Fréttablaðið - 07.06.2005, Page 12

Fréttablaðið - 07.06.2005, Page 12
12 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Angar alþjóðlegrar glæpastarfsemi eru farn- ir að tengjast mansals- málum sem upp koma hérlendis í auknum mæli. Alvarlegt er ef Ís- land fer að verða eftir- sóknarverður stökkpall- ur brotamanna sem í þessum geira starfa. Á undanförnum árum hefur man- sal og glæpir því tengdu skapað sér rúm í íslensku samfélagi. Al- þjóðlegir glæpahringir sem skipuleggja flutninga á fólki, aðal- lega frá fátækustu héruðum Asíu og Austur-Evrópu, hafa verið staðnir að verki hér á landi, þar sem þeir millilenda á leið sinni með fórnarlömbin í nauðungunar- vinnu sem bíður þeirra víðast hvar. Nýlega var maður frá Singapúr dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að taka þátt í þess háttar smygli. Fórnarlömbin flest ungar konur Umsvif mansals hefur aukist mikið á síðustu tíu árum, og er nú svo komið að aðeins vopnasala er gróðavænlegri innan glæpaiðn- aðarins. Enginn þáttur skipu- lagðrar glæpastarfsemi hefur þó ómanneskjulegri hvatir að baki en mansalið, þar sem fólk gengur kaupum og sölum milli landa og jafnvel heimsálfa eins um hluti sé að ræða. Vændi er út- breiddasta atvinnugrein þeirra sem eru seldir mansali og eru fá- tækar, ungar stúlkar algengustu fórnarlömbin. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty International, segir alþjóð- legt starf gegn mansali orðið mik- ið innan mannréttindasamtaka. „Það hefur verið mikið rætt um vandann sem tengist mansali und- anfarin ár. Við leggjum áherslu á velferð fórnarlambanna í þessum málum og teljum mikilvægt að þau hljóti réttmæta málsmeð- ferð“. Mansalið teygir sig til Íslands Landfræðileg staða Íslands kem- ur betur í veg fyrir að jafnalvar- legt ástand og í Evrópu skapist. Hér er tiltölulega auðvelt að hafa eftirlit með ferðum til og frá land- inu og því er vandinn sem hér kemur upp á yfirborðið svolítið annars eðlis en víða annars staðar. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir mansalið vera erfitt viðureignar og Ísland sé í flestum tilfellum ekki endastöð þeirra sem að fólks- flutningunum standa. „Ísland er yfirleitt stökkpallur til annarra landa. Glæpamennirnir reyna að búa til leiðir sem eru líklegar til þess að heppnast. Ísland er ekki ofarlega á lista í áhættugreiningu flugs og því álykta glæpamennirn- ir sem svo að flug frá Íslandi á hugsanlega endastöð sé vænlegur kostur.“ Guðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Stígamóta, segir flutning ungra stúlkna til þess að vinna á nektarstöðum hér á landi vera á mörkum þess að vera brot. „Þótt ástandið hafi batnað mikið við það að einkadansinn hafi verið bann- aður í Reykjavík og á Akureyri, og Klasakokkar eru algengar spítalabakterí- ur og eru meðal algengustu sýkingar- valda í mönnum. Sýkingar af völdum bakteríunnar geta verið mjög misalvar- legar, allt frá einföldum húðsýkingum, upp í lífshættulegar blóðsýkingar. Þrátt fyrir þetta er algengt að fólk beri hana á húð eða í nefi án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða í við- kvæma einstaklinga og valdið lífshættu- legum sýkingum. Hún berst oftast milli manna með snertingu og er handþvott- ur þýðingarmesta aðgerðin til þess að hindra dreifingu bakteríunnar. Við sér- stakar aðstæður getur einnig verið um loftborna dreifingu að ræða. Klasakokkastofnum sem eru ónæmir fyrir mörgum sýklalyfjum hefur fjölgað mjög og þeir náð fótfestu um nær allan heim. Þessir stofnar draga nafn sitt af ónæminu, það er meticillín ónæmur Staphylococcus aureus: MÓSA. Oft er um mjög fá sýklalyf að velja við með- höndlun þessara sýkinga. Ísland er eitt fárra landa heims þar sem MÓSA-bakterían hefur ekki náð fótfestu og er til mikils að vinna að svo verði áfram. Þróunin hér hefur hins vegar ver- ið til verri vegar, því tilfelli í ár eru þegar orðin helmingi fleiri heldur en þau voru á öllu árinu í fyrra. Nú er sérfræðingahópur á Norðurlönd- unum, sem unnið hefur að könnun á vanda er stafar af fjölónæmum bakterí- um, orðinn uggandi um mikla fjölgun nýrra tilfella. Eftir árið 2004 stóð Finn- land langverst í þessum efnum með 1468 ný tilfelli, Næst kom Svíþjóð með 712, Þá Danmörk með 577, Noregur með 221 og loks Ísland með 8. Sérfræðingahópurinn hefur sent niður- stöður sínar til heilbrigðisyfirvalda á öll- um Norðurlöndunum. Sérfræðingarnir vilja að meiri fjármunum verði varið til varnar þessum bakteríum, í stað þess að láta fjölgunina halda áfram, eins og gerst hefur í Evrópulöndum. Í Bretlandi er tíðni MÓSA-tilfella til dæmis mjög há, og kostar samfélagið gríðarlega fjár- muni í aukinni hjúkrun, fleiri legudög- um á spítölum og öðru sem fjölónæm- um bakteríum fylgir. Stuðst við vefsíðu LSH. Hefur ná› fótfestu um nær allan heim FBL - GREINING: FJÖLÓNÆMA BAKTERÍAN, MÓSA: Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F- lista í Reykjavík, telur það mikilvægt að sameina sveitarfélögin sjö á höfuð- borgarsvæðinu. Hann gefur lítið fyrir tillögur sjálfstæðismanna um byggð í eyjunum í Kollafirði. Í hverju felast tillögur F-listans um betri byggð í Reykjavík? Að íbúðarhverfi, atvinnusvæði og um- ferðarmannvirki taki mið af öllu höfuð- borgarsvæðinu þannig að fjármunir og landgæði séu nýtt með sem hag- kvæmustum og skynsamlegustum hætti í þágu allra íbúa höfuðborgar- svæðisins. Hvað finnst þér um tillögur sjálf- stæðismanna? Tillögur sjálfstæðismanna gera ráð fyrir því að áfram verði sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og þar með land- þrengsli sem ekki væru fyrir hendi ef raunveruleg framtíðarsýn og heildar- hagsmunir réðu ferðinni með samein- ingu sveitarfélaganna. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Ósáttur vi› íhaldi› SPURT & SVARAÐ ÞAÐ ÞARF 70 BLÓÐGJAFIR Á DAG. GEFUM BLÓÐ REGLULEGA. ERTU MEÐ ÞETTA Í BLÓÐINU? BLÓÐ BJARGAR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 84 26 06 /2 00 5 SÝKINGAR Loka varð hluta hjartadeildar Landspítalans ekki alls fyrir löngu vegna MÓSA. SKIPULAGSMÁL REYKJAVÍKURBORGAR: KÍNVERSK FÓRNARLÖMB MANSALS Hrikaleg eymd bíður oftar en ekki þeirra sem verða fyrir mansalsbrotum. Það vekur óhug að glæpamenn sem að þessu starfa skuli horfa á Ísland sem eftirsóknarverðan stökkpall fyrir starfsemi af þessu tagi. MAGNÚS HALLDÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING MANSAL – ÞRÆLAHALD NÚTÍMANS Mansal teygir sig til Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.