Fréttablaðið - 03.07.2005, Side 14

Fréttablaðið - 03.07.2005, Side 14
Hvernig hemja má valdið? Emeritus Sigurður Líndal laga- prófessor er sérfróður um stjórnskipunarrétt og mikill áhugamaður um grundvallar- þætti stjórnarfars. Á fundi Þjóð- arhreyfingarinnar í nýliðnum mánuði sté hann í pontu í hinum sögufræga þjóðfundarsal í Menntaskóla Reykjavíkur. Sig- urður tók til máls um þrískipt- ingu valdsins og fyrirhugaða endurskoðun íslensku stjórnar- skrárinnar. Blaðamaður settist niður innan um bækurnar á heimili Sigurðar og ræddi við hann um þrískiptingu valdsins. Sigurður Líndal hefur orðið: Hvernig hemja má valdið „Þrískipting valdsins í fram- kvæmdavald, löggjafarvald og dómsvalds er að vísu ekki mjög gömul en að skipta valdi í þjóð- félaginu hefur verið til allt frá fornu fari, hjá Grikkjum og Rómverjum svo dæmi séu nefnd. Elsta skiptingin og sú sem leiddi reyndar oft til átaka er milli þjóðhöfðinga og þings eða skipting í samkomu höfð- ingja og alþýðu annars vegar og þjóðhöfðingja hins vegar. Svo megum við heldur ekki gleyma skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga sem er ef til vill enn mikilvægari. Og þá hefur frá fornu fari verið deilt um það hvað eigi að vera undir miðstjórn ríkis og hvaða vald eigi að fara með í héruðum eða á s v æ ð u m m i l l i miðstýringar og valddreifingar. Þetta er annað átakamálið. Svo kemur þriðja atriðið og það er þrískipting ríkisvaldsins sem oft er kennd við Montsesquieu. John Locke átti ekki minni þátt í henni og þessi skipting á sér raunar rætur aftur til miðalda. Þrískiptingin er í dönsku stjórn- arskránni frá 1849 og átti meðal annars rætur að rekja til Frakk- lands. Hún miðar að því að hver þáttur ríkisvaldsins hafi hemil á hinum. Að koma á jafnvægi og gagnkvæmu eftirliti. Segja má að löggjafarvaldið sé valdamest og mikilvægast. Það er skipað þjóð- kjörnum mönnum og hefur að því leyti nánust tengsl við fólkið ef svo má segja. Síðan er það framkvæmdavaldið sem er háð löggjafanum þar sem þingræði er viðurkennt. Annars staðar er það sjálfstætt þar sem tengslin eru ekki fyrir hendi. Loks er það dómsvaldið og oft er álitamál hvernig þessi skipting virkar í reynd.“ Styrkja þarf stöðu þingsins „Við búum við þingræði og þing- ræðið hefur leitt til þess að skil- in milli löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds eru lítil. Skilin eru óljós eðal óglögg. Og það virðist hafa þróast þannig hér á landi að ríkisstjórn sé að sumu leyti orðin helst til áhrifamikil á kostnað þingsins. Sumir kalla nú Alþingi afgreiðslustofnun ríkis- stjórnarinnar. Ég vil nú ekki komast þannig að orði en mér finnst ríkisstjórn,framkvæmda- valdið, hafa sótt í sig veðrið og ég hef áður orðað það svo að rík- isstjórnin sé raunverulega eins og önnur deild Al- þingis. Mál eru þar rædd. Þar eru atkvæða- greiðslur og mér sýnist að þingmenn sæk- ist mjög eftir að komast í þessa nýju deild; ég veit ekki hvort ég ætti að kalla hana efri deild eða lávarðardeild, sem er þá valdameiri. Og vilji helst ekki fara þaðan þeg- ar þeir á annað borð hafa tekið sæti í henni. Þeim finnst mörgum að pólítískur ferill þeirra hafi mis- heppnast komist þeir ekki í þessa deild. Þarna er viss röskun milli framkvæmda- valds og löggjafarvalds. Að sumu leyti finnst mér þetta vera áhyggjuefni. Við kjósum ekki ráðherrana. Við vitum aldrei hvernig ríkisstjórn verður því menn ganga óbundnir til kosn- inga. Mér finnst að þarna þyrfti að vera meira jafnvægi. Ég teldi mjög mikilvægt við endur- skoðun stjórnarskrárinnar að styrkja stöðu þingsins. Þetta er umhugsunarefni.