Fréttablaðið - 03.06.2005, Side 42

Fréttablaðið - 03.06.2005, Side 42
Kynblindur markaður Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar leiðara í nýjasta fréttabréfi samtakanna þar sem hann ræðir um launamun kynjanna. Ari gagnrýn- ir málflutning þeirra sem hæst hafa um launamun kynjanna. „Það sýnist há um- ræðum um jafnfréttismál hér á landi að margt áhuga- fólk um launajöfnuð kynj- anna hefur tilhneigingu til að hafna tilvist mark- aðslögmála við launa- myndun og virðist halda að einhverjir sem „stjórni at- vinnulífinu“ geti bara ákveðið hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Ari og telur að slíkur málflutningur jafngildi höfn- un á markaðslögmálunum. Hann segir enn fremur að það sé engum í hag að við- hafa ósanngjarna mismunun í launamálum því sá sem leyfi sér slíkt í atvinnurekstri tapi fyrir þeim sem lætur málefnaleg sjónarmið ráða för. Markaðurinn sé því kynblindur. Öryggi ofarlega í huga Í leiðaranum segir Ari einnig frá könnun sem gerð var í Danmörku fyrir skemmstu þar sem kannað var við- horf fólks til vinnu og launa. Þeir sem svöruðu voru flokkaðir í þrjá hópa. Í fyrsta hópnum fóru þeir sem meta starfsöryggi og gott umhverfi á vinnustað mest. Þeir sem falla í þennan flokk eru kallaðar „öryggistýp- ur“. Þeir sem leggja mesta áherslu á að fá stöðu- hækkanir eru kallaðir „framatýpur“ og þeir sem leggja mest upp úr því að fá góð laun og mikil hlunnindi eru kallaðir „launatýpur“. Könnunin leiddi í ljós að um helmingur kvenna flokkaðist í fyrsta hópinn, um þrjátíu prósent voru framatýpur og um tuttugu pró- sent voru launatýpur. Karlmenn skiptust hins vegar jafnt á alla flokkana, sem bendir til þess að þeir leggi mun meira upp úr launum heldur konurnar. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.061 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 211 Velta: 1.001 milljónir +0,48% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Lyf og heilsa hefur keypt versl- un Össurar við Suðurlandsbraut og tekið við göngugreiningarstarf- seminni sem þar var til húsa. Sigurjón Kristjánsson, aðstoð- arforstjóri Medcare, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann ætlar að ráðast í stofnun nýs frumkvöðla- fyrirtækis á sviði svefnrannsókna. Hann lætur af störfum 31. ágúst. FTSE-vísitalan í Lundúnum lækkaði um 0,12 prósent í gær. Í Þýskalandi hækkaði Dax-vísitalan um 0,11 prósent. Japönsk hluta- bréf lækkuðu í gær og féll Nikkei-vísitalan um 0,44 prósent. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarna daga og nú í kringum 54 Banda- ríkjadali á tunnu. 26 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Frá 8. október 2004 hafa félögin í úrvalsvísitölunni þróast með æði misjöfn- um hætti. Miklar breyt- ingar á FL Group, Kögun og Bakkavör skýra þær hækkanir sem orðið hafa á bréfum félaganna að mati Bjarka Logasonar hjá Landsbankanum. Föstudagurinn áttundi október verður lengi í minnum hafður meðal íslenskra fjárfesta. Þá fór úrvalsvísitalan í 3.947 stig, sem var hæsta gildi frá upphafi, en á mánudeginum eftir missti hún flugið og lækkaði um nítján prósent á fáeinum vikum. Í byrjun apríl náði úrvalsvísital- an að fara yfir 3.947 í fyrsta skipti síðan í október og stendur nú í rúmum fjögur þúsund stig- um. Vísitalan í heild hefur því hækkað um tæp 2,9 prósent frá 8. október. Tvö úrvalsvísitölufélög, FL Group og Kögun, hafa náð áber- andi bestri ávöxtun frá 8. októ- ber, en bæði skila þau yfir 40 prósent ávöxtun. Þá hefur Bakkavör hækkað um fimmt- ung. Actavis, Flaga og Össur hafa hins vegar lækkað mest, um fjórðung. Svo vill einmitt til að Actavis og Össur náðu hæsta gildi sínu frá upphafi þennan af- drifaríka föstudag. Bjarki Logason, hjá greining- ardeild Landsbankans, telur að hækkun FL Group, Kögunar og Bakkavarar sé komin til vegna mikilla breytinga á félögunum. FL Group hefur breyst gríðar- lega eftir að fyrirtækið tók upp fjárfestingarstarfsemi og hóf að kaupa hlutabréf og flugvélar. Rekstur Kögunar breyttist talsvert þegar félagið eignaðist Opin Kerfi. „Kögun hafði mikla möguleika til að stækka sem þeir hafa auðvitað gert á undan- förnu ári.“ Bakkavör hefur einnig tekið stakkaskiptum. Félagið hefur eignast Geest að fullu en Bjarki álítur að fram- legðarmarkmið, sem stjórnend- urnir settu fram þegar framtíð- arsýn félagsins var kynnt, hafi haft áhrif á hlutabréfaverðið undanfarna daga. „Uppgjör Actavis hefur ekki staðið undir væntingum mark- aðarins síðustu tvo ársfjórð- unga,“ segir hann. „Fjárfestar hafa einnig verið að bíða eftir fréttum af skráningu á breska markaðinn en þau áform hafa verið sett í salt í bili.