Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 31

Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 31
7FÖSTUDAGUR 3. júní 2005 Í fyrra ákvað Reykjavíkurborg að gera Skólavörðustíg að svokall- aðri blómagötu enda er gatan miðstöð blóma, menningar, hand- verks, og hönnunar í miðbænum. Þá var gatan skreytt með blómum og skemmtileg dagskrá var í boði fyrir þá sem áttu leið hjá. Á morg- un verður blómadagurinn haldinn í annað sinn og af því tilefni verð- ur mikið um dýrðir á Skólavörðu- stígnum. Kaupmenn munu hafa dyr sínar opnar fyrir gesti og gangandi til kl. 17 og boðið verður upp á ýmsa skemmtidagskrá við götuna. Dagskráin hefst í raun í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, for- maður umhverfisráðs, afhendir íbúum og rekstraraðilum við Skólavörðustíg blóm til að fegra götuna. Afhendingin fer fram á torginu gegnt Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis kl. hálf ellefu. Á morgun verður búið að koma blómunum fyrir, gatan mun skarta sínu fegursta og vegfar- endur eiga von á skemmtilegri stemmningu. Á torginu við Spari- sjóðinn verður grænmetismark- aður og gengið verður um götuna með hjólbörur fullar af ávöxtum sem dreift verður ókeypis til veg- farenda. Fjórtán ára saxófónleik- ari, Gauti Sigurjónsson, ætlar að leika listir sínar, Kramhúsið sýnir afródans og magadansarar fara á kreik svo fátt eitt sé nefnt. Þá mun Birna Þórðardóttir standa fyrir menningargöngu um götuna og fræða gesti og gangandi um það sem fyrir augu ber á Skóla- vörðustígnum. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 13 og verður gangan ræst með klukkna- spili í kirkjunni sem Hörður Ás- geirsson, organisti í Hallgríms- kirkju, ætlar að stjórna. Það verður því nóg um að vera og tilvalið að skella sér í bæinn og eiga blómlegan dag. ■ Tilfinningar bornar á torg Á LÖNGUM LAUGARDEGI ER TILVAL- IÐ AÐ RÖLTA VIÐ Á HRESSÓ OG TJÁ TILFINNINGAR SÍNAR. Borgarbúum og gestum borgarinnar gefst kostur á að bera tilfinningar sínar á torg á löngum laugardegi. Til- finningatorgið verður starfrækt í Hressógarðinum við Austurstræti. Engin dagskrá verður í boði en ætl- ast er til þess að fólk búi sjálft til sína dagskrá með því að viðra tilfinn- ingar sínar, stórar og smáar, í gamni eða alvöru. Nú er tími ferðalaganna runninn upp og ýmsar tilfinningar sem vakna af því tilefni og svo er líka landsleikur í fótbolta þennan dag sem vafalaust vekur upp blendnar tilfinningar. Tilfinningatorgið stendur frá 14 til 18 og mun Elísabet Jökulsdóttir taka á móti gestum. Að venju verða ljúf- fengar veitingar í boði á Hressó. ■ Opnunartími á löngum laugardegi Á morgun er langur laugardagur í miðbænum. Verslanir verða ýmist opnaðar kl. 10 eða 11 og ekki lokað aftur fyrr en kl. 17 síðdegis. Það verður mikið líf í bænum, margt um að vera og því tilvalið að skreppa í bæinn til að sýna sig og sjá aðra. Fatahönnuðirnir Sæunn Huld Þórðar- dóttir og Jette Jocus standa á bak við verslunina Trilogiu á Laugavegi. Þar selja þær fatnað og fylgihluti og bjóða vegfarendum í leiðinni upp á myndlistarsýningu á veggjum búðar- innar. Í versluninni kennir ýmissa grasa en Jette segir að þær stöllur leitist við að vera með fatnað sem sé bæði sér- stakur og fínn. „Við seljum okkar eigin hönnun hérna undir merkinu Trilogia og svo erum við líka með umboð fyrir ýmsa aðra hönnuði, bæði íslenska og erlenda. Ég er hollensk og hef leitað uppi spennandi hönnuði frá Hollandi og Belgíu og Sæunn hefur ýmis sam- bönd í London þar sem hún hefur búið undanfarin ár,“ segir Jette. Að sögn Jette hefur búðinni verið vel tekið og þangað leita konur á öllum aldri. ■ Skemmtileg Trilogia á Laugaveginum Á DÖGUNUM OPNAÐI SPENNANDI VERSLUN VIÐ LAUGAVEG 7 SEM SELUR FALL- EGA HÖNNUN EFTIR ÍSLENSKA OG ERLENDA HÖNNUÐI. Í Trilogiu er seldur fatnaður eftir íslenska og erlenda fatahönnuði. 15% afsláttur af öllum vörum á föstudag og löngum laugardegi Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) Sími 551 2040 Líf og fjör á blómagötunni Skólavörðustíg Á morgun verður blómadagurinn haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg í annað sinn. Á morgun er blómadagur og þá mun Skólavörðustígurinn svo sannarlega springa út.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.