“ Getum við leitað fyrirmynda? „Já það eru til fyrirmyndir. Í Bandaríkjunum er til að mynda ekki þingræði. Þar hafa heyrst raddir um að beinlínis afnema þingræðið. Þingræðið er vitan- lega hugsað þannig að þingið hafi öll tök á ríkisstjórninni. Það er hugsunin á bak við þing- ræðið. Í Bandaríkjunum er ekki þingræði og þess vegna eru ráð- herrar kallaðir fyrir þingnefnd- ir þar og yfirheyrðir stranglega að manni skilst. Þótt við færum ekki alveg svo langt mætti hugsa sér að skilja mætti á milli þannig að þingmenn hættu þing- mennsku þegar þeir verði ráð- herrar. Jafnvel að utanþings- menn yrðu skipaðir ráðherrar. Sjálfsagt þykir sumum það helst til langt gengið. Þá eru ráðherr- arnir í raun framkvæmdastjór- ar þingsins og háðir stjórn með hliðstæðum hætti og í hlutafé- lagi þar sem stjórn ræður sér framkvæmdastjóra og hefur tögl og hagldir. Í Noregi er þetta þannig. Menn segja af sér þing- mennsku eða fá lausn meðan þeir eru ráðherrar og varamenn þeirra koma inn í staðinn.“ Þingið styðji eftirlitsstofnanir sínar „Auk þess má styrkja þingið og það hefur verið gert. Við meg- um ekki gleyma því að Ríkis- endurskoðun, sem mjög er á dagskrá þessa dagana, var sett undir yfirstjórn Alþingis og svo er það umboðsmaður Alþingis. En mér er ekki alveg ljóst hver staða þeirra er gagnvart þing- inu. Ég hef á tilfinningunni, með réttu eða röngu, að þingið styðji ekki þessar stofnanir sem skyldi. Þetta er hugboð mitt og ég fullyrði ekkert um þetta.“ Eru eftirlitsstofnanir þingsins undir hæl ríkisstjórnarinnar? „Ég hef grun um það og ótt- ast þetta. Menn verða að hafa í huga að með þessum stofnunum var ætlunin að styrkja eftirlits- vald þingsins. Og ég held að það hafi styrkst. Mér finnst hins vegar athyglisvert hvað lítið er gert með álitsgerðir umboðs- manns Alþingis. Ég verð ekki var við að þær séu mikið rædd- ar eða að þingmenn láti sig þær miklu skipta. Framkvæmda- valdið hefur oft brugðist mis- jafnlega við ábendingum um- boðsmanns. Mér finnst að þing- ið eigi að veita þessum tveimur stofnunum rækilegan stuðn- ing.“ Skipun hæstaréttardómara óvið- unandi „Og svo má vitanlega ekki gleyma dómsvaldinu. Varla er minnst á dómsvaldið í stjórnar- skránni. Ég tel að staða dóms- valdsins gagnvart framkvæmda- valdinu sé fjarri því að vera nægilega öflug. Staða Hæstarétt- ar er allt of veik. Það á einkum við um skipun hæstaréttardóm- ara sem er algerlega óviðunandi eins og er. Að skipan hæstarétta- dómara geti verið háð vilja eins ráðherra er öldungis fráleitt og gengur ekki. Þegar skipaður er héraðsdómari er sett á fót dóm- nefnd, farið yfir störf umsækj- enda og hæfni og álit gefið. Að vísu skipar svo dómsmálaráð- herrann í embættið. Ég er hissa á því að betur skuli vandað til skip- unar héraðsdómara en hæstarétt- ardómara. Að minnsta kosti ætti að fara yfir umsóknir og vega þær og meta