Fréttablaðið - 03.06.2005, Síða 18
18 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Átökin um Austurvöll
Forseta Alþingis er í nöp við árvissa ljósmyndasýningu á Austurvelli. Flestir aðrir
nábúar Austurvallar eru ánægðir með sýningarnar.
Fjörlegar umræður hafa spunn-
ist um ljósmyndasýningarhald á
Austurvelli í kjölfar bréfs Hall-
dórs Blöndal, forseta Alþingis,
til Steinunnar Valdísar Óskars-
dóttur borgarstjóra en í því fer
hann fram á að borgin láti af
sýningarhaldi á Austurvelli
enda finnist honum óviðeigandi
að völlurinn sé notaður með
þessum hætti.
Margir eru ósammála Hall-
dóri en segja engu að síður að
lítil prýði sé af steinstöplunum
sem ljósmyndirnar hvíla á.
Skemmst er frá því að segja
að borgaryfirvöld hyggjast
virða erindi þingforsetans að
vettugi og hefst sýning á ljós-
myndum Ragnars Axelssonar
24. júní.
Ráðamenn Reykjavíkur eru
vitaskuld í fullum rétti þegar
þeir ákveða hvernig Austurvöll-
ur skuli notaður en engu að síð-
ur er eðlilegt að starfsmenn
nærliggjandi húsa hafi ríka
skoðun á því sem þar fer fram.
Ásdís Sigurðardóttir vinnur á
Thorvaldsen og er hrifin af sýn-
ingunum. „Mér finnst þetta æðis-
legt. Austurvöllur er frábær
staður og mér finnst frábært að
eitthvað svona sniðugt sé gert
hérna því þetta lífgar upp á mið-
bæinn.“ Hún telur Austurvöll
alls ekki vanvirtan með sýning-
arhaldinu og telur grasið ekki
fara illa þótt fólk spígspori um
það og skoði myndirnar.
Sonja Magnúsdóttir starfar í
móttökunni á Hótel Borg í sum-
ar. „Fyrir ferðamenn er þetta
örugglega mjög skemmtilegt,“
segir hún en það eru helst út-
lendingar sem dvelja á hótelinu.
Líklegt verður að telja að flestir
þeirra leggi leið sína yfir Póst-
hússtrætið og berji myndirnar
augum. „Mér finnst í fínu lagi að
á Austurvelli sé annað slagið
eitthvað að sjá fyrir landsmenn
og erlenda ferðamenn en það má
ekki ofgera því,“ segir Sonja,
sem þó hefur smá áhyggjur af
grasinu.
Séra Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur er á báðum áttum
í málinu en tekur skýrt fram að
hann sé feginn því hvað borgin
hefur lifnað yfir sumarið. „Ég
er mjög glaður yfir þeirri list
sem þarna hefur verið sýnd
undanfarin ár og vænti einnig
góðs af listinni nú í sumar. En ég
neita því ekki að mér finnst
steinsteypan dálítið mikil og
velti fyrir mér hvort ekki sé
skynsamlegra, að minnsta kosti
stundum, að fara með allt þetta
grjót á Ingólfstorg, þar er grjót
hvort eð er.“ bjorn@frettabladid.is
SVONA ERUM VIÐ
Eyþór Arnalds hefur síðastliðna
mánuði verið eins og jójó milli
Lundúna og Íslands. Hann starfar
hjá fyrirtækinu Enpocket sem
þjónustar farsímafyrirtæki og
sameinaðist Landmati á síðasta ári
en þar starfaði Eyþór áður. Aðal-
skrifstofur fyrirtækisins eru í
London og því kallar vinnan á mikil
ferðalög. Eyþór var á leið heim til
Íslands í gær en hann reynir að
vera að minnsta kosti tíu daga í
hverjum mánuði í Reykjavík. Þá
eyðir hann eins miklum tíma með
börnum sínum og hann getur.
