Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 52
Eftir langa bið, mikla umfjöllun og
geigvænlega spennu er loksins
komið að því að íslenskir aðdáend-
ur Sin City fái að sjá myndina.
Forsýningar verða á myndinni í
þremur kvikmyndahúsum um
helgina. Í kvöld verður myndin
sýnd í Smárabíó klukkan ellefu
um kvöldið, á morgun færist sýn-
ingin yfir í Laugarásbíó og verður
þá sýnd klukkan tíu um kvöldið og
loks verður síðasta sýningin á
sunnudaginn í Regnboganum
klukkan átta. Það þarf vart að taka
það fram að myndin er stranglega
bönnuð innan sextán ára.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um Syndabælið enda þykir leik-
stjóranum Robert Rodriguez tak-
ast einstaklega vel upp að fanga
anda samnefndra myndasagna
Franks Miller enda unnu þeir náið
saman að gerð myndarinnar og
Miller er titlaður sem leikstjóri
hennar ásamt Rodriguez. Þá er
beitt við hana nýrri tækni sem
kvikmyndaspekingar vestra segja
að eigi eftir að breyta kvikmynda-
heiminum. Leikarar myndarinnar
hittust varla og eyddu tiltölulega
stuttum tíma á tökustað. Hún er
öll tekin fyrir framan grænt tjald
sem síðan er notað til þess að
hanna umhverfið í tölvu. Þetta
gerði hlutverk leikaranna mun
auðveldara og skýrir að einhverju
leyti allan þann stjörnufans sem
finna má í henni.
Sin City segir þrjár sögur en
miðdepill hennar er Marv, leikinn
snilldarlega af Mickey Rourke,
sem heldur af stað í mikla hefnd-
arför eftir að kona sem hann svaf
hjá einu sinni er drepinn. Þá
kemur einnig við sögu ljósmynd-
ari sem drepur lögreglumann og
neyðist til að fela það og fyrrver-
andi lögreglumaður sem er hund-
eltur fyrir glæp sem hann framdi
ekki.
Gífurlegur fjöldi stórleikara
leggur myndinni lið ásamt áður-
nefndum Rourke. Bæði Clive
Owen og Bruce Willis fara með
stór hlutverk í myndinni auk
þokkagyðjunnar Jessicu Alba, Eli-
jah Wood og Benico del Toro. ■
36 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
A Lot Like Love
Internet Movie Database
5,0 / 10
Rottentomatoes.com
39% / rotin
Metacritic.com
6,5 / 10
Sin City
Internet Movie Database 8,3 / 10
Rottentomatoes.com 78% / fersk
Metacritic.com 7,4 / 10
FRUMSÝNDAR/
FORSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)
Skuggasund Syndabælisins
„Torture
you? That’s
a good idea.
I like that.“
Mr. Blonde sýnir af sér hrikalegan fautaskap
þegar hann heldur lögreglumanni í gíslingu í
myndinni Reservoir Dogs sem vakti verulega
athygli á leikstjóranum, Quentin Tarantino.
Lögreglumaðurinn asnaðist til þess að gefa
honum þá flugu í kollinn að píning væri góð
hugmynd. Lagið Stuck in the Middle With
You kemur töluvert við sögu í þessu atriði.
bio@frettabladid.is
Harðjaxlinn Mickey Rourke sýndi heldur betur
á sér mjúka hlið þegar hann var viðstaddur
frumsýningu kvikmyndarinnar Sin City. Hann
átti erfitt með halda tárunum aftur enda hefur
ferill þessa leikara ekki beint verið beinn og
breiður. Rourke átti við fíkniefnavandræði að
stríða þegar stjarna hans var um það bil að
verða sem stærst og sú fíkn gerði nánast út af
við hann. Hann átti enn fremur erfitt með að
hemja skapið sitt og lamdi konuna sína eins
og harðfisk. Öll þessi atriði leiddu til þess að
kvikmyndaverin vildu ekki sjá andlitið á hon-
um nálægt kvikmyndum sínum.
Það var ekki fyrr en Robert Rodriguez ákvað
að fá hann til þess að leika Marv í Sin City að
eitthvað virðist vera að rofa til hjá þessum
annars ágæta leikara.
Rourke vakti fyrst einhverja athygli í kvik-
myndinni Body Heat þegar hann lék undir
stjórn hins virta Lawrence Kasdan. Í kjölfarið bauðst honum
hlutverk í Rumble Fish sem Francis Ford Coppola leikstýrði og
varð sú mynd til þess að skjóta honum upp á
stjörnuhimininn sem svölum einfara er fór
sínar eigin leiðir.
