Fréttablaðið - 03.06.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 03.06.2005, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR Innritun fyrir sumarönn 23. maí - 6. júní á www.fa.is Skólameistari SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari er n‡ persónuleg fjármálafljónusta sem er sér- sni›in a› flínum flörfum og tryggir flér framúr- skarandi fljónustu og meiri ávinning. Kynntu flér máli› í næsta sparisjó›i e›a á www.spar.is. ánæg›ustu vi›skiptavinirnir í bankakerfinu sí›astli›in 6 ár spar.isSexfaldur sigurvegari Lán án ábyrg›armanna og afsláttur af lántökugjöldum Frítt debetkort 200 fríar debetkortafærslur á ári* Afsláttur af árgjaldi kreditkorts Sérkjör hjá Ver›bréfafljónustu Sparisjó›sins Endurgrei›sla persónutrygginga Frábær tilbo› hjá Og Vodafone, Plúsfer›um og Úrval Úts‡n …flá lögum vi› okkur a› flínum flörfum! *Gildir í Gull- og E›alfljónustu Hver sem flú ert… Af einyrkjum og öryrkjum Það er nú annars aldeilis bjartyfir landinu okkar sæla. Sem betur fer þarf maður ekkert að missa svefn yfir því að þar sé neitt að. Grundvallaratvinnugreinarnar smám saman að halla sér (hvort eð er of mikið slím og slor til þess að svona smartri þjóð sé ekki sama), ferðaiðnaðurinn í uppnámi (sem er í lagi vegna þess að hann er að mestu stundaður af einyrkjum). Og allir að verða öryrkjar. EN krónan er sterk. Hvað má sár- lasinni þjóð sem horfir á sína mjólk- urkusu leidda til slátrunar ekki vera sama þótt allt fari fjandans til, ef krónan hennar er sterk og útlend- ingar sjá um puðið. ÞAÐ er líka alveg sama hversu miklir öryrkjar við verðum, við munum alltaf eiga fallegustu kon- urnar, sterkustu mennina, hreinasta vatnið, flottustu arfleifðina. Við erum svo æðisleg að við getum leyft okkur að fjölga öryrkjum um fjöru- tíu prósent á fimm árum, ef okkur sýnist. HUNDRAÐ og fjörutíu atvinnu- lausir á landsbyggðinni á einu bretti. Sé kjarnafjölskylda á bak við hvern atvinnuleysingja, erum við að tala um á milli fimm og sex hundruð manns sem standa skyndilega uppi óbjargálna. Allar siðmenntaðar þjóð- ir, eins og við, vitum hvaða andlegu afleiðingar það hefur. Atvinnuleysi þýðir vonleysi, sem er ávísun á lang- vinna andlega slæmsku. Fjölskyldur splundrast, foreldrar missa fótanna, börn tapa áttum. Sem er bara gott, vegna þess að þá komumst við nær heimsmetinu í öryrkjaframleiðslu. EF við teljum einyrkjana í ferða- þjónustunni með, færumst við enn hraðar nær heimsmetinu. Þetta er bara eitthvert fólk sem hefur lagt allt sitt undir til þess að byggð megi haldast á landsbyggðinni – að áeggj- an stjórnvalda, sem hafa lagt til ein- hverjar krónur til styrktar framtak- inu, rétt eins og um árið þegar refa- bú var svarið, síðan minkabú, fisk- eldi, skógrækt, bændagisting. ÖRYRKJAFRAMLEIÐSLU- STEFNAN hefur varað svo lengi að við erum farin að trúa því að allt sé gott ef krónan er sterk. Kunnum ekki lengur við að gera kröfu um að fá að halda mannlegri reisn. ■ SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.