn að hlaupa samtals 2.000 kílómetra í lok mánaðarins. „Með þessum undirbúningi á ég að komast í mark en svo er margt annað sem spilar inn í þetta. Ég byrjaði undirbúninginn um ára- mótin og byggi líka á eldri upp- byggingu. Þetta er ekkert sem maður hristir fram úr erminni,“ segir hann. „Núna þegar farið er að vora er Esjan afskaplega góð að kraftganga upp og hlaupa svo niður. Þetta er fjölþættur undir- búningur en maður getur þá að minnsta kosti sagt: Ég gerði það sem ég gat.“ Hlaupaleiðin snarbrött Aðstæður á hlaupaleiðinni eru ólíkar því sem Íslendingar eiga að venjast. Hlaupararnir eru ræstir um klukkan fimm um morguninn og koma þeir síðustu í mark klukkan 11 morguninn eftir. Hlaupaleiðin er snarbrött fyrstu klukkutímana allt upp í 9.000 feta hæð. Nokkur gljúfur eru á leiðinni og liggur leiðin um HLEYPUR 160 KÍLÓMETRA Gunnlaugur Júlíusson hlaupari tekur þátt í drottningu fjalla- hlaupanna í Bandaríkjunum í lok júní, 160 kílómetra hlaupi, sem getur tekið 30 klukku- stundir. „Maður leggur af stað í besta formi lífs síns og sólarhring seinna kemur maður í mark í versta formi lífs síns.“ Gullgrafaraleiðin í Kaliforníu (160 km) 0 40 60 80 10020 120 140 160 km H Æ Ð A R B R E Y T IN G Í M E T R U M V EG A L E N G D Í K Í L Ó M ET R U M Hæðarbreytingar í Boston-maraþoni NÓTT LAGT AF STAÐ KL. 5 AÐ MORGNI DAGRENNING300 m 1500 m 900 m 2000 m 2700 m Nevada-borg Michigan Bluff KALI FORNÍA AUBURN START ENDIR SQUAW-DALUR GULLGRAFARALEIÐIN Western State 100 liggur um gamla gullgrafaraleið í Kaliforníu. Eins og sjá má er hlaupaleiðin snarbrött til að byrja með og liggur svo niður í móti undir lok hlaupsins. Gljúfrin geta þó reynst erfið og sömuleiðis tindurinn Devil’s Thumb í brennandi hita um miðjan daginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.