Fréttablaðið - 03.06.2005, Side 62

Fréttablaðið - 03.06.2005, Side 62
46 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Snæfríður Ingadóttir,fyrrum ritstjóri Iceland Express, hefur störf á mánudaginn sem ritstjóri Dægur- málaútvarps Rásar 2. Hún mun taka við af Sigtryggi Magnasyni sem eins og kunn- ugt er hefur tekið við rit- stjórn blaðsins Sirkus ásamt Önnu Margréti Björns- son, en blaðið er gefið út á vegum 365. Ekki er ljóst hversu lengi Snæfríður mun dvelja í Útvarpshúsinu en hún mun að minnsta kosti stýra Dægur- málaútvarpinu fram eftir sumri. Hún getur því verið þakk- lát fyrir að hafa fundið vespuna sína enda er löng leið frá miðbæn- um og upp í Efstaleiti. Þess má einnig geta að Snæfríð- ur og Sig- tryggur unnu eitt sinn saman á gamla DV. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-maður Orkuveitunnar, stendur í stórræðum sem aldrei fyrr. Eins og fram hefur komið skipuleggur Alfreð allt að 600 sumarhúsa land í landi Úlfljótsvatns. Alfreð hefur áður stýrt Orkuveitunni í ýmsar framkvæmdir sem ekki hefur verið sátt um þ.á.m. starfsemi Línu.Nets. Einn þeirra sem tengjast hinu nýja félagi Orkuveit- unnar og Klasa, dótturfélags Íslands- banka, er Ragnar Atli Guðmunds- son. Hann er skráður framkvæmda- stjóri Klasa en hann hefur áður komið að verkefn- um fyrir Orkuveit- una þar sem hann sat í fjölda ára í stjórn Línu.Nets. Lárétt: 1 bliknar, 6 kasta upp, 7 eignast, 8 tveir eins, 9 fæða, 10 gerast, 12 eins um i, 14 ennþá, 15 nes, 16 leit, 17 virti, 18 hró. Lóðrétt: 1 komin í heiminn, 2 tímabil, 3 tónn, 4 ómögulega, 5 sláa, 9 hagnað, 11 orm, 13 glaði, 14 hestur, 17 skóli. Lausn: 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Í tilefni þess að eitt þekktasta kennileiti Breiðholtsins fer í gegn- um mikla andlitslyftingu um þessar mundir, birtist í gær á þessari síðu viðtal við Sigtrygg Valgeir Jónsson, húsvörð í Asparfelli Efra-Breið- holtsins, en það láðist að birta mynd af blokkinni sjálfri í nýju litunum. Þótt blokkin sé ein af stærri bygg- ingum borgarinnar og áberandi út- vörður Efra-Breiðholts í austri, er ekki alveg víst að landsmenn hafi allir áttað sig á því um hvaða hús sé að ræða og því birtum við viðeig- andi mynd af þessum fagra andar- unga, sem margir hafa elskað að hnýta í og kalla ljótasta mannvirki höfuðborgarinnar. Hins vegar er enn og aftur bent á að Fellahverfið var nefnt meðal fegurstu staða lýð- veldisins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins núna í maí. Aspar- og Æsufell voru sannköll- uð framtíðarsýn þegar þær blokkir voru byggðar upp úr 1970, með sér- stökum frystihólfum fyrir íbúðirn- ar í sameign blokkarinnar, forláta þvottahúsum fyrir hverja hæð og sérútbúnum leiguherbergjum með baðherbergjum, sem enn í dag ná ekki að anna eftirspurn; rómað út- sýni yfir borgina, flóann, jökulinn og Esjuna, svo fátt sé upptalið úr gluggum þessa mikla mannvirkis. ■ Ljóti andarunginn ljómar skærast SIGTRYGGUR VALGEIR JÓNSSON HÚSVÖRÐUR Í ASPARFELLI Stend- ur stoltur fyrir utan fjölmennustu blokk landsins sem nú fer í nýju fötin. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Gunnar I. Birgisson. Á Selfossi. Við Ungverjaland. Stefán Einar Stefánsson er 22 ára guðfræðinemi sem hefur umsjón með félagsstarfi vistmanna á Hrafnistu í Laugarásnum. Þetta er nokkuð óvenjulegt starf fyrir svo ungan mann og segir hann að einn forráðamanna heimilisins hafi sagt við sig: „Þú ert nú svolít- ið skrítinn.“ Stefán segist alveg geta tekið undir það og að hann sé kannski ekki eins og flestir tví- tugir krakkar. „Ég er ævaforn í hugsun og hef mikinn áhuga á þjóðfræði og íslenskri sögu. Þar eru íbúar Hrafnistu ótæmandi viskubrunnar enda margir fædd- ir fyrir frostaveturinn mikla.“ Þetta hófst með því að eftir að hafa farið í kokkteilboð með fé- lagi guðfræðinema á Hrafnistu til að kynna sér starfsemina ákvað Stefán að koma þangað aftur á páskaföstunni og lesa upp úr Passíusálmunum, ásamt því að segja frá lífshlaupi Hallgríms Péturssonar á nýstárlegan hátt. Upp úr því höfðu stjórnendur heimilisins samband við Stefán með það í huga að hann tæki að sér þetta starf. „Ég hafði ekki unnið neitt svipað starf áður en bjó þó hjá ömmu minni í 6 ár. Ég sat allnokkra fundi með stjórn- endum áður en þeir réðu mig því þeir tóku sér tíma í að vega mig og meta, enda mikilvægt starf.