Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 10
STROKUBRÚÐUR FÆR DÓM Jennifer Wil- banks (t.h.), bandaríska konan sem komst í heimsfréttirnar á dögunum fyrir að setja á svið eigið mannrán, var í gær dæmd fyrir tiltækið. Hún fékk skilorðsbundna refsingu en þarf auk þess að inna af hendi sam- félagsþjónustu og greiða sekt. 10 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Íraskir uppreisnarmenn voru enn við sama heygarðshornið í gær: Hátt í fjörtíu manns liggja í valnum BAGDAD, AP Að minnsta kosti 38 manns létust og fjölmargir særðust í árásum uppreisnar- manna í Írak í gær. Mannskæðasta sprengingin var í bænum Tuz Khormato, skammt suður af Kirkuk, þar sem 12 manns létust og 40 særðust. Bílsprengja sprakk fyrir utan við veitingahús þar sem lífverðir að- stoðarforsætisráðherra Íraks sátu að snæðingi, en ráðherrann var ekki sjálfur á staðnum. Í bænum Baqouba var Hussein al-Tamimi, aðstoðarhér- aðsstjóra í Diyala-héraði, banað ásamt þremur lífvörðum sínum og um svipað leyti féllu fjórir vegfarendur í sjálfsmorðsárás í Kirkuk. Því tilræði var beint gegn bílalest erlendra verktaka en þá sakaði ekki í árásinni. Í Mosul sprungu tvö bifhjól sem hlaðin höfðu verið sprengiefnum og létust þrettán óbreyttir borgarar í því ódæði. Uppreisnarmenn í Bagdad hófu skothríð úr bílum sínum á saklausa vegfarendur og dóu niú manns af skotsárum sínum. Nú hafa um 800 fallið fyrir uppreisnarmönnum í Írak síðan ríkisstjórn var formlega mynduð 28. apríl síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á uppreisninni í landinu. ■ Hálendisvegirnir opnast einn af öðrum: Betri fær› á hálendinu BÍLSPRENGJA HJÁ VEITINGAHÚSI Að minnsta kosti 12 létu lífið og 40 særðust í Tuz Khor- mato þegar bílsprengja sprakk utan við veitingahús þar sem lífverðir eins af aðstoðarfor- sætisráðherrum landsins sátu að snæðingi. Ráðherrann var hins vegar víðs fjarri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SAMGÖNGUR Vegurinn inn í Flateyjardal á Norðurlandi, vegurinn inn í Lakagíga og Kaldi- dalur voru allir opnaðir í gær. Vegurinn yfir Kjöl er ennþá aðeins fær að hluta. Að norðan er hægt að komast til Hveravalla og sunnan- megin er hægt að kom- ast upp á Bláfellsháls. Arnarvatnsheiði er opin upp að Surtshelli að sunnan og að Arnar- vatni hinu stóra að norð- anverðu. Á Austfjörðum er ekki búið að opna neinar hálendis- leiðir en leyfilegt er að fara suður í Snæfell frá Kárahnjúkaveginum. Flestar fjallabaksleiðir eru enn- þá lokaðar. Þó er vegurinn frá Sig- öldu inn í Landmannalaugar opinn en Dómadalsleiðin er lokuð. Allur akstur er bannaður á milli Landmannalauga og Eldgjár og sömu sögu er að segja um Emstru- leið og Fjallabak syðra. - if VEGAKORT Kortið má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar, vegagerdin.is, og er það uppfært vikulega með nýjustu upplýsingum um færð á fjallvegum og fjallabaksleiðum. EVRÓPUSAMBANDIÐ Pólitískt upp- nám ríkir nú innan Evrópusam- bandsins eftir að Hollendingar kolfelldu stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóðaratkvæða- greiðslu í fyrradag. Leiðtogar að- ildarríkjanna munu á næstu vikum leita leiða til að bjarga því sem bjargað verður af sáttmálan- um. Atkvæðagreiðslan í Hollandi var aðeins ráðgefandi en engu að síður brást Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, skjótt við í gær og dró til baka frumvarp um fullgildingu sáttmálans sem lá fyrir hollenska þinginu. Í ræðu sinni við þetta tækifæri sagði Balkenende að ráðamenn aðildar- ríkjanna hefðu þjösnað Evrópu- samrunanum áfram án þess að spyrja þjóðir sínar um áhuga þeirra á því. „Núna verður Bruss- el að koma sér í samband við fólk- ið á ný. Við verðum að hlusta betur á borgarana og láta af öllum hástemmdum áformum nema fyrir þeim liggi skýr vilji hjá um- bjóðendum okkar.“ Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hraðaði sér til Lúx- emborgar í gær til skrafs og ráða- gerða við Jean-Claude Juncker forsætisráðherra, en Lúxemborg er í forsæti ESB út þennan mánuð. Á laugardaginn mun svo Jacques Chirac Frakklandsforseti halda til Berlínar, þar sem þeir Schröder munu vafalítið leggja á ráðin um hvernig koma megi sambandinu úr þeirri klemmu sem það er í þessa dagana. Leiðtogar flestra aðildarríkj- anna lýstu yfir vonbrigðum með úrslitin í gær, nema þá helst Vaclav Klaus, forseti Tékklands. Hann sagði úrslitin í Hollandi sigur frelsis og lýðræðis í álfunni og lét auk þess þá skoðun í ljós að ólýðræðislegt væri að láta þjóð- þing staðfesta sáttmálann án þjóð- aratkvæðagreiðslu, eins og mörg aðildarríkjanna gera. Fyrir síðustu helgi aftóku for- svarsmenn ESB með öllu að breytingar yrðu gerðar á stjórn- arskrársáttmálanum. Í gær sagði talsmaður framkvæmdastjórnar- innar hins vegar að til greina kæmi að sáttmálinn yrði tekinn til gagngerrar endurskoðunar á leið- togafundi sambandsins sem hald- inn verður í Brussel 16.-17. júní. Sjá síðu 20 sveinng@frettabladid.is Evrópusamruninn er í algeru uppnámi Lei›togar a›ildarríkja Evrópusambandsins reyna nú a› koma sér úr fleirri úlfakreppu sem fljó›aratkvæ›agrei›slurnar í Frakklandi og Hollandi leiddu flá í. Vera má a› breytingar ver›i ger›ar á stjórnarskrársáttmálanum. Glös fyrir góðar stundir – einstök ending og frábært verð Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 42 B Pils 36 cl bjórglös, 3 stk. Maldive 36 cl bjórglös, 6 stk. Imerial 31 cl rauðvínglös , 12 stk. Á tilboðsverði í júní 2005 1.528,- 12 stk. 742.- 6 stk. 324,- 3 stk. BROSANDI ÞRÁTT FYRIR ALLT Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, settust á rökstóla í gær og ræddu framtíð Evrópu- sambandsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.