Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 14
Svo sannarlega vona ég að menn fari að taka á sig rögg og kveða upp úr með að hætt hafi verið við þá hugmynd framsækinna starfsmanna utanríkisþjónust- unnar að Ísland sækist eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Um helgina var viðtal í sjónvarpinu við þingflokksfor- mann annars stjórnarflokkanna um hverjar yrðu áherslur okkar í öryggisráðinu ef þessar hug- myndir eða draumar yrðu að veruleika. Hann talaði um fátæk- ar þjóðir og hvernig við ættum að leggja áherslu á að þeim yrði hjálpað og eitthvað þar fram eft- ir götunum. Þetta sagði maður- inn kinnroðalaust, engu að síður hlýtur honum að vera fullkunn- ugt um að við höfum aldrei borg- að þær upphæðir í þróunarhjálp sem við á alþjóðavettvangi höf- um þó sagst ætla að borga. Þeim mun meira sem talað er um þessar öryggisráðssetu áætl- anir þeim mun vandræðalegri verða þær. Það er ekki bara her- kostnaðurinn við að ná kjöri sem manni vex í augum. Manni vex það líka mjög alvarlega í augum að auðnist þjóðinni ekki að hafa skipt um valdhafa þegar að þess- ari setu kæmi þá væru Bandarík- in komin með tvö atkvæði í ör- yggisráðinu, sem augljóslega er algjör óþarfi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig á því stendur að enginn nema Einar Oddur hefur kröftuglega mót- mælt þessum áætlunum. Kannski er þetta einhvers konar ,,nýju fötin keisarans syndrom“. En ég sem sagt svona prívat og persónulega vona að menn fari nú að ýta þessari vitlausu hug- mynd út af borðinu, þá þarf mað- ur ekki að hlusta á fleiri vand- ræðaleg fréttaviðtöl um þetta efni. Utanríkismál eru annars ekki mikið rædd hér á landi. Það kann að vera arfleifð frá kalda stríð- inu þegar allt var svo mikið leyndarmál að ekkert mátti segja upphátt. Menn skiptust í mjög ákveðnar fylkingar, voru annað- hvort með Nató eða á móti. Ég var í fyrri hópnum. Nú er við og við minnst á utanríkismál og þá helst um hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Fréttaflutningurinn af því samstarfi er þannig að menn virðast sakna gamalla daga og reyna eftir megni að skipa mönn- um í fylkingar. Með og á móti Evrópusambandinu. Ég get vel skilið að sumir og jafnvel margir vilja ekki að Islendingar gangi í Evrópusambandið, ég hef hins vegar aldrei skilið þá sem segj- ast vera á móti Evrópusamband- inu. Þess vegna skil ég stundum ekki fréttaflutninginn af Evrópu- sambandinu og Evrópusamstarf- inu. Mér heyrðist helst hlakka í sumum fréttamönnum íslensk- um við úrslit atkvæðagreiðslna í Frakklandi og Hollandi um hina svokölluðu stjórnarskrá, vegna þess að þetta væri kannski upp- hafið af endinum á Evrópusam- starfinu, sagði einhver. Maður hreinlega hrekkur í kút og spyr sig hvort þetta fólk sé í lagi. Það er ekki endirinn á íslensku þjóð- félagi að hér eru vitlausir stjórn- málamenn, og það er heldur ekki endirinn á Evrópusamstarfinu að stjórnmálamennirnir þar eru sums staðar ekki í tengslum við fólkið. Það er fídusinn við lýðræðið hvort heldur er á Íslandi eða í Evrópu að kjósendur geta sett stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar. Í beinum atkvæða- greiðslum eins og þeim sem eru nýafstaðnar í Frakklandi og Hollandi eru skilaboðin til stjórnmálamannanna alveg skýr, kjósendur hafna hugmyndunum sem koma fram í því mikla plaggi sem lá til grundvallar. Þess vegna þarf að breyta því plaggi, hugsa aftur þær tillögur sem þar eru settar fram. Ef stjórnmálamennirnir reyna að finna aðrar ástæður fyrir