Fréttablaðið - 03.07.2005, Side 6
6 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR
BSRB hvetur stjórnvöld til aðgerða gegn fátækt:
Brúum bili› milli ríkra og snau›ra
FÁTÆKT Formaður og varaformenn
BSRB afhentu utanríkisráðherra
yfirlýsingu á föstudag, á baráttu-
degi sem kenndur er við hvíta
bandið. Þar hvetur stjórn BSRB
stjórnvöld og almenning til þess
að taka virkan þátt í því að brúa
þá gjá sem er milli ríkra og
snauðra í heiminum. Ögmundur
Jónasson formaður BSRB sagði
að það væri ein forsenda þess að
fátækt og örbirgð yrði upprætt að
komið yrði á fót stjórnskipulagi
sem laust væri við spillingu. „For-
senda þess að fjármunir í al-
mannaþágu nýtist sem skyldi er
opið og upplýst lýðræðissamfé-
lag.“
Stjórn BSRB telur jafnframt
mikilvægt að fulltrúar Íslands í
alþjóðastofnunum og alþjóðasam-
starfi beiti sér af alefli til stuðn-
ings fátækum þjóðum.
Þegar Davíð Oddson utanríkis-
ráðherra tók við yfirlýsingunni
kvaðst hann myndu kynna hana á
ríkisstjórnarfundi næstkomandi
þriðjudag. „Við höfum séð að
þeim fjármunum sem þjóðir
heims verja til þessa verkefnis
getur verið vel varið, sérstaklega
þegar því er fylgt eftir að þeim sé
raunverulega varið til sjálfshjálp-
ar en ekki einvörðungu til að frið-
þægja gefandann eins og einstaka
sinnum er.“ -jh
Níu ára stúlka misnotuð kynferðislega:
Fósturafi dæmdur í árs fangelsi
DÓMSMÁL Maður var af Héraðsdómi
Reykjavíkur dæmdur í tólf mánaða
fangelsi á föstudag og einnig til
þess að greiða fjögurhundruð þús-
und krónur í skaðabætur fyrir að
hafa brotið kynferðislega á dóttur
fósturdóttur sinnar. Maðurinn ját-
aði að hafa í þrjú til fimm skipti
nuddað kynfæri stúlkunar sem þá
var níu ára og látið hana fróa sér.
Við aðalmeðferð málsins var
leikin myndbandsupptaka þar sem
stúlkan segir frá því að maðurinn
hafi fiktað við kynfæri hennar, tek-
ið hana úr nærbuxum og komið við
þau innanklæða. Var þá stúlkan
gestur á heimili ömmu sinnar og
fósturafa en amma stúlkunnar var í
svefnherbergi sínu þegar atburð-
irnir áttu sér stað. Einnig var lögð
fram lækinsvottorð dr. Kristins
Tómassonar geðlæknis, þar sem
fram kemur að ákærði hafi fimm
sinnum leitað til læknisins vegna
kvíðakasta og ranghugmynda.
Hann hefði lýst því að hann taldi sig
hafa leitað á barnunga stúlki og
taldi að sér hefði ekki verið
sjálfrátt.
Upp komst um málið árið 2002
þegar móðir stúlkunnar fékk hana
til frásagnar eftir að stúlkan hafði
sagst eiga leyndarmál með afa og
kom þá fram hjá stúlkunni að hann
borgaði henni fyrir að ódæðinu
loknu. Lögð var fram kæra þann 26.
ágúst á síðasta ári.
Maðurinn játaði sök en sagðist
ekki muna skýrt eftir atburðunum
né var hann viss um hvað sér stóð
til með þeim en hann sagðist ekki
hafa notið þessara athæfa kynferð-
islega. -jse
Rafrænt skráningarkerfi:
Gætu lent á
bi›listum
NÁM „Nýtt rafrænt skráningarkerfi
tryggir aðgang allra grunnskóla-
nemenda til framhaldsnáms en þeir
sem hafa verið frá námi af ein-
hverjum orsökum gætu lent á
biðlistum. Við höfum enga yfirsýn
yfir þá sem hafa verið frá námi í
einhvern tíma og því ómögulegt að
tryggja aðgang þeirra að fram-
haldsnámi,“ segir Karl Kristjáns-
son, deildarstjóri skóla- og símennt-
unardeildar á skrifstofu mennta-
mála í Menntamálaráðuneytinu.
