Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.05.2005, Blaðsíða 2
2 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Ofbeldisverk á Seltjarnarnesi: Smástrákur skilinn eftir í ruslatunnu LÖGREGLA Tveir fjórtán piltar lok- uðu sjö ára dreng ofan í rusla- tunnu, skorðuðu undir svölum og skildu eftir á Seltjarnarnesi síðasta þriðjudagskvöld. Stúlka heyrði bank í tunnunni 30 til 40 mínútum síðar og bjargaði drengnum. Móðir drengsins gaf skýrslu hjá lögreglu á þriðjudag og aftur á miðvikudag. Hún segir strákinn bera sig vel og hafa trú á að lög- regla bjargi málum, en sjálf hefur hún þungar áhyggjur. Við eftir- grennslan kom í ljós að piltarnir höfðu áður lokað drenginn inni með sama hætti. Drengirnir sem að verki voru eru bræður sem átt hafa erfitt og hafa mál þeirra ítrekað kom- ið inn á borð bæði skóla- og fé- lagsmálayfirvalda á Seltjarnar- nesi. Í kjölfar árásarinnar á drenginn var annar sendur í neyðarvistun á meðferðar- heimilið að Stuðlum. Snorri Aðalsteinsson, félags- málastjóri á Seltjarnarnesi, segist lítið annað geta sagt en að málið sé á borði barnaverndar- yfirvalda. Hann segir erfitt um að spá hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir atvikið, eða hvort fyrirbyggja að það endur- taki sig. „Til eru ýmis úrræði sem grípa má til, en öll meðferð- arúrræði eru tímabundin,“ segir hann. - óká fireka›ur og sjóblautur vi› brennandi bátinn Skipstjóri mótorbátsins Hrundar BA-87 frá Patreksfir›i mátti hafa sig allan vi› a› koma sér frá bor›i eftir a› eldur kom upp í bátnum. Hann komst í björgunarbát og var bjarga› fla›an í annan bát, en reykurinn frá brennandi bátnum sást ví›a a›. SLYSFARIR Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánu- dags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjón- um við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til him- ins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Pat- reksfirði. „Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna,“ sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. „Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínút- ur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyð- arblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark.“ Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálf- ur logaði stafna á milli. „Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti,“ sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. „Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og lík- lega víðar.“ Júlíus segist hafa gef- ist upp við að taka björgunarbát- inn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. „Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum,“ sagði hann en heimferðin tók lið- lega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rann- sakar bátsbrunann, en slík rann- sókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag. -hms/óká ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Boeing 747 þota frá Air Atlanta lenti í Kína klukkan 14.00 að staðartíma með fjölmennan ís- lenskan hóp. Forsetinn kominn til Kína: Hyggst ræ›a mannréttindi HEIMSÓKN Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, kom til Kína í gær þar sem hann mun dvelja í 5 daga. Zhang Yesui, aðstoðarutan- ríkisráðherra Kína, tók á móti Ólafi og fylgdarliði á flugvellin- um í gærmorgun. Eiður Guðna- son, sendiherra Íslands í Kína, og Eygló Helga Haraldsdóttir sendi- herrafrú héldu móttökuboð á Hilton-hótelinu í Peking. Í dag fundar Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra með ráðherra umhverfismála í Kína. Ráðherrarnir munu ræða forvarnir við jarðskjálftum og önnur sameiginleg umhverfismál. Þá ætlar Ólafur að ræða mannréttindamál við kínversk ráðamenn. - mh SPURNING DAGSINS Georg, er fletta stö›ulækkun? „Nei, þetta er stöðuhækkun.