Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 24

Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 24
Morgunblaðið hefur að undan- förnu kynnt landslýð athyglis- verða stjórnmálagreiningu. Það gerðist t.d. í nýlegum Stakstein- um og svo í ítarlegri útfærslu í Reykjavíkurbréfi um síðustu helgi. Svo virðist sem þetta séu eins konar viðbrögð við niður- stöðu úr formannskjöri Samfylk- ingarinnar. Ritstjórar Morgun- blaðsins hafa á umliðnum misser- um sjálfir gert sér far um að tengja ritstjórnarskrif sín og pólitíska stefnu blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn og forustu hans – samanber ákvörðun þeirra um að setja áramótagrein Davíðs Oddssonar á viðhafnarstað. Því er ekki óeðlilegt að álykta að í greiningu Morgunblaðsins megi finna vísi að þeirri herstjórnar- list, sem Sjálfstæðisflokkurinn hyggst beita í stjórnmálunum fram til næstu kosninga. Það kemur þó á óvart að þeir leikir sem nú eru valdir í hinni pólitísku refskák eru síður en svo nýir af nálinni. Þvert á móti eru þetta gamlir uppvakningar: meint ógn af vinstristjórnum annars vegar og hermálið hins vegar. Hefðbundið er að skilgreina sem vinstri-stjórn, þá stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki þátt í. Morgunblaðið hefur nú skilgreint nýja „ógn“, sem aug- ljóslega er sýnu verri en sú fyrri, en það er „hreinræktuð vinstri- stjórn“. Það er stjórn sem hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn- arflokkur taka þátt í. Það er m.ö.o. samstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Samkvæmt greiningu Reykjavíkurbréfs er talsverður munur á því hvort um „hreinræktaða“ vinstri-stjórn er að ræða eða bara hefðbundna vinstri-stjórn. Það er vegna þess að í Framsóknarflokknum voru til skamms tíma tveir armar, hægri armur og vinstri armur. Hægri armurinn, að sögn blaðs- ins, tengdist viðskiptalífinu og SÍS og gaf þessum vinstri-stjórn- um það litla jarðsamband sem þær höfðu. Mogga þykir þó ekki mikið hafa komið til þessara stjórna, enda hafi þær verið „misheppnaðar ríkisstjórnir sem skildu eftir sig mikil vandamál, sem aðrir urðu að hreinsa upp,“ svo notað sé orðalag Reykjavík- urbréfs. Það er þó merkileg til- viljun að Morgunblaðið skuli gleyma síðustu „vinstri-stjórn- inni“, ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar frá 1989-1991, sem sigraðist á verðbólgunni og lagði grunninn að þjóðarsáttinni! Steingrími er þó ekki alveg gleymt og ekki heldur föður hans, Hermanni Jónassyni, því þeir eru einmitt sagðir hafa verið helstu leiðtogar hins draumórakennda vinstri arms, arms sem blaðið segir raunar vera horfinn úr flokknum núna. „Eftir stendur hægri armurinn og fólk sem er óánægt, ekki vegna óánægju með stefnu flokksins heldur eigin stöðu og skort á frama,“ segja flokkshollir ritstjórar um sam- starfsflokkinn. Og ekki nóg með að blaðið telji flokkinn orðinn ein- fættan framagosaflokk heldur er formaðurinn Halldór Ásgrímsson á síðasta söludegi: „...miðað við þann tíma, sem hann hefur verið virkur í stjórnmálum má gera ráð fyrir að nú sé komið fram á seinni hluta valdatímabils hans í flokkn- um“. En hættan við hina hreinu vinstri-stjórn er þó ekki einvörð- ungu falin í því að þar fari „mis- heppnuð stjórn sem muni skilja eftir sig mikil vandamál“. Hætt- an felst ekki síst í utanríkisstefnu slíkrar stjórnar, enda telur Morg- unblaðið einsýnt að stjórnarherr- ar