„Þeir sem státa af góðum ein-
kunnum eiga eðlilega betri mögu-
leika. Meðal framhaldsskólanem-
andi kostar ríkið 600.000 krónur á
ári og að sjálfsögðu viljum við að
þeir standi sig í framhaldsnámi.“ ■
Árásir Kúrda:
Tvær lestir
fóru af sporinu
ANKARA, AP Sex öryggisverðir lét-
ust og tólf slösuðust í Tyrklandi í
gær þegar tvær lestir fóru út af
teinunum. Orsök slyssins eru
kunn, kúrdneskir uppreisnar-
menn sprengdu tvær sprengjur á
lestarteinum, undir lestunum,
með þessum afleiðingum. Þriðja
sprengjan fannst ekki langt frá
þar sem fyrsta sprengjan sprakk
og tókst að aftengja hana.
Tyrkneska leyniþjónustan seg-
ir að kúrdneskir bardagamenn
hafi í æ meira mæli notað fjar-
stýrðar sprengjur í árásum sínum
síðan stríðið í Írak hófst. ■
Hefur þú neytt ólöglegra eitur-
lyfja?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Mun Live 8 átakið breyta ein-
hverju fyrir fátækt í heiminum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
76%
24%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ÖGMUNDUR JÓNASSON FORMAÐUR OG SJÖFN INGÓLFSDÓTTIR OG JENS ANDRÉSSON
VARAFORMENN BSRB ÁSAMT DAVÍÐ ODDSSYNI UTANRÍKISRÁÐHERRA Utanríkisráðherra
tekur við hvíta bandinu og hvatningu um baráttu gegn fátækt
Landgræ›slan leigir
sumarhúsaló›ir
SUMARBÚSTAÐABYGGÐ Land-
græðslan leigir út lóðir í sinni
eigu til sumarbústaðabyggðar.
Um er að ræða í kring um 45 lóð-
ir sem hver er fimm til tíu hekt-
arar að stærð.
„Landgræðslan á heilmikið
land sem hefur verið afhent út
af uppblæstri. Fólk hefur mik-
inn áhuga á því að fá land til að
græða upp og svo hafa margir
áhuga á því að byggja,“ segir
Ásgeir Jónsson, sviðstjóri
landupplýsingasviðs hjá Land-
græðslunni, en stofnunin hefur
komið til móts við þetta með því
að skipuleggja reiti sem leigðir
eru út til fólks þar sem má
byggja. Nokkrar lóðir voru
leigðar út árið 1997 og nú er ver-
ið að skipuleggja enn fleiri, auk
þess sem verið er að setja inn á
skipulag lóðir sem leigðar voru
út fyrir tuttugu til þrjátíu árum.
„Við höfum haft þann háttinn
á að menn borga litla leigu fyrir
skikann á meðan bara er upp-
græðsla á honum, en um leið og
fólk fer að byggja hækkar leig-
an upp í það sem við höldum að
sé markaðsvirði. Þetta er gert
svo Landgræðslan lendi ekki í
samkeppni við einkaaðila.“
Aðspurður um tekjur Land-
græðslunnar af leigunni segir
Ásgeir að þetta sé ekki hugsað
sem tekjumöguleiki fyrir stofn-
unina. Þvert á móti sé þetta að-
ferð til að græða upp land og fá
fólk til að taka þátt í því. Hann
neitar því þó ekki að ef margir
fari að byggja þá hafist af þessu
þó nokkrar tekjur.
