Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er föstudagur 3. júní, 154. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.17 13.26 23.37 AKUREYRI 2.25 13.11 23.59 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þröstur Björgvinsson, mjólkurfræðing- ur, hefur gaman af að spreyta sig í eldhúsinu, en langbestur er hann við grillið eins og svo margir kynbræður hans. „Ég er nú kannski ekki svo ýkja duglegur í miðri viku, þá sér konan um matseldina, en ég er ansi duglegur þegar eitthvað fínna stendur til,“ segir Þröstur. Nú þegar grillvertíðin stendur sem hæst er Þröstur í essinu sínu. Hann leggur líka áherslu á fallega uppdekkað borð og gerir það klárt áður en hann setur sig í grillstell- ingarnar. Hann segist aðspurður farinn að grilla allt milli himins og jarðar, en fyrir honum standi lambakjötið alltaf upp úr. „Við grillum kjúkling, fisk, grænmeti og ávexti, en uppáhaldið mitt er hvítlauks- og rósmarinkrydduð lambaprimesteik, sem ég kaupi í Kjötbankanum í Hafnarfirði. Þeir eru algjörir snillingar þar. Þetta grilla ég í sjö og hálfa mínútu á hvorri hlið og læt það svo standa í fimm til sjö mínútur á eftir til að jafna sig. Með kjötinu ber ég fram kart- öflusalat, kalda sósu og grillaða nýja sveppi. Sveppirnir eru einfalt og gott með- læti. Stilkarnir eru skornir af sveppunum, saxaðir og steiktir á pönnu með lauk og hvítlauk. Þá er sýrðum rjóma bætt á pönn- una og allt hrært saman, sveppirnir pensl- aðir með smjöri og jafningurinn settur inn í holuna á sveppunum, gráðostur ofan á og grillað.“ Í eftirrétt segir Þröstur grillaða ávexti langvinsælasta á sínu heimili. „Þá sker ég niður á álbakka banana, epli, jarðarber og hindber og set svo kókósbollur ofan á. Þessu er skellt á grillið í nokkrar mínútur. Rjómaís frá Emmess og góð íssósa með gerir þetta að algjöru lostæti.“ Hangir ekki fólk á girðingunni hjá þér í von um að vera boðið í mat? „Nei, grannarnir eru ekki síður liðtækir við grillið. Það eru grillmeistarar í hverjum garði núorðið,“ segir Þröstur hlæjandi. Þröstur gefur girnilega uppskrift að kaldri sósu og kartöflusalati á bls. 3. edda@frettabladid.is Grillmeistarar í hverjum garði tilbod@frettabladid.is Sigurstjarnan í Fákafeni er með 60% afslátt á öllum sín- um vörum. Þar eru gjafavörur í miklu úrvali og einnig pelsar. Sumarúlpur og jakkar eru seldir á hálfvirði í Topphús- inu í Mörkinni 6. Stærðirnar eru frá 36 upp í 54 og úrvalið er mikið. Einnig eru síðar ullarkápur í litlum stærðum á tilboðinu og alltaf er eitthvað að bætast við. Tískufatnaður og merkjavara er á hálfvirði í versluninni Outlet 10 í Faxafeni 10. Má þar nefna gallabuxur með merkjun- um Diesel, Levi's, Firetrap, Gas og Lee. Þá eru skódagar í full- um gangi í Outlet 10 og þýðir það 50-70% afsláttur. Það munar um minna. Silkitré og silki- blóm eru á 15% afslætti í verslun- inni Soldis sem er á Laugavegi 63 en gengið er inn frá Vitastíg. Silkiblóm eru sí- gild, hvort sem er um sumar eða vetur og þurfa litla um- hirðu sem kunnugt er. Sólin skín dag eftir dag og sundfötin koma í góðar þarfir. Nú er 40% afsláttur í Útilífi af O'Nell sundfötum sem tilheyra sumarlínunni frá því í fyrra. Útilíf er í Smáralind, Kringlunni og að sjálfsögðu í Glæsibæ. Þröstur Björgvinsson mjólkurfræðingur ber fram rauðvín frekar en mjólk með steikinni og segir að hvort tveggja sé gott í hófi. LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Loksins þegar ég kann að skrifa maí þá er kominn júní! Nýr gripur á hverjum degi BLS. 6 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.