Fréttablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 10
7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
STJÓRNMÁL Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla er hafin um
skipulagsmál á Seltjarnarnesi en
áhugahópur um betri byggð á
Seltjarnesi stóð fyrir því að leit-
að væri leiða til að bjóða upp á
annan valkost en þann sem bæj-
arstjórnin hafði samþykkt.
Hópurinn er hins vegar óá-
nægður með að bæjarstjórnin er
aðeins búin að greina frá þeirri
tillögu sem hún stendur að. „Við
skiljum ekki hvernig atkvæða-
greiðsla getur hafist um eitthvað
tvennt þegar einungis annars
kosturinn er þekktur,“ segir Þór
Whitehead, félagi í áhugahópn-
um.
Skipulagsstofnun ríkisins neit-
aði á sínum tíma að afgreiða til-
lögu bæjarstjórnar. Í kjölfarið
var komið á fót rýnihópi sem átti
að starfa að því með skipulags-
nefnd bæjarins að setja fram ann-
an valkost og fá heildarsýn yfir
skipulagsmál bæjarins þar sem
aðalskipulag Seltjarness var út-
runnið.
„Báðar tillögurnar sem kosið
verður um eru byggðar á vinnu
rýnihópsins og hefur hvorug
verið sett fram áður. Greint verð-
ur frá þeim í þessari viku þegar
kynningargögn eru tilbúin,“ segir
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi. - ifv
Kuldi og þurrkar miklir í maí samkvæmt Trausta Jónssyni veðurfræðingi:
Maíve›ri› haft slæm
áhrif á landbúna›
LANDBÚNAÐUR „Það hefur verið við-
loðandi norðaustanátt, þurrkar og
sólskin. Það var ekki teljandi úr-
koma nema við norðausturströnd
landsins. Sérstaklega þurrt hefur
verið suðvestanlands,“ segir
Trausti Jónsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, um veðurfar á
Íslandi í maímánuði.
Meðalhiti á landinu var rétt
undir meðallagi. Þetta var kaldasti
maímánuður í Reykjavík frá 1993
og kaldasti maímánuður á Akur-
eyri frá 1995.
„Vorið fór vel af stað, þetta leit
vel út í aprílmánuði. Frost fór
snemma úr jörðu og menn horfðu
fram á gott sumar. En maímánuður
var bæði þurr og kaldur auk þess
sem mjög mikið var um nætur-
frost,“ segir Ólafur Dýrmundsson,
landsráðunautur hjá Bændasam-
tökum Íslands.
Ólafur segir að kornræktendur
hafi miklar áhyggjur af því að korn
sem sáð var í lok apríl og byrjun
maí hafi skemmst vegna veður-
farsins. Spretta er lítil á túnum,
sem getur haft áhrif á heyfeng
sumarsins, og í úthögum er einnig
lítil spretta, sem þýðir að bændur
þurfa að gefa sauðfé sjálfir með
aukinni vinnu og tilkostnaði. „Eins
og staðan er í dag er þetta með
kaldari vorum,“ segir Ólafur.
Gunnar Sæmundsson, bóndi á
bænum Hrútatungu í Hrútafirði,
segir svipaða sögu af veðrinu og
Ólafur. „Það er ljóst að kornrækt
og slætti mun seinka. Ég hef ekki
trú á því að það verði neinn sláttur
hér á svæðinu fyrr en fyrstu vik-
una í júlí. Það þarf að fara að hlýna
í veðri. Við eigum samt ekki að
mála skrattann á vegginn strax,“
segir Gunnar.
„Bæði frostið og þurrkarnir
seinka öllu hjá okkur. Menn hafa
ekki plantað út, því það er ekki
gæfulegt að planta þegar það eru
frostanætur. Veðurfarið kemur
niður á allri útiræktun á grænmeti.
Sólskinið í maí hefur hins vegar
verið jákvætt fyrir ylrækt, ræktun
á inniræktuðu grænmeti,“ segir
Guðjón Birgisson, grænmetisfram-
leiðandi og eigandi Íslensks græn-
metis ehf. á Flúðum.
ingi@frettabladid.is
ÍSAFJARÐAR
5.099 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.199kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
8. - 14. júní
EGILSSTAÐA
5.899
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
kr.
GRÍMSEYJAR
3.499 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
4.499
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
86
34
0
6/
20
05
Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum,
greiða 1.940 kr. aðra leiðina.
flugfelag.is
DR. ÓLAFUR DÝRMUNDSSON Landsráðu-
nautur hjá Bændasamtökum Íslands segir
að veðurfarið í maí hafi aukið tilkostnað
og vinnu bænda.
TRAUSTI JÓNSSON Veðurfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands segir meðalhita á land-
inu í maí hafa verið undir meðallagi og úr-
komu litla nema á norðausturströnd
landsins. Maí var hins vegar sólríkur mán-
uður.
SKIPULAGSMÁL Á SELTJARNARNESI Kosn-
ingarnar 25. júní snúast aðallega um það
hvort færa eigi knattspyrnuvöll frá Suður-
strönd að Hrólfsskálamel. Í tillögu þeirri
sem bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti
á sínum tíma átti að færa völlinn. Áhuga-
hópur um betri byggð á Seltjarnarnesi er á
móti því að völlurinn verði færður.
Kosið um skipulag á Seltjarnarnesi:
A›eins önnur tillagan kynnt