Meirihluti stjórnar Orku-
veitu Reykjavíkur var fyrr í
sumar mjög gagnrýnd af minni-
hluta Sjálfstæðismanna í stjórn-
inni fyrir að ætla að standa að
byggingu sumarbúsaðabyggðar
við Úlfljótsvatn. Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í
OR, segir að ekki sé alveg um
sambærileg mál að ræða og
tekur fram að hún þekki ekki
mál Landgræðslunnar. „Orku-
veitan er hluti í fyrirtæki sem
ætlar sér að búa til og reka heilt
samfélag með sex hundruð hús-
um en ekki bara leigja lóðir til
einstaklinga.“ Þorbjörg bætir
við að sama grunnhugmynd
hljóti að ganga yfir alla og að
hún sé almennt mjög á móti því
að ríkisfyrirtæki, eins og fyrir-
tæki í eigu sveitarfélaga, séu í
samkeppni við einkaaðila. -at
Landgræ›slan hefur um langt skei› leigt ló›ir me›al annars til sumarhúsabygg›-
ar. Orkuveita Reykjavíkur var gagnr‡nd fyrir a› ætla a› rá›ast í sumarhúsa-
bygg›. Stjórnarma›ur í OR segir sömu grunnhugmynd eigi a› ganga yfir alla.
SUMARHÚSABYGGÐ Á SUÐURLANDI Landgræðslan leigir um 45 lóðir sem hver er fimm til tíu fermetrar undir sumarbústaðabyggð og
uppgræðslu. Greiða þarf lága leigu fyrir lóðirnar þegar hún er notuð til uppgræðslu en leigan hækkar þegar byrjað er að byggja.
Sjúkraliðafélag Íslands:
Umtalsver›ar
kjarabætur
KJARASAMNINGAR Sjúkraliðafélag Ís-
lands hafa skrifað undir kjarasamn-
ing við ríkið, og felur hann í sér um-
talsverðar kjarabætur fyrir sjúkra-
liða. Framlög til endur- og símennt-
unar verða aukin og orlofs- og per-
sónuuppbót hækkuð. Jafnframt
verða tryggingar vegna örorku og
slysa auknar og framlag ríkis til
fjölskyldu- og styrktarsjóðs félags-
ins hækkað. Í maí 2006 verður tekið
upp nýtt launakerfi með nýrri launa-
töflu hliðstætt töflu BHM. Samning-
urinn verður kynntur á almennum
fundi fyrir sjúkraliða í Reykjavík og
nágrenni á mánudag. ■
BANDARÍKIN
FRUMHERJI HÆTTIR Sandra Day
O'Connor, fyrsta konan sem var
skipuð í Hæstarétt Bandaríkjanna,
hefur ákveðið að láta af störfum,
75 ára að aldri. Ronald Reagan
skipaði hana í embætti árið 1981 og
hefur hún oft farið milliveginn
milli afstöðu hægri- og vinstrisinn-
aðra dómara í dómstólnum.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Maður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi
á föstudag og til að greiða fjögurhundruð
þúsund krónur í skaðabætur vegna kyn-
ferðislegrar misnotkunar á dóttur fóstur-
dóttur sinnar.
Henry Kissinger:
Sér eftir gömlu
norninni
INDLAND, AP Henry Kissinger, fyrr-
um utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, segist sjá eftir því að hafa
kallað Indiru Gandhi, þá forsætis-
ráðherra Indlands, gamla norn í
samtali við Richard Nixon, þáver-
andi Bandaríkjaforseta, árið 1971.
Upptökur með ummælum Kiss-
ingers voru gerðar opinberar fyrr í
vikunni. Kissinger segir að taka
verði tillit til þeirra aðstæðna sem
voru uppi þegar hann lét orðin falla.
Þá hafi kalda stríðið verið í algleym-
ingi og Bandaríkjamenn lagt sig
fram um að vera vinveittir Gandhi
og Indlandi en ekki þótt sem hún
endurgyldi það. ■
EVRÓPUMÁL
HEIMSÓKN HOLLENSKS RÁÐ-
HERRA Atzo Nicolai, Evrópumála-
ráðherra Hollands, fundaði með
Geir H. Haarde fjármálaráðherra á
miðvikudag í fjarveru Davíðs
Oddssonar utanríkisráðherra. Þró-
un ESB stjórnarskránnar var rædd
og afstaða Íslands til aðildar að
ESB. Einnig töluðu ráðherrarnir
saman um EES samninginn og
ýmis mál milli Íslands og Hollands.