Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 40

Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 40
Þetta hamingjusama par gekk hönd í hönd um einn helgasta stað Íslands, Almannagjá á Þingvöllum. Mynd: Pjetur SJÓNARHORN SVIPMYND Flúðir: Þorp í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Íbúafjöldi: 317 um síðustu áramót. Upphafið: Flúðir byggðust í kring um skólann sem tekinn var í notkun 1929. Nafnið: Í upphafi var staðurinn kallað- ur Grafarhverfi en skólinn Flúðir og nafn skólans færðist yfir á hverfið. Sagan: Á Flúðum voru ýmsir dýrgripir Landsbókasafns Íslands og Þjóðskjala- safns Íslands geymdir í heimsstyrjöld- inni síðari ef ske kynni að loftárás yrði gerð á Reykjavík. Náttúruauðlindir: Mikill jarðhiti er í nágrenni Flúða. Atvinnugreinar: Svepparækt og græn- metisrækt er mikil enda ylur í jörðu, einnig trésmiðja, hótel, sumarhús og önnur ferðamannaþjónusta. 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR 16 Vissir þú ... ...að tré í stórborgum lifa að jafnaði í átta ár? ...að ólífutré getað lifað í allt að 1500 ár? ...að strandlengja Noregs er lengri en strandlengja Bandaríkjanna, jafnvel þótt Noregur sé 27 sinnum minni en Bandaríkin? ...að karlmenn kjósa almennt að hafa svefnherbergið hvítt en konur blátt? ...að vötnin í Finnlandi, landi hinna þúsund vatna, eru 187.888 talsins og eyjar landsins rétt aðeins færri eða 179.584? ...að kinkirðu kolli í Albaníu þá ertu að segja nei, en hristirðu höfuðið þá ertu að segja já? ...að í Japan eru um 200 eldfjöll og landið státar af 10% virkra eldfjalla í veröldinni allri? Flúðir í Hrunamannahreppi Gulli Helga Laugardagsmorgna 9-13

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.