“ Stefán segir að honum finnist þetta mikið skemmtilegra en að vinna með börnum, sem flestir skólafélagar hans í guðfræðinni taki þátt í. Stefán segir starfið vera mjög fjölbreytt. „Við byrjum daginn á upplestri úr blöðunum og svo lesum við einnig upp úr skáldsög- um eða ævisögum. Við erum ný- komin úr messu úr Grafarvogin- um og svo höldum við sjómanna- daginn mjög hátíðlegan.“ Á sjó- mannadaginn verður opið hús á Hrafnistu og sýning á handverki íbúa. Svo er næst á dagskrá að fara í dagsferð með Kiwan- ismönnum upp í Hvalfjörð og á Akranes. „Við höldum líka ofsa- lega skemmtileg bjórkvöld einu sinni í mánuði, með harmonikku- leik og dansi.“ Stefáni líður mjög vel og er ánægður í starfinu. „Ég læri meira af þessu fólki en í nokkrum skóla og þau hafa svo margt að gefa. Þau horfa á lífið frá sjónarhorni reynslu en ekki tilfinninga og búa því yfir meiri visku og æðruleysi en yngra fólk. soleyk@frettabladid.is STEFÁN MEÐ VISTMÖNNUM Frá vinstri: Þorsteinn Hansson, Stefán Einar Stefánsson, Matthía Jónsdóttir og Kristján Jóhannsson. STEFÁN EINAR STEFÁNSSON: 22 ÁRA SKEMMTANASTJÓRI Á HRAFNISTU Æskulýðsfulltrúi á elliheimili FRÉTTIR AF FÓLKI ... fær íslenska sundfólkið á Smá- þjóðaleikunum í Andorra sem hefur staðið sig frábærlega. Þau hafa landað hverju gullinu á fæt- ur öðru og tekist að sanna enn og aftur að Íslendingar eru fremstir meðal jafningja. HRÓSIÐ Ég heyrði frasa í bíómynd um daginn sem festist í hausnum á mér eins og vont lag í útvarpinu. Setningin var: „Never drink and dial!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Aldrei staupa og stimpla!“ Þetta hefði átt að vera búið að segja mér fyrir löngu! Einu sinni hafði ég verið að skemmta mér á ákveðnum stað í Reykjavíkurborg. Daginn eftir vakna ég hin ánægðasta með útkomu helgarinn- ar. En sú ánægja varði aðeins þangað til að ég fletti í gegnum skilaboðin sem ég hafði sent kvöldið áður. Þá rakst ég á eitt sem ég hafði sent ákveðnum manni sem ég átti yfir höfuð alls ekki að vera að senda skilaboð og ég hafði ekki verið í neinum sms-sendingum við fyrr um kvöldið. Í skilaboðinu stóð: „Ok gott að heyra,,, Ég hef aftus satus á alter kb-kaupara. You’re lucky.“ Þá helltist stingurinn yfir mig eins og heil tengdafjölskylda og ég féll í djúpa eftirsjá. Allir sem hafa verið „single“ eftir að gsm-sms-menn- ingin hóf sitt skeið þekkja tilfinninguna að vakna morguninn eftir djamm. Eitt af fyrstu verkum þynnku- dagsins er að bursta í sér tennurnar og skoða „sent items“ eða „send skilaboð“ gærkvöldsins. Sú athöfn er mjög ákveðin; þá er best að setja sig í góða stellingu eins og undir sæng eða allavega með eitthvað nálægt sem maður getur breitt yfir sig þegar bjánabólurnar byrja að spretta. Svo er líka voða gott að hafa eitt stykki góða vinkonu við höndina sem er sniðug og hjálpar þér að breyta bömmernum í hláturskast. Síðan er síminn tekinn í hönd og ferlið hefst. Þá eru skilaboð djammkvöldsins tekin í einni runu og það er algerlega bannað að stoppa, nema þá rétt aðeins til að hlæja að stafsetningu, málfari og símanúmeravali. Svo þegar öll herlegheitin eru yfirstaðin er klárlega næst í stöð- unni að ýta fast á „eyða öllum skilaboðum“! Reyndir menn hafa komið með lausn á vandkvæðum þessa augnabliks sem allir einstæðingar kvíða. Sú lausn er að byrja daginn á því að velja strax „eyða öllum skilaboðum“, án þess að svo mikið sem líta öðru auganu á þau. Hér með ætla ég að koma með betra ráð fyr- ir alla sem eru heitir fyrir einhverjum og vilja með öllu móti halda andlitinu. Besta ráðið er að leggja aldrei núm- erið á minnið, skrifa það á miða og líma á ísskápinn áður en haldið er á djammið og eyða manneskjunni út úr símaskránni í gemsanum. Þá verður óhjákvæmilegi „daginneftirbömmer- inn“ hjákvæmilegur. Svo mæli ég með því að símafyrirtæki landsins taki sér fyrirtæki sömu tegundar annarra Evrópu- landa til fyrirmyndar og bjóði upp á jafn góða þjónustu og þau, sem er að læsa hringingum í ákveðin númer tímabundið. Trúiði mér, það bjargar helginni! Aldrei staupa og stimpla! Enginn viðbjóður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI REYKJAVÍKURNÆTUR > HARPA PÉTURSDÓTTIR RÁÐLEGGUR FÓLKI AÐ LEGGJA NÚMER EKKI Á MINNIÐ Lárétt: 1 fölnar, 6æla,7fá,8dd,9ala, 10ske,12kik,14enn,15tá,16sá,17 mat,18skar. Lóðrétt: 1fædd,2öld,3la,4afleita,5 ráa,9akk,11snák,13káti,14ess,17 mr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.