útkom- unni þá þurfa þeir að velta því fyrir sér hvort þeim sjálfum og stjórn þeirra heima fyrir hafi verið hafnað. Þekki maður mann- skepnuna rétt þá velja þeir fyrri kostinn og hefjast handa við að losa sig út úr stjórnarskrárkís- unni. Ef þeir eru klókir þá reyna þeir einnig að bæta sig á öðrum sviðum. Stundum hvarflar það hins vegar að manni að menn verði minna klókir þegar þeir hafa völdin sérstaklega ef þeir hafa haft þau lengi. Þá bara ösl- ast þeir áfram, segja ég ræð og gleyma lýðræðinu. Nú er um það bil ár síðan þjóðin og ríkisstjórnin urðu ósammála hér á Fróni. Sumir vildu kalla það stjórnarskrár- krísu, það var nú bara bull. Krís- an var sú að ríkisstjórnin vildi ekki fara eftir því sem stendur í stjórnarskránni og skipuðu svo nefnd til að breyta stjórnar- skránni. Sú nefnd sýnir merki þess að hún ætli að hlusta á fleiri en alþingismenn, það er ánægju- legt. Batnandi mönnum er best að lifa, líka ráðamönnum. Þ egar Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta fisk-veiðiári verði veiddar innan við 200 þúsund lestir afþorski hljóta menn að staldra við og spyrja hvað sé að? Er fiskveiðistjórnun hér við land búin að vera á villigötum í 30 ár og þá hversvegna? Menn kipptust við þegar „svörtu skýrslurnar“ voru birtar snemma á áttunda áratugnum og þær urðu grundvöllur mikillar umræðu um auðlindir okkar í hafinu umhverfis Ísland. Þetta var á sama tíma og við vorum í fararbroddi í heiminum hvað varðaði útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og háðum þorskastríð við bandamenn okkar. Þeim lauk með sigri okkar og mikilli ásókn var létt af fiskimiðun- um, en þrátt fyrir það stöndum við í svipuðum sporum og áður með þorskstofninn. Það er því eitthvað að. Við höfum sett upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem margar þjóðir hafa kynnt sér og þeim hefur þótt eftirtektarvert. Fiskifræðingar okkar hafa lagt sig fram um að meta aðstæður í sjónum og flestir hafa trúað á ráðgjöf þeirra. Það verður hins vegar að draga fram í dagsljósið að ekki hefur alltaf verið farið að ráð- um þeirra í einu og öllu, og kannski erum við að súpa seyðið af því. Hafrannsóknastofnun hefur á síðari árum komið hrein- skilnislega fram, þegar komið hefur í ljós að ákveðnir þættir hafa verið vanmetnir, en það er ekki nóg. Við hljótum að gera þá kröfu til þeirra að þeir nái að draga réttar ályktanir af ástandinu í sjónum eftir öll þessi ár og allar þessar rannsókn- ir. Hvers vegna er þorskstofninn í mun verra ásigkomulagi en ýsustofninn, svo dæmi sé tekið. Hvers vegna hefur nýliðun í þorskstofninum verið léleg í mörg ár í röð? Eru það umhverf- isþættir sem valda því, stórvirk veiðarfæri togaranna, eða hvað? Er ekki hægt að fá ákveðin svör við slíkum lykilspurn- ingum? Forystumenn útvegsmanna hafa löngum verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Hafrannsóknastofnunar. Þeir líta gjarnan á heildardæmið, og sætta sig við smávegis samdrátt í veiðum á einni tegund, ef hægt er að auka veiðar á annarri. Þannig vegur aukinn ýsukvóti nú upp á móti samdrætti í þorskveiðum. Þorskurinn er samt sú fisktegund sem hefur verið okkur mikilvægust í gegnum árin, og því hljóta sjónir manna nú að beinast að þorskinum eins og síðustu 30 ár. Enn og aftur er því spurt: „Hvað er að?