“ Sú lækk- un sem hefur orðið á bréfum félagsins undanfarið er athygl- isverð í ljósi þess að það er að hefja útrás á Bandaríkjamark- að, sem er stærsti lyfjamarkað- ur í heimi. „Eftir mjög gott ár í rekstri Össurar á síðasta ári stóð upp- gjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs ekki undir vænting- um,“ segir Bjarki að lokum. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,60 +0,74% ... Atorka 5,97 +0,51% ... Bakkavör 35,50 -0,28% ... Burðarás 14,65 +0,34% ... FL Group 14,45 +0,35% ... Flaga 4,95 +1,64% ... Íslandsbanki 13,50 +0,75% ... KB banki 531,00 +0,57% ... Kögun 60,70 -0,16% ... Lands- bankinn 16,50 +0,61% ... Marel 56,80 +0,53% ... Og fjarskipti 4,02 - 0,50% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,80 – ... Össur 77,00 +0,65% Mest hækkun á FL Group og Kögun síðan í október Flaga 1,64% Íslandsbanki 0,75% Actavis 0,74% Og fjarskipti -0,50% SÍF -0,39% Bakkavör -0,28% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is           (      (  ( ) *   (   ,  (@""#$%%" 3   * 45   6,$  7 E 3'  )    3     0 @A%%% 33   * )    6,$  7 E  )  4 F8 4    4  '  4     '    0 @A%%% 333   * 1    68$  7 G3'     4  4     '   34   4  3 '  0 A1%%%   *  ( (  3          0 ( ( + 1!%%  5 * &  (  ' ( $%%@       ! #$$< 3 )            * 2       " 2 % - 2  ///  0  1    2   >* 'H   ? +;11@$;A  ( '+;11@$%% B* 'C DDD #  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N NÝJU FÉLÖGIN TOGA VÍSITÖLUNA UPP Þau félög sem ekki voru í Úrvalsvísitölunni í byrjun október hafa hækkað mest allra frá þeim tíma. Hlutabréf hafa hækkað mikið í verði á árinu en sé tímabilið frá upphafi október skoðað hefur ávöxtunin verið slök. Vegna mistaka við vinnslu fréttar í gær var því haldið fram að spár KB banka hefðu oftast verið lengst frá hagnaði fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni, það rétta er að Landsbankinn var oftast lengst frá hagnaði. Í fimm tilvikum var Lands- bankinn lengst frá hagnaði og í fjórum tilvikum voru Íslands- banki og KB banki lengst frá. Ef skoðað er hvaða banki kemst oftast næst hagnaði í spám sínum stendur Íslandsbanki best að vígi, í sjö tilfellum. KB banki kemst næst hagnaði fjórum sinn- um og Landsbankinn tvisvar sinn- um. Rétta taflan er birt núna. dogg@frettabladid.is HAGNAÐUR OG SPÁ GREININGARDEILDA BANKANNA Hagnaður* Spá Íslandsb. Spá Landsb. Spá KB banka Kaupþing Bank 11.439 11.270 11.300 – Landsbanki Íslands 6.045 5.296 – 5.070 Burðarás 4.619 5.384 4.820 4.297 Straumur Fjárfestingarbanki 4.577 3.132 5.265 4.460 Íslandsbanki 3.038 – 4.385 3.470 Samherji 676 438 675 Og fjarskipti 199 223 145 34 Kögun 105 145 255 155 FL Group 25 -11 -226 -341 Actavis Group 11,1 15,2 16,9 13,8 (í milljónum evra) Bakkavör Group 4,2 4,5 3,5 3,0 (í milljónum punda) Össur 3,2 3,6 3,8 3,8 (í milljónum dollara) Marel 1,8 1,8 2,0 1,9 (í milljónum evra) *Í milljónum króna nema annað sé tekið fram Spár Íslandsbanka oftast næst hagna›i Vegna mistaka við vinnslu fréttar í gær birtist nú leiðréttur samanburður á hagn- aði og spám greiningardeilda bankanna. Hampi›jan kaupir í HB Granda Hampiðjan keypti á þriðjudaginn sex milljónir hluta í HB Granda fyrir um fimmtíu milljónir króna. Fyrirtækið á um tíu prósent í HB Granda og er þriðji stærsti hluthaf- inn á eftir Vogun og KB banka. „Við höfum lengi verið hluthafi í Granda og viljum halda okkur í kringum tíu prósenta eignarhlut,“ segir Bragi Hannesson, stjórnarformaður Hampiðjunnar. HB Grandi samein- aðist Tanga um síðustu áramót og við það minnkaði hlutur Hampiðj- unnar í sameinuðu félagi. Hampiðj- an færir eignarhlutinn með hlut- deildaraðferð í bókum sínum. Stærsti hluthafi HB Granda og Hampiðjunnar er Vogun en í stjórn hennar sitja Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda sem á einnig sæti í Hampiðjunni, og Kristján Loftsson, stjórnarmaður í báðum félögum. Félög tengd þeim hafa verið að kaupa hlutabréf í HB Granda á liðnu ári. Hampiðjan hefur keypt um 1,4 prósent á tæpu ári, Vogun um sex prósent og Ker, sem er að fimm prósentum í eigu Vogunar, um 1,3 prósent. - eþa HAMPIÐJAN EYKUR HLUT SINN Hampiðjan vill eiga um tíu prósent í HB Granda. Náin eignartengsl eru milli félag- anna. VERÐÞRÓUN ÚRVALSVÍSITÖLUFÉ- LAGA FRÁ 8. OKTÓBER – 2. JÚNÍ Actavis -24,4% Atorka -0,5% Bakkavör 22,0% Burðarás -7,3% FL Group 47,4% FLAGA -23,3% Íslandsbanki 14,9% KB banki 5,8% Landsbankinn 5,5% Kögun 41,1% Marel 2,5% Og fjarskipti 4,7% Samherji -10,4% Straumur 14,6% Össur -25,6%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.