Það hefur ætíð verið Akkilesarhæll Rourkes
að hann virðist hafa einstakt lag á að velja sér
lélegar myndir þrátt fyrir ótvíræða leiklistar-
hæfileika. Honum tókst þó að vekja athygli
aftur á sér þegar hann fékk Kim Basinger til
þess að fækka fyrir sig fötum og éta allskyns
mat í 9 1/2 week. Hann lék síðan Harry R.
Angel í Angel Heart og í kvikmyndinni Barfly
en síðan varla sögunna meir. Þær myndir sem
fylgdu í kjölfarið voru hroðalegar B-myndir og
ferill Rourkes fór fljótlega að sökkva dýpra
niður. Hann gerðist atvinnuboxari árið 1992.
Þeim ferli lauk eftir að hann hafði rotað and-
stæðinga sín tólf bardaga í röð.
Rourke virðist hafa lært af biturri reynslu og
ætlar sér ekki að falla í þá gryfju að fylgja eftir
góðri mynd með einhverju skelfilegu. Hann leikur í nýjustu
mynd Tony Scott, sem ber heitið Domino.
Har›jaxlinn Rourke lifnar vi›
TAK
TU
ÞÁT
T!
Taktu þátt þú gætir unnið: Meet the fockers
Lemony Snicket´s A Series Of Unfortunate Events
• Meet the parents SE • Aðrar DVD myndir
Kippur af Coke og margt fleira!
D3
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind Kópavogi Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb 199 kr/skeytið
HA HA HA
HA HA!
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
Golfmót
Kirkjubólsvöllur - Sandgerði (GSG)
Fiskbúðin Vör open
5.júní, sjómannadagurinn
Höggleikur með og án forgjafar
1. verðlaun að verðmæti 64.000,- kr
2. verðlaun að verðmæti 29.950,- kr
3. verðlaun að verðmæti 15.970,- kr
Nándarverðlaun á 2/11að verðmæti 6.000,- kr og fyrir
holu í höggi að verðmæti 150.000,-
Ekki hægt að vinna
með og án
Nánari upplýsingar á www.golf.is
MICKEY ROURKE Er loks-
ins kominn aftur í sviðsljós-
ið og ætlar sér stóra hluti í
framtíðinni.
Eitthva› í líkingu vi› ást
Það er ungstirnið Ashton Kutcher
sem leikur aðalhlutverkið í kvik-
myndinni A Lot Like Love ásamt
Amöndu Peet. Myndin segir frá
Oliver og Emily, sem hittust í
flugi frá Los Angeles til New
York fyrir sjö árum. Í því flugi
verða þau þess fullviss að þau
gætu ekki verið ólíkari hvort
öðru. Engu að síður hafa þau
verið að rekast hvort á annað síð-
an þá og verða því smám saman
góðir vinir. Þau geta deilt með
hvort öðru væntingum sínum og
vonbrigðum en aldrei virðast þau
tvö smella saman.
Amor lætur þó ekki á sér
standa og eftir sjö ár gera þau sér
grein fyrir því að það sem þau
hafa líkist kannski einhverju sem
kalla má ást. Söguþráðurinn í A
Lot Like Love minnir eilítið á
When Harry Met Sally, þar sem
Billy Crystal og Meg Ryan rekast
hvort á annað með reglulegu
millibili en eru sannfærð að þau
eigi ekki saman.
Leikstjóri myndarinnar er
Nigel Cole, sem meðal annars
gerði Saving Grace og Calendar
Girls. Ashton Kutcher þarf vart
að kynna en hann hefur notið
feikilegra vinsælda með þáttun-
um sínum Punk’d þar sem stjörn-
urnar eru gabbaðar með faldri
myndavél. Þar að auki hefur sam-
band hans og Demi Moore vakið
athygli, ekki síst fyrir langlífi
þess.
Amanda Peet er ein af upp-
rennandi stjörnum Hollywood.
Hún lék aðdáanda Bruce Willis í
Whole Nine Yards og er um þess-
ar mundir að leika í nýjustu mynd
þeirra George Clooney og Matt
Damon, Syriana. ■
KUTCHER OG PEET Emily og Oliver hittust í flugvél fyrir sjö árum. Örlögin virðast draga
þau saman þó sjálf geri þau sér ekki grein fyrir því alveg strax.
BRUCE WILLIS SEM HARTIGAN Hartigan er fyrrverandi lögreglumaður sem er hundeltur
af fyrrum félögum sínum fyrir glæp sem hann framdi ekki.