Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 2
2 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Sáttaumleitanir Hannesar dugðu ekki til: Bau›st til a› skrifa bókina aftur DÓMSMÁL „Fyrir nokkrum dög- um hafði Hannes samband við okkur og bauðst til þess að skrifa bókina aftur, leiðrétta hana samkvæmt dómsskjölun- um þar sem hann færi eftir sett- um reglum um heimildanotkun,“ segir Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs Laxness, um sáttaumleitanir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar við fjölskyldu nóbelskáldsins. Fjölskylda Halldórs hefur höfðað mál á hendur Hannesi fyrir meintan ritstuld á höfund- arverki Halldórs Laxness í bók hans um rithöfundinn sem kom út haustið 2003. Málflutningur- inn hófst í Héraðsdómi Reykja- víkur á miðvikudag. „Þetta snýst ekki um það að við fjölskyldan séum ísúrir og basískir kommúnistar heldur viljum við fá að vita hvort það er leyfilegt að taka texta frá öðrum, stela honum og nýta sér hann í eigin þágu. Okkur er alveg sama hver skrifar um hann pabba, bara svo framar- lega sem það er heiðarlega gert. Við vildum ekki fara í mál við Hannes heldur vildum við bara að hann bæðist afsökunar og tæki bókina úr sölu. Það vildi Hannes hins vegar ekki gera,“ segir Guðný. - ifv Skipta um húsnæði og ráða nýjan framkvæmdastjóra: Vinstri grænir fá listabókstafinn V STJÓRNMÁL Dómsmálaráðuneytið hefur orðið við beiðni Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs um nýjan listabókstaf, en til þessa hefur flokkurinn haft bókstafinn U. Hann verður eftirleiðis V. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, segir að nokkur brögð hafi verið að því í kosningum að kjósendur hafi greitt Vinstri grænum atkvæði sitt með bók- stafnum V á atkvæðaseðli og sum- ar kjörstjórnir hafi dæmt það gilt en aðrar ekki. Þessi misskilningur ætti nú að verða úr sögunni þar sem listabókstafurinn V verði eftirleiðis á kjörseðlum, næst í sveitarstjórnarkosningunum eftir tæpt ár. Tilkynning þessa efnis verður send landskjörstjórnum og yfirkjörstjórnum. Vinstri grænir hafa endurbætt húsakynnin á jarðhæð Suðurgötu 3 í Reykjavík og flutt starfsemi sína þangað. Jafnframt hefur Svandís Svavarsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri flokksins og tekur hún við af Kristínu Hall- dórsdóttur 1. ágúst næstkomandi. - jh fiakka gu›i stu›ning- inn á hverjum degi Aron Pálmi Ágústsson segist flakka gu›i fyrir a› fólk hugsi til sín. RJF-hópur- inn hefur sent bréf til ríkisstjóra Texas og óskar eftir lausn hans. Mó›ursystir Arons kom til Texas í gær og ver›ur hjá honum í mánu›. DÓMSMÁL „Ég er mjög þakklátur fyrir bréfin og þessa fallegu hugs- un. Ég þakka guði á hverjum degi fyrir að fólk sé að hugsa til mín,“ segir Aron Pálmi Ágústsson í Texas í Bandaríkjunum. RJF-hópurinn, sem berst fyrir lausn Arons Pálma, sendi í gær bréf til ríkisstjóra Texas þar sem fram kom ósk um að hann hlutaðist til um að Aroni Pálma yrði veitt lausn úr betrunarvistinni. Bréfi hópsins fylgir bænabréf frá biskupi Íslands. Aron Pálmi á eftir að ljúka rúm- um tveimur árum af tíu ára betrun- arvist sem hann var dæmdur til ytra. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til að bréfið hlyti náð fyrir augum yfirvalda í Texas. „Því fyrr sem ég kemst til Ís- lands, því betra. Ég bið til guðs á hverjum degi að ég komist til Ís- lands.“ Hann segir dagana líða hægt og hann hafi lítið fyrir stafni. Hann geti farið í verslun og þvegið þvott og fari auk þess í kirkju en fái ekki að fara jafnt oft og hann kysi sjálf- ur. „Ég er að reyna að fá leyfi til að fara þrisvar í viku en fæ bara að fara einu sinni,“ segir Aron Pálmi. Valgerður Hermannsdóttir, móðursystir Arons, kom til Texas í gær og mun dvelja hjá honum ásamt frænkum Arons Pálma í mán- uð. Valgerður hafði með sér afrit af bréfum til yfirvalda í Texas fyrir fangelsisyfirvöld. RJF-hópurinn, sem lætur sig réttlæti í máli Arons Pálma varða, er skipaður mönnum sem upphaflega komu að máli Bobby Fischer. Hópurinn berst fyrir heimfararleyfi og frelsi Arons Pálma. Í bréfi hópsins til ríkisstjór- ans segir að íslensk stjórnvöld og sendiráð Íslands í Washington muni leggja kapp á að uppfylla öll þau skilyrði sem kunni að vera sett af hálfu fangelsisyfirvalda