rækilega. Það er til dæmis gert við skipun í embætti háskólakennara. Mér finnst líka koma til greina, sem er alls ekki frumleg hugmynd, að Alþingi staðfesti skipan hæstaréttardómara, jafnvel með auknum meirihluta. Þetta er gert í Bandaríkjunum og þar hefur tillögum stundum verið hafnað. Sumir tala gegn þessu og segja að með þessu fyrirkomulagi verði val á hæsta- réttardómurum pólítískt. Ég svara á móti að ég trúi því ekki að Alþingi geti ekki tekið mál- efnalega afstöðu. Ég trúi því ekki fyrr enn ég tek á því. Í öðru lagi þá held ég að til dæmis aukinn meirihluti Al- þingis sé líklegri til þess að tryggja vandaða málsmeðferð við skipun hæstaréttardómara heldur en duttlungar tiltekins dómsmálaráðherra.“ ■ 14 3. júlí 2005 SUNNUDAGUR STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS Endursko›u› II. HLUTI Styrkur og veikleiki þingsins Í viðtali við prófessor Sigurð Líndal, sem birt er hér í öðrum hluta greinaflokks um endur- skoðun stjórnarskár Íslands, finnur hann að því, að Alþingi gefi eftirlitsvaldi sínu ekki nægilegan gaum. Sigurður segir að þrátt fyrir veika stöðu löggjafarvaldsins gagnvart ríkis- stjórn hafi Alþingi þrátt fyrir allt eftirlitsvald í krafti tveggja stofnana sem þingmenn ættu að hlú að. Þær eru Ríkisendurskoðun og emb- ætti umboðsmanns Alþingis. Orðrétt segir Sig- urður um umboðsmann Alþingis: „Mér finnst hins vegar athyglisvert hvað lítið er gert með álitsgerðir umboðsmanns Alþingis. Ég verð ekki var við að þær séu mikið ræddar eða að þingmenn láti sig þær miklu skipta. Fram- kvæmdavaldið hefur oft brugðist misjafnlega við ábendingum umboðsmanns. Mér finnst að þingið eigi að veita þessum tveimur stofn- unum rækilegan stuðning.“ Áliti Umboðsmanns stungið ofan í skúffu Rétt er að tilfæra hér eitt dæmi máli Sigurðar til áréttingar. Á fimmtugasta afmæl- isári Íslenska lýðveldis- ins 1994 setti Alþingi lög um lýðveldissjóð sem næstu fimm árin eftir setningu laganna skyldi verja samtals 500 millj- ónum króna til eflingar íslenskrar tungu og rannsókna á lífríki sjávar. Lögin voru sett við hátíðlega athöfn á Þingvöll- um. Sjóðurinn heyrði undir forsætisráðuneyt- ið og var undanþeginn opinberum gjöldum. Árið 1996 bar prófessor í þróunarfræði upp kvörtun við umboðsmann Alþingis. Í stuttu máli snerist kvörtunin um það að tveir menn Hafrannsóknastofnunarinnar tóku sæti í þriggja manna verkefnisstjórn sem lagði mat á umsóknir um styrki úr sjóðnum til rann- sókna á lífríki sjávar. Fram kemur í umræddu áliti umboðsmanns að sjálfir áttu þeir aðild að 5 af 21 verkefni sem sjóðurinn hafði styrkt árið 1996. Þessir sömu einstaklingar lögðu sem sagt mat á umsóknir keppinauta sinna um styrkina. Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að hver sá sem á aðild að eða er í fyrirsvari fyrir um- sókn um styrk úr opinberum sjóði sé vanhæf- ur til meðferðar máls á grundvelli stjórnsýslu- laga. Í bréfi til þáverandi forseta Alþingis vakti umboðsmaður Alþingis athygli á réttaróvissu og taldi meinbugi á lögum um lýðveldissjóð. Sýndu þingmenn þessu bréfi umboðsmanns Alþingis fullkomið tómlæti? Var því stungið ofan í skúffu forseta Alþingis? Jóhann Hauksson Fjór›a valdi› Margir kannast við umræðuna um þrí- skiptingu