„Já, það er aðeins lengra í vinn-
una,“ segir Eyþór kíminn, þegar
hann er spurður hvernig honum
líki þessi ferðalög. London sé
skemmtileg borg en hins vegar
sjái hann ekki fram á að vinna við
þetta lengur en út árið. Hvað tekur
við er ekki víst. „Það verður eitt-
hvað spennandi,“ segir Eyþór, sem
hefur lítið komið nálægt tónlistinni
í lengri tíma. Hann segir þó að það
sé með tónlistina eins og hjólið.
Maður gleymi því ekki svo glatt.
Eyþór ætlar að taka sér eitt-
hvert frí í sumar. Þá ætlar hann að
vera hér heima. „Það er best að
vera á Íslandi, það er ekki spurn-
ing,“ segir hann og er feginn að ís-
lenska sumarið skuli loksins vera
komið. Draumastaður Eyþórs er
uppi við Álftavatn og ætlar hann
að reyna að verja einhverjum tíma
þar í sumar ásamt börnum sínum.
Fer›ast til London í vinnuna
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EYÞÓR ARNALDS
!"#$%%&
' (
(
) *
+,,,,,,,,
-
.$ /
- . % /
- . % /
0$"1%%%23 3
*
'4
, ' *
5 ' 3
6
') *
4
*
'
7
' *
8
)
90 :4
"
& ;#&11 *
5 *
$
( '
2
*
* *
!"
#$$ < 3
)
%!
"
%
&'(
!
)
$$$
*
+"
,
*
-
.
%
/// 0
1
2
=>
?
+;11@$AA
( '+;11@$%%
*'BC
DDD
#
Á BÁÐUM ÁTTUM Séra Hjálmar veltir fyrir sér hvort
grjótstöplarnir eigi ekki betur heima á Ingólfstorgi en
væntir góðs af list sumarsins.
HALLDÓR er ósátturSTEINUNN heldur sínu striki
Ólafur Stefánsson garðyrkjubóndi að
Syðri Reykjum í Biskupstungum orti
um bréf Halldórs:
Halldór Blöndal heimaríkur
hugar að Austurvelli.
Ráðhúsklíku Reykjavíkur
rekur hann burt í hvelli.
Séra Hjálmar Jónsson hugsaði stutt-
lega um málið og kvað svo:
Austurvöllur blómskrúð er
og brosir öllum móti.
En hvort er magnið meira hér
af menningu eða grjóti?
Blíða á Kárahnjúkum:
Vaknar
klukkan sex
„Það hefur
verið blíða á
Kárahnjúkum
síðustu daga,“
segir Oddur
F r i ð r i k s s o n ,
sem vinnur að
v i r k j u n a r -
fræmkvæmd-
unum þar efra.
Þegar svo hátt-
ar til starfa menn í glaða sólskini
frá morgni til kvölds. „Glugginn
minn snýr í austur og ég er glað-
vaknaður klukkan sex á morgn-
ana.“ Oddur grætur það ekki enda
fegurðin talsverð. „Morgnarnir
hér eru fallegir og kvöldin líka,“
segir hann.
Fimm stiga hiti var á Kára-
hnjúkum um miðjan dag í gær.
- bþs
ODDUR FRIÐ-
RIKSSON Vaknar
við morgunsólina
á Kárahnjúkum.
SÁTTAR Sonja á Borginni og Ásdís á Thorvaldsen eru ánægðar með sýningahaldið á Austurvelli.TÍMAMÓTUM FAGNAÐ Vladimír Pútín,
forseti Rússlands, og Nursultan Nazarbajev,
forseti Kasakstan, stilltu sér upp fyrir
myndatöku á geimflaugaskotpallinum í
Baikonur í Kasakstan. Hálf öld er liðin síð-
an pallurinn var tekinn í notkun.
ÁRIÐ 2003 VORU 24 KVIKMYNDAHÚS
Á ÍSLANDI SEM ALLS GÁTU TEKIÐ
8821 Í SÆTI.
Heimild: Hagstofan