“ Georg Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar sem flutti á dögunum stjórnstöð sína úr 110 fer- metra þakhýsi niður í 60 fermetra kjallara á meðan ný álma er í smíðum. LÖGREGLUMÁL PRÍSUNDIN VIÐ IÐUNNI Drengur í fyrsta bekk mátti í rúman hálftíma dúsa ofan í rusla- tunnu skorðaður undir svölum við fataverslunina Iðunni á Seltjarnarnesi í síðustu viku. Hann gat ekki opnað lok tunnunnar nema rétt til að koma út fingrunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Mannrán í Afganistan: Ítalskri konu rænt í Kabúl KABÚL, AP Vopnaðir menn rændu ítalskri konu í miðborg Kabúl í gær. Konan starfar fyrir bandarísku hjálparsamtökin CARE í borginni. Sjónarvottar segja fjóra menn hafa neytt hana inn í hvíta Toyota-bif- reið snemma í gærmorgun. Afgönsk yfirvöld töldu að konan væri kanadísk en yfirmaður henn- ar og ítalskur embættismaður í Afganistan staðfestu að hún er ítölsk. Yfirmaður hjálparsamtak- anna sem konan starfar hjá vildi ekki gefa upp hvað hún heitir. Of- beldismenn í Kabúl hafa haft í hót- unum við útlendinga í Kabúl undanfarið og nýlega lést starfs- maður Sameinuðu þjóðanna í sprengjutilræði á kaffihúsi. ■ Rangárvallaafrétt: Vélsle›ama›- ur slasa›ist SLYSFARIR Þyrla landhelgisgæslunn- ar sótti vélsleðamann með opið beinbrot á fæti inn að Hrauntind- um í Rangárvallaafrétt um miðjan dag í gær og flutti á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig voru kallaðar til björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli. Fyrsta hjálparbeiðni vegna slyssins barst um klukkan eitt, en beiðni um aðstoð þyrlunnar barst klukkan 14.16. Þyrlan var lent með manninn í Reykjavík klukkan 16.19. Að sögn lögreglu á Hvols- velli hafði maðurinn ekið sleða sín- um fram af snjóhengju og fótbrotn- að við það. - óká VERKFÆRUM STOLIÐ Fyrir hádegi í gær barst lögreglunni í Kefla- vík tilkynning um að brotist hefði verið inn í verkfærakerru í ná- grenni við Djúpavatn. Eigendur kerrunnar telja að úr henni hafi verið stolið verðmætum fyrir um 1,5 milljónir króna, en meðal þess sem stolið var eru tvær litlar raf- stöðvar og verkfæri sem notuð eru við að girða land. Ekki er vit- að hver var að verki, en málið er í rannsókn. HRAÐAKSTUR VIÐ HVOLSVÖLL 25 voru teknir fyrir of hraðan akst- ur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli frá því á föstudag og fram á mánudag. Flestir voru á milli 120 og 130 kílómetra hraða. LÖGREGLUMÁL Þrítug kona í Neskaupstað: Féll sjö metra fram af svölum SLYS Kona á þrítugsaldri slasaðist mikið þegar hún féll sjö metra niður á steyptan kant og stétt fram af svölum á þriðju hæð fjöl- býlisshúss í Neskaupstað um tvöleytið aðfaranótt mánudags. Hún fór í aðgerð á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað og í sjúkraflug til Reykjavíkur, en er úr lífshættu. Að sögn lögreglu virtist sem konan hefði verið læst úti og ætl- að að fara á milli svala hússins úr íbúð sem stóð tóm og ólæst, inn í sína eigin íbúð. Taldi lögregla að miðað við aðstæður væri mesta mildi að konan hefði lifað af fallið, en Jón H. H. Sen, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu, segir all- ar líkur á að konan nái sér að fullu. „Stúlkan var með brjóst- holsáverka sem gerð var aðgerð á hér í [fyrri]nótt og svo beinbrot, en öðru leyti er kraftaverk hvað hún slapp vel. Þarna var ekkert sem dró úr fallinu,“ sagði hann, en konan var svo flutt með sjúkra- flugi á Landspítala – háskóla- sjúkrahús til sneiðmyndatöku og frekari rannsóknar. „Þegar áverki er svona mikill þá geta verið innri skaðar sem ekki er hægt að greina nema með sneiðmyndatæki,“ sagði Jón, en búist er við að konan fari af gjörgæsludeild á almenna deild í dag. - óká BLOKK Í NESKAUPSTAÐ Svalirnar sem konan féll fram af eru á þriðju hæð og um sjö metra fall niður á steinsteyptan kant og stétt. Mildi þykir að konan komst lífs af og hún nær sér trúlega að fullu. M YN D /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR JÚLÍUS SIGURJÓNSSON Júlíus, sem sagður er rammur að afli, kom að Hrund BA alelda og þurfti að beita öllum sínum kröftum til að bjarga sjóblautum og þrekuðum skipstjóra mótorbátsins um borð til sín. HRUND BA-87 Báturinn sem var alelda á skammri stund á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm í gærmorgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AU KU R M ÁR S IG U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.