af þessu sauðahúsi muni rjúka til og reka herinn úr landi. Blaðið les landsfundarsamþykktir Sam- fylkingarinnar þannig að flokkur- inn sé tilbúinn til að reka herinn úr landi og allir vita hvert hugur Vg stefnir í þessum málum. Þannig muni þessir tveir flokkar geta sameinast um að skilja land- ið eftir varnarlaust, sem sé fjarri því að vera uppörvandi hugsun fyrir gamla Alþýðuflokksmenn innan Samfylkingarinnar. Og það er einmitt í þessu samhengi sem það skýrist hvers vegna Morgun- blaðið telur ástæðu til að gera lít- ið úr Framsóknarflokknum og benda auk þess á að vinstrifótinn vanti. Án vinstri armsins er ekki líklegt að Framsóknarmenn taki þátt í vinstra samstarfi, og því ekki heldur um viðspyrnu eða jarðsamband að ræða frá hægri armi flokksins. Morgunblaðið er m.ö.o. að segja okkur að hættan á vinstri-slysum og varnarleysi sé raunveruleg og eina svarið að styðja duglega við bakið á Sjálf- stæðisflokknum. Herstjórnarlistin sem við get- um því átt von á frá Sjálfstæðis- flokknum á næstu misserum ef þessi stefna gengur fram mun því hljóma kunnuglega í eyrum margra. Slagorð um vinstri- hættur og varnarleysi munu þá taka að hljóma á ný. Nýrri póli- tískri stöðu verður mætt á stöðn- uðum sagnfræðilegum forsend- um. Finnist fólki það hafa heyrt orðræðu Morgunblaðsins áður þá er ekki bara á ferðinni hin merki- lega endurtekningarupplifun sem kölluð er „deja vu“. Fólk hefur í raun og veru heyrt þetta áður! ■ Ú tflutningsiðnaður og ferðaþjónustan eru fórnarlömb hásgengis krónunnar. Ein meginástæða hins háa gengis er aðmati hagspekinga stórframkvæmdirnar á Austurlandi og húsbyggingasprengjan á höfuðborgarsvæðinu, auk annarra utan- aðkomandi þátta sem erfitt er að hafa hemil á. Það hefur lengi verið vitað að þessar miklu framkvæmdir eystra myndu hafa áhrif á okkar litla hagkerfi, og svo þegar við bætist þenslan á höfuðborg- arsvæðinu er von að eitthvað láti undan. Litlir staðir á landsbyggðinni, þar sem sjávarútvegur er uppi- staðan í atvinnulífinu, eru í mikilli hættu vegna sterkrar stöðu ís- lensku krónunnar. Þetta hefur greinilega komið í ljós nú á síðustu dögum, þegar fregnir berast af hópuppsögnum á einum fjórum stöðum. Þarna er að vísu sums staðar um viðvarandi staðbundinn vanda að ræða, eins og á Bíldudal, þar sem 50 starfsmönnum sjávarútvegsfyrirtækis var sagt upp. Sjávarútvegur hefur um langt árabil átt undir högg að sækja á Bíldudal, og á það bæði við um rækjuvinnslu og bolfiskvinnslu, þannig að þetta er ekki nýtt á þeim stað. Engu að síður er þetta grafalvarlegt mál fyrir samfélag- ið á staðnum. Möguleikar þeirra sem sagt var upp á Stöðvarfirði og Reyðarfirði eru hins vegar meiri, því ef einhvers staðar er skortur á vinnuafli er það í þessum landshluta. Hjá Skinnaiðnaði á Akur- eyri dundu líka yfir uppsagnir um mánaðamótin. Innan þess geira hefur um árabil verið háð erfið barátta, og nú virðist sem þessi iðn- aður muni leggjast af. Seðlabankinn gerir grein fyrir stöðunni í efnahagslífinu í dag, og jafnvel má búast við tilkynningu um hækkun stýrivaxta. Þeir hafa nú á einu ári verið hækkaðir átta sinnum, og verða líklega um tíu af hundraði við áramót. Í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka má alltaf búast við hækkun einhverra vaxtaflokka hjá bönkunum. Ekki bætir það stöðu útflutningsatvinnuveganna að þurfa bæði að búa við hátt gengi krónunnar og háa vexti. Slíkt