valdsins í framkvæmdavald, lög- gjafarvald og dómsvald. Færri vita, að þegar rætt er um fjölmiðla sem fjórða valdið, er ekki vísað til áður greindrar þrí- skiptingar. Þorbjörn Broddason félagsfræðiprófessor ræddi fjórða valdið í fyrirlestri á vegum Sagnfræðingafélagsins 16. nóvember 2004. Hann rifjaði upp að Thomas Carlyle hefði á nítjándu öld bent á fjölmiðla sem fjórða valdið og jafnvel talið afl þeirra meira en annarra valdapósta. Carlyle nefndi þrjár valdastéttir á undan fjölmiðl- unum, en þær voru kirkjuaðall, lávarðar og neðri málstofa breska þingsins skipuð fulltrúum almennings eða borgara. Þorbjörn Broddason sagði svo orðrétt: „Þessi uppruni hugmyndarinnar um fjórða valdið kemur mörgum framandlega fyrir sjónir, sem ekki er að undra, vegna þess að nútímaskilningur á henni vísar oftast til hinnar stjórnarskrárbundnu að- greiningar þjóðfélagsvaldsins á okkar dögum í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald þar sem hlutverk dóms- valdsins er að hafa vit fyrir framkvæmda- valdinu og að nokkru leyti löggjafar- valdinu. Þeir, sem nú tala um fjórða valdið, líta á fjölmiðlana sem viðbótarþátt í þessum valdavef samfélagsins; hlutverk þeirra samkvæmt þessum skilningi er að gæta hinna þáttanna. Ein leið fyrir fulltrúa hinna stjórnarskrárbundnu valdaþátta til að verjast fjölmiðlunum, þessu óskilgetna systkini þeirra – ef svo má að orði komast – er að seilast til áhrifa innan þeirra.“ - jh ÞORBJÖRN BRODDASON FÉLAGSFRÆÐIPRÓFESSOR Styrkur umbo›smanns er há›ur stu›ningi Alflingis STJÓRNARSKRÁIN VERÐUR ÞESSUM GREINUM BREYTT? 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnar- völd samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með fram- kvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir stað- festingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir at- kvæði allra kosningarbærra manna í land- inu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Ríkisstjórn ríkir yfir flinginu „A› skipan hæstaréttadómara geti veri› há› vilja eins rá›herra er öldungis fráleitt og gengur ekki. fiegar skipa›ur er héra›sdómari er sett á fót dómnefnd, fari› yfir störf umsækjenda og hæfni og álit gefi›. A› vísu skipar svo dómsmálará›herrann í embætti›. Ég er hissa á flví a› betur skuli vanda› til skipunar héra›sdómara en hæstaréttardómara.“ „Mér finnst hins vegar athyglisvert hva› líti› er gert me› álitsger›ir umbo›smanns Alflingis. Ég ver› ekki var vi› a› flær séu miki› ræddar e›a a› flingmenn láti sig flær miklu skipta.“ Sigur›ur Líndal lagaprófessor segir framkvæmdavaldi› hafa sótt í sig ve›ri› og ríkisstjórnin sé raunverulega eins og önnur deild Alflingis. „fiingmenn vilja helst ekki fara fla›an flegar fleir hafa teki› sæti í henni.“ Jó- hann Hauksson ræ›ir vi› Sigur› Líndal um endursko›un stjórnarskrárinnar og flrískiptingu valdsins. PRÓFESSOR SIGURÐUR LÍNDAL „Þótt við færum ekki alveg svo langt mætti hugsa sér að skilja mætti á milli þannig að þingmenn hættu þingmennsku þegar þeir verða ráðherrar.“ Spurningum, ábendingum og hugmyndum um efni á stjórnarskrársí›u Fréttabla›sins er unnt a› koma á framfæri í tölvupósti. NETFANGIÐ ER: stjornarskra@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.