í Texas. Aron Pálmi býr einn í leiguíbúð í Beumont í Texas, sem stjúpfaðir hans ber kostnað af, en á sér þá ósk heitasta að setjast að á Íslandi og byggja upp líf sitt eftir harmleik- inn. hjalmar@frettabladid.is Frjálslyndi flokkurinn: Krefst rannsóknar EINKAVÆÐING Frjálslyndi flokkur- inn krefst ítarlegrar, opinberrar rannsóknar á allri starfsemi Einkavæðingarnefndar og vill að mat verði lagt á gerðir hennar og ráðherranna. Í samþykkt stjórnar flokksins segir að greinaflokkur Frétta- blaðsins um einkavæðingu bank- anna og VÍS beri vitni um spillta stjórnarhætti sem leggja verði af. Þingflokkur Frjálslyndra lagði ásamt þingflokki Vinstri grænna í fyrra fram beiðni um skýrslu frá forsætisráðherra um einkavæð- ingarferlið. Þeirri beiðni var hafnað. -oá FALLEGT VEÐUR Í MAÍ Túlípanabreiður við Fríkirkjuveg á fallegum vordegi í maí. Veðurfar á landinu: Kalt, flurrt og sólríkt VEÐUR Veður í maí var heldur óvenjulegt. Það var óvenjuþurrt og sólríkt um meginhluta lands- ins og lengst af fremur svalt og næturfrost viðloðandi. Meðalhiti í Reykjavík var 5,7 stig og er það 0,6 stigum undir meðallagi. Afar lítil úrkoma var í Reykja- vík í mánuðinum, ekki nema rétt um þriðjungur af því sem er í meðalári. Sólarstundir voru að sama skapi óvenju margar, 317 sólarstundir mældust í mánuðin- um, sem er nær tvöfalt það sem venjulegt er. ■ Baugsmálið: Sakborningar yfirheyr›ir LÖGREGLURANNSÓKN Efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt sakborninga og vitni í Baugsmálinu svokallaða að undan- förnu að því er fréttastofa Ríkisút- varpsins greindi frá í gærkvöldi. Samkvæmt fréttum Ríkisút- varpsins eru yfirheyrslurnar yfir- gripsmiklar og hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Lögregla rann- sakar ásakanir þess efnis að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, núverandi og fyrrverandi forstjórar Baugs, hafi brotið gegn Baugi, meðal annars með því að draga sér fé úr fyrirtækinu. Ekki náðist í Jón Ásgeir, Tryggva eða Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóraembættisins, í gærkvöldi. - oá LANDHELGISGÆSLAN KONA SÓTT MEÐ ÞYRLU TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að sækja konu sem hafði slasast við skíða- eða snjóbrettaiðkun á Snæfellsjökli. Læknir óskaði eftir aðstoð þyrl- unnar, sem flutti konuna á Land- spítala – háskólasjúkrahús. Kon- an er handleggsbrotin og með heilahristing. FRAKKLAND AFHENDING AIRBUS TEFST Risa- þota Airbus-verksmiðjanna, A380, verður afhent kaupendum hálfu ári síðar en fyrirhugað var. Quantas-flugfélagið í Ástralíu hefur lýst því yfir að þar á bæ hyggist menn krefjast bóta vegna seinkunarinnar. Vélin á að geta borið 555 farþega 15 þúsund kíló- metra leið án þess að millilenda. SPURNING DAGSINS Stefán Már, var miki› um prestaköll í flinni æsku? „Jú, prestar kölluðu vissulega oft á mig, þá aðallega foreldrar mínir.“ Stefán Már Gunnlaugsson var nýlega kjörinn prestur á Hofi. Báðir foreldrar hans eru prestar. BRÉF TIL TEXAS RJF-hópurinn sendi bréf til ríkisstjóra Texas í von um að Aron Pálmi fáist laus úr betrunarvist. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hrottaleg árás: firír dæmdir DÓMSMÁL Hæstiréttur úrskurðaði þrjá menn í gær í fangelsi fyrir líkamsárás og þjófnað. Tveir mannanna fengu þrjátíu daga fangelsi en einn fékk sextíu daga. Mennirnir eru dæmdir fyrir að ráðast inn á heimili annars manns og veita honum sýnilega áverka í andliti og á líkama með barsmíðum og spörkum. Annar mannanna er sagður hafa slegið fórnarlambið ítrekað með hækju sem hann studdi sig við. Að auki eru mennirnir dæmdir fyrir að taka síma fórn- arlambsins ófrjálsri hendi. - mh ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON Á eftir að ljúka rúmlega tveggja ára betrunarvist í Texas í Bandaríkjunum. GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Dóttir Halldórs Laxness, Guðný Halldórsdóttir, segir mál- flutning fjölskyldunnar á hendur Hannesi ekki snúast um einelti eða kommúnisma heldur ritstuld. VINSTRI GRÆNIR Í SUÐURGÖTU 3 Í REYKJAVÍK Svandís Svavarsdóttir, til vinstri, er nýr framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Með henni á myndinni eru Steingrímur J. Sigfússon og Kristín Halldórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.