Fréttablaðið - 07.06.2005, Page 28

Fréttablaðið - 07.06.2005, Page 28
7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Nú þegar tími sól- arlandaferða er að ganga í garð er vert að minna á þær hættur sem fólk getur staðið frammi fyrir í slíkum ferðum. Mér finnst reynd- ar alltaf svolítið krúttlegt að tala um sólarlönd því það seg- ir ansi mikið um það hversu mikið myrkur við þurfum að þola hér á Klakanum stærsta hluta ársins. En aftur að yfirvofandi hættum. Það hafa allir margoft verið varaðir við sólbruna, skordýrabitum og magakveisum en eitt hefur algjör- lega gleymst í þessari umræðu þrátt fyrir að vera ekki síður óhuggulegt en hitt. Ég þurfti að kynnast því af eigin raun og ætla ég að deila með ykkur biturri reynslu minni. Þegar ég var fjórtán ára fór ég til Portúgals með mömmu og vin- konu minni. Einn morguninn var ég óvenju árrisul svo ég dreif mig út í sundlaugargarð á undan hinum. Ég lagðist á bekk og naut þess að láta sólina ylja mér á bakinu. Stuttu seinna fann ég eitthvað gusast yfir bakið á mér eins og einhver hefði skvett úr vatnsfötu. Hvað var að gerast? Var sæti strákurinn af sund- laugarbarnum að stríða mér? Þegar ég reis upp og leit í kring- um mig sá ég að það var enginn í kringum mig. Það var ekki lítið áfallið sem ég fékk þegar ég leit yfir öxlina á mér og sá hryllinginn – það hafði mávur skitið yfir mig alla! Veit einhver hversu mikið magn kemur þegar mávar kúka? Ég get sagt að það er mjög, mjög mikið. Fyrir utan það hversu ótrúlega ógeðslegt það er að verða skyndi- lega ákjósanlegur staður fyrir máv að létta á sér þá getur alls kyns óþverri verið í fugladriti. Ég brást auðvitað við eins og sönn dama, hljóp upp á herbergi og fór grátandi í sturtu á meðan mamma og vinkona voru flissandi fyrir utan. Ef maður er úti allan daginn og nálægt sjó þar sem máv- arnir flögra yfir er alls ekkert svo ótrúlegt að lenda í þessu. Þannig að: passið ykkur á mávunum, þeim er alveg sama hvar þeir drita! ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SÓLEY KALDAL VARAR VIÐ FJANDSAMLEGU FIÐURFÉ. Sólböð geta verið stórhættuleg M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Finnskir sauna ofnar Raf- eða viðarkyntir. Einnig arinofnar. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Slöngubátar Slöngubátar og 2ja manna kanó. Sama lága verðið á þessu sem öðru. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 LAHTI sumarhús Höfum fengið nokkur LAHTI sumarhús á mjög sérstöku tilboðsverði. Stærð 15,2 fm + verönd með 45 mm. bjálkum. Algjört lottó. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 goddi.is, Auðbrekka 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550 KATEPAL þakflísar skapa kórónu hverrar byggingar. Yfir 60 ára reynsla um allan heim. Viðhaldsfrítt. Fjórir sanseraðir litir. Mjög auðveld lagning á margbrotin þök. Ekkert tjörumak. Gerið verðsamanburð. Fallegar þakflísar Sauna klefar Finnskir sauna klefar af ýmsum stærðum og gerðum. Panel eða bjálkabyggðir. Fáanlegir fyrir bæði úti eða inni. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Gullfalleg bjálkahús ca. 54 fm með 13 fm verönd á ótrúlegu verði. Hægt að fá á ýmsum byggingarstigum. Upplýsingar: Goddi ehf. Auðbrekku 19, 200 Kópavogur. sími 544 55 50 Helsinki bjálkahús Suvi 4555 sumarhús 24,5 fm m/svefnlofti og verönd. Flísar á þaki. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Áklæðaúrvalið er hjá okkur. Leður og leðurlíki. Auk þess pöntunarþjónusta eftir ótal sýnishornum. Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli RÓBERT Hvar eru allir? Skrítið....mér líður einmitt eins og ég hafi gleymt ein- hverju... Ahhh, þegar maður kemur suður gleymast allar áhyggjur. Léttmjólk inni- heldur 0,15 milligrömm af Riboflavin! Erum við búin að vera gift svona lengi? Tíminn flýgur. Palli, af hverju klæðistu ekki jakkanum eins og á að gera? Hva, hérna uppi? Halló! Bíddu nú við! Það er ótrúlegt að þetta sé hægt! Ég sting bara hand- leggjunum inn í þessi hólf hérna sem líkjast örmum... ...svo flíkin sitji þétt á kroppnum... ...svo renni ég þessu lokunar- dæmi upp að hökunni og þá get ég varist hvaða náttúruöflum sem er!! Ótrúlegt!! Takk mamma! Bíddu bara þangað til strákarnir á kaffihúsinu heyra þetta! Úff... Ég vil láta rann- saka hvort það sé hægt að fjarlægja kaldhæðniskirtil- inn úr honum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.