“ Á næstu árum minnkar hlutfall sjávarútvegs í útflutningi okkar Íslendinga vegna aukins álútflutnings. Sjávarafurðir verða samt enn mikilvægasta útflutningsgrein okkar og við, Íslendingar, eigum að hafa alla burði til þess að vera í farar- broddi í fiskveiðum. Fiskirannsóknir okkar eiga því að vera þannig að ekki sé alltaf verið að vanmeta þetta og hitt og þess vegna séu hlutirnir svona. ■ 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskkvótinn verði innan við 200 þúsund lestir. Hva› er a›? FRÁ DEGI TIL DAGS Sjávarafur›ir ver›a samt enn mikilvægasta útflutningsgrein okk- ar og vi›, Íslendingar, eigum a› hafa alla bur›i til fless a› vera í fararbroddi í fiskvei›um. Fiskirannsóknir okkar eiga flví a› vera flannig a› ekki sé alltaf veri› a› vanmeta fletta og hitt og fless vegna séu hlutirnir svona. 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson lögg. fasteignasali Vilhjálmur Bjarnason lögg. fasteignasali Sóleyjarhlíð, Hafnarfirði Falleg og björt 78,9 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýli með góðu útsýni. Laus fljótlega. Upplýsingar gefur Kristinn hjá Húsinu í síma 533-4300 Vandræ›alegar áætlanir Brosandi og hægrisinnaður Enn örlar á skærum vegna brotthvarfs Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta má meðal annars ráða af lestri bréfs sem aðeins er farið að gulna. Þar segir Gunn- ar Örn við Guðjón A. Kristjánsson, þáver- andi foringja sinn, að hann telji Frjáls- lynda flokkinn ekki vera á réttri siglingu í sjávarútvegs- málum og hafi hneigð til að stinga erindum niður í skúffu. Fjölmiðlar telji Frjálslynda flokkinn óþarfan og sýni honum tómlæti. Greinarskrif séu neikvæð og ræður frjálslyndra yfirleitt skammarræður sem nái í besta falli til óánægðra sjómanna... Gunnar telur að flokkurinn þurfi að mark- aðsvæðast, einbeita sér að eigin málum fremur en að eltast við vinstri flokkana. Flokkurinn verði að vera jákvæðari, bros- andi og uppbyggilegri. Já, hægri sinnað afl og raunverulegur valkostur við Sjálf- stæðisflokkinn en ekki með einhvern Al- þýðubandalags- eða verkalýðsfélags- stimpil á sér. Ekki gangi að elta skottið á Össuri og Steingrími alla tíð. Gunnar gefur hér sterklega til kynna að hann eigi ekki samleið með Frjálslynda flokknum. Það er að segja ef ekki komi til grundvallarstefnubreytingar. Hann var sem sagt búinn að vera hundóánægður lengi þegar hann yfirgaf Frjálslynda flokk- inn og bankaði upp á hjá Sjálfstæðis- flokknum því bréfið er áreiðanlega síðan í fyrra. Þorskur eða ýsa Nú er eftir að sjá hvort erindum Gunnars verður einnig stungið ofan í skúffur Sjálf- stæðisflokksins. Hann hefur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu flokksbróður síns, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, á sjó- mannadaginn. Árni spurði nefnilega gagnrýninna spurninga um afkomu þorsksins og ýsunnar, en fiskveiðiráðgjöf er eitt helsta áhugamál Gunnars. Af hverju braggast ekki þorskurinn eins og ýsan sem er nú um allan sjó? „Hvernig stendur á því að hrygningarstofn ýsu slagar í stærð hrygningarstofns þorsks- ins,“ spurði Árni og hét því að leita svara og ræða málin opinskátt og af yfirvegun. Rétt eins og hann beindi orðum sínum sérstaklega til nýja liðsmannsins úr röð- um frjálslyndra. johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG UM SETU Í ÖRYGGIS- RÁÐINU OG FLEIRA. VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Stundum hvarflar fla› hins vegar a› manni a› menn ver›i minna klókir flegar fleir hafa völdin sérstaklega ef fleir hafa haft flau lengi. fiá bara öslast fleir áfram, segja ég ræ› og gleyma l‡›ræ›inu. Eru Spánverjar orðnir leiðandi í jafnréttismálum?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.