gengur reyndar ekki upp til lengdar og því verða stjórnvöld og Seðlabankinn að vera samstiga í því að ná tökum á efnahagslífinu. Sem betur fer stjórn- ar grátkórinn svokallaði nú ekki lengur gengi íslensku krónunnar, en með þessu framhaldi er ljóst að í haust kemur til endurskoðun- ar á ákvæðum kjarasamninga og verðbólgan fer upp fyrir þau mörk sem sett hafa verið. Áður en það gerist hefur fleiri sjárar- útvegsfyrirtækjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum væntanlega blætt út miðað við óbreyttar aðstæður. Ef sú verður raunin eru stóriðjuframkvæmdirnar og húsnæðisþenslan á höfuðborgarsvæð- inu dýru verði keyptar og landsbyggðin ennþá veikari en áður. ■ 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Ein meginástæða hins háa gengis er að mati hagspekinga stórframkvæmdirnar á Austurlandi og húsbyggingasprengjan á höfuðborgarsvæðinu. Krónan veikir landsbygg›ina FRÁ DEGI TIL DAGS Á›ur en fla› gerist hefur fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum og ö›rum útflutningsfyrirtækjum væntanlega blætt út mi›a› vi› óbreyttar a›stæ›ur. Ef sú ver›ur raunin eru stóri›juframkvæmdirnar og húsnæ›isflenslan á höfu›borgarsvæ›inu d‡ru ver›i keyptar og landsbygg›in ennflá veikari en á›ur. Í DAG ÞJÓÐFÉLAGSGREINING MOGGARITSTJÓRA BIRGIR GUÐMUNDSSON Slagor› um vinstri-hættur og varnarleysi munu flá taka a› hljóma á n‡. N‡rri pólitískri stö›u ver›ur mætt á stö›nu›- um sagnfræ›ilegum forsendum. Vinstri-slys og varnarleysi?! Afturelding Viktors Arnar Það vill stundum vera með þá sem hafa atvinnu af því að skrifa, eða hafa skriftir að hlutastarfi, að þeir skrifa lítið annað en það sem þeir eru þekktir fyrir, hvort sem um er að ræða blaða- mennsku eða skáldsagnaritun. Viktor Arnar Ingólfsson spennu- sagnahöfundur heldur þó úti vef (mmedia.is/%7Evai/“) þar sem hann fjallar um ritstörf sín að ógleymdum öllum þeim hljóðbók- um sem hann hlustar á og virðist enginn skortur á. Í síðustu færslu hans kemur fram að hann undirbýr útgáfu tveggja bóka, annars vegar þýskrar útgáfu Flateyjargátu, hins vegar nýrrar skáldsögu sem hann ljóstrar upp hvað á að heita, Afturelding. Þar segir hann líka frá því að hann sé þegar bú- inn að selja útgáfuréttinn að nýju skáldsögunni til Þýskalands og telur hann að það geti reynst affarasælt þegar kemur að kynningu hennar hérlendis í haust. Veikist af höfundarverkinu Annar rithöfundur sem heldur úti bloggsíðu (agust- borgthor.blogspot.com) er smá- sagnahöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson, sem hefur undan- farna mánuði skrif- að af og til um það hvernig honum gengur að feta nýjar slóðir á rithöfund- arferli sínum. Hann vinnur nú að skrift- um stuttrar skáldsögu, nóvellu, sem hefur vafist mikið fyrir honum eftir ára- mót, skrifin stundum gengið vel en oftar illa og einu sinni fékk hann meira að segja sama sjúkdóm og aðalsögu- hetjan. Svo lendir hann í vandanum sem margir rithöfundar þekkja víst: „Nú kemur bomban. Í millitíðinni hef ég fengið hugmynd að annarri nóvellu. Mjög góða og áleitna hugmynd. Í augnablikinu hef ég ekki hugmynd um hvort nýja nóvelluhugmyndin fær að gerjast og skrifast á eftir hinni eða hvort ég ýti þessari til hliðar og byrja á þeirri nýju. Í versta falli verð ég ennþá blaðrandi hér um sögur í smíðum eftir fimm ár og engin bók komin út.“ brynjolfur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.