Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 13
FÖSTUDAGUR 3. júní 2005 13
LÍBÍA
FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR
For›ist bi›ra›ir á flugvellinum
Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum
og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a›
mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr
landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug-
stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför.
Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana
í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar.
Ókeypis sætafer›ir
frá BSÍ kl. 4.30
Gef›u flér tíma
í Leifsstö›
Finni› rúturnar me› okkar merki
Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00.
Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005
M
Á
T
T
U
R
IN
N
O
G
D
†
R
‹
IN
Samkeppnisstofnun:
Hafnar kröfu
Landssímans
SAMKEPPNI Samkeppnisstofnun
telur ekki þörf á að rannsaka
kvartanir Landssíma Íslands á
hendur 365 – ljósvakamiðlum þar
sem ákvörðunin sem kvörtunin
nær til hefur ekki tekið gildi.
Síminn krafðist íhlutunar
stofnunarinnar til að fá afhent
sjónvarps- og útvarpsmerki 365 –
ljósvakamiðla eins og stofnunin
ákvað 23. mars síðastliðinn vegna
samruna Og Vodafone og 365 ljós-
vaka- og prentmiðla. Þar sem
ákvörðunin tekur ekki gildi fyrr
en 23. júní var ekki talin ástæða
til að aðhafast frekar.
-shg
BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon,
fulltrúi Frjálslynda flokksins í
borgarstjórn, lýsir sig andvígan
því að Reykjavíkurborg selji
Heilsuverndarstöðina við Baróns-
stíg. Heilsuverndarstöðin hefur
þjónað því hlutverki sem nafnið
gefur til kynna í rúm 50 ár, allt frá
árinu 1954.
Ólafur átti sæti í stjórn heilsu-
gæslunnar í tólf ár og kveðst hafa
látið sig hlutverk Heilsuverndar-
stöðvarinnar mjög varða. „Ég hef
flutt margar tillögur um málefni
hennar í borgarstjórn. Mér finnst
það mjög hart að frétta af sölu
Heilsuverndarstöðvarinnar fyrst
í fjölmiðlum án þess að hafa orðið
var við nokkra umræðu um málið
innan borgarkerfisins. Þó að heil-
brigðismál séu á hendi ríkisvalds-
ins áttu fulltrúar borgarstjórnar
lengi sæti í stjórn heilsugæslunn-
ar og þeim kemur að sjálfsögðu
mikið við hvernig staðið er að
heilsugæslu í borginni. Það liggur
fyrir að mjög mikilvægum þætti
heilsuverndarstarfs í borginni er
sinnt á Heilsuverndarstöðinni,“
segir Ólafur.
- oá
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur:
F-listinn andvígur sölunni
ÓLAFUR F MAGNÚSSON Fulltrúi
Frjálslyndra í borgarstjórn vill
ekki að Heilsuverndarstöðin
verði seld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Noregur og ESB:
Meirihluti
andvígur
NOREGUR Stuðningsmönnum Evr-
ópusambandsaðildar í Noregi hefur
fækkað mjög samkvæmt nýrri
könnun. Nú segjast aðeins um 35 af
hundraði norskra kjósenda vilja sjá
Noreg innan ESB en um 45 prósent
leggjast gegn aðild.
Könnunin var gerð eftir að
Frakkar felldu stjórnarskrá Evr-
ópusambandsins í þjóðaratkvæða-
greiðslu og ljóst að niðurstaðan
hefur haft veruleg áhrif á afstöðu
Norðmanna því kannanir síðustu
misseri hafa yfirleitt sýnt meiri-
hluta fyrir aðild að ESB. ■
Sendiráð Indónesa:
Loka› vegna
duftsendingar
CANBERRA, AP Sendiráði Indónesíu í
Canberra, höfuðborg Ástralíu, var
lokað og það innsiglað eftir að
þangað barst pakki með grunsam-
legu hvítu dufti í fyrrdag.
Embættismenn telja líklegt að
málið tengist sakfellingu ástral-
skrar konu á indónesísku eynni
Balí fyrir fíkniefnamisferli en
mikil reiði ríkir í Ástralíu vegna
málsins. John Howard, forsætis-
ráðherra Ástralíu, segir pakkann
hafa verið stílaðan á sendiherra
Indónesíu, sem þó var ekki í hús-
inu.
Ef grunur manna verður stað-
festur um að duftið innihaldi
sýkla af einhverju tagi er það í
fyrsta skipti sem slík efni finnast
í Ástralíu. ■
Kirgisistan:
Rá›ist inn í
Hæstarétt
KIRGISISTAN, AP Um tvö hundruð
mótmælendur réðust inn í húsa-
kynni Hæstaréttar Kirgisistan á
miðvikudag. Innrásina gerði fólkið
til að reka út annan hóp mótmæl-
enda sem þar hafði setið í tvo mán-
uði til stuðnings fimm frambjóð-
endum sem töpuðu í þingkosning-
um á dögunum. Þeir höfðu komið í
veg fyrir dómhald allan þann tíma.
Lögregla og herlið þustu að hús-
inu og stíuðu fylkingunum í sund-
ur. Einhverjar róstur voru þó við
dómstólinn fram eftir degi.
Þetta eru alvarlegustu átökin í
landinu eftir að Askar Akajev,
fyrrum forseta þess, var steypt af
stóli í mars síðastliðnum. ■
ÁFRÝJUNARÚRSKURÐI FRESTAÐ
Hæstiréttur Líbíu hefur frestað
ákvörðun um hvort hann muni
taka upp mál sex búlgarska
hjúkrunarfræðinga sem dæmdir
hafa verið í héraðsdómi til dauða
fyrir að smita 400 líbísk börn af
HIV-veirunni með sýktu blóði.
Foreldrar barnanna reyndu að
ryðjast inn í dómsalinn í mót-
mælaskyni en var vísað frá.
MINNINGIN LIFIR
Á morgun eru sextán ár liðin síðan Khom-
eini erkiklerkur í Íran gaf upp öndina og af
því tilefni verða haldnar minningarathafnir
um allt land.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P