Fréttablaðið - 03.07.2005, Qupperneq 24
8
ATVINNA
Verksvið:
Umsjón með félagsmiðstöðvarstarfi fyrir unglinga á
vegum Ársels.
Skipulagning starfs í samráði við unglinga og starfsfólk
stöðvarinnar.
Samskipti og samstarf við foreldra og annað starfsfólk
sem kemur að starfi með unglingum.
Ýmiss konar upplýsinga-, forvarnar- og kynningarstarf.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði uppeldis og/eða sambærilega
menntun.
Reynsla af vinnu með börnum og unglingum.
Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði
og framtakssemi.
Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og
stjórnunarhæfileika.
Hlutastarf í félagsmiðstöð
Um er að ræða 33% hlutavinnu seinni hluta dags og á
kvöldin við undirbúning og framkvæmd félagsstarfs fyrir
unglinga á vegum miðstöðvarinnar. Starfið er tilvalið fyrir
fólk sem vill afla sér reynslu á þessu sviði. Umsækjendur
þurfa að vera orðnir tvítugir, vera góðir í mannlegum
samskiptum og hafa frumkvæði og hugmyndaauðgi.
Nánari upplýsingar er að fá í Árseli í síma 567-1740.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí n.k.
Umsóknum skal skilað til Frístundamiðstöðvarinnar Ársels,
Rofabæ 30– 110 Reykjavík.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Spennandi lausar stöður
í Frístundamiðstöðinni Árseli
Frístundamiðstöðin Ársel, v/Rofabæ
110 Reykjavík • sími: 567 1740 • www.arsel.is
2 verkefnastjórastöður
(Félagsmiðstöðin Ársel og í Ingunnarskóla)
Um er að ræða fjölbreytt 100% starf
í skemmtilegu umhverfi.
Frístundamiðstöðin Ársel var stofnuð haustið 1981 og er rekin af Íþrótta- og
tómstundarsviði Reykjavíkur. Ársel hefur umsjón með starfssemi tveggja
félagsmiðstöðva og sex frístundaheimila í Árbæjarhverfi, Grafarholti og
Norðlingaholti. Miðstöðin skipuleggur fjölbreytt tómstundanámskeið í
grunnskólum, sumarnámskeið fyrir börn ásamt því að vera virkur þátttakandi í
fjölbreyttu hverfasamstarfi. Hjá Árseli starfa að jafnaði um eitt fimmtíu
starfsmenn og er sérstök áhersla lögð á jákvæðan starfsanda og góða liðsheild.
•
•
•
•
•
•
•
•
Starf í útkeyrslu
Vegna góðrar verkefnastöðu vantar okkur hjá
Steypustöðinni starfsmenn með meirapróf í út-
keyrslu á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.
Starfið felst í akstri steypubíls og afhendingu á
steypu.
Umsóknir ásamt ferillýsingu sendist fyrir föstudaginn
1.júlí 2005 á skrifstofu til eftirfarandi aðila:
Höfuðborgarvæðið.
Sendist á Malarhöfða 10, Reykjavík eða í tölvupósti á
netfangið :
sveinn@steypustodin.is. Sveinn svarar fyrirspurnum í
síma 840-6810.
Suðurland.
Sendist á Hrísmýri 8, Selfoss eða í tölvupósti á net-
fangið : snorri@steypustodin.is. Snorri svarar fyrir-
spurnum í síma 840-6882.
Umsækjandi þarf að hafa vilja til að taka þátt í
þróttmikilli og metnaðarfullri starfssemi okkar þar
sem þjónusta, öryggi og vörugæði eru í fyrirrúmi.
Vinnutími getur bæði orðið langur og breytilegur.
Starf í framleiðslu
Steypustöðin Járn & Lykkjur óskar að ráða starfs-
mann í framleiðslu. Starfið felst í afgreiðslu járna-
pantana, vinna við tölvustýrða beygjuvél á fram-
leiðslu úr kambstáli, vinna við suðu á kambstáli og
umsjón með járnalager.
Leitað er að ábyrgum, samviskusömum einstaklingi
sem er röskur, nákvæmur og samstarfslipur með
frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Vinnutími er frá kl. 8-18 virka daga.
Umsóknir ásamt ferillýsingu sendist fyrir föstudaginn
1.júlí 2005 á skrifstofu á Malarhöfða 10, Reykjavík
eða í tölvupósti á netfangið : ingi@steypustodin.is.
Steypustöðin ehf. er framsækið þjónustu og fram-
leiðslufyrirtæki sem skapar ásamt viðskiptavinum
sínum verðmætar gæðalausnir.
Hólmgeir Hólmgeirsson starfar sem lána-
fulltrúi hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum.
Þar tekur hann á móti viðskiptavinum og
veitir þjónustu og upplýsingar um allt sem
snýr að lánum.
„Starf mitt er í raun mjög víðtækt og snýr að
allri þjónustu varðandi þá vöruflokka sem við
erum með. Við bjóðum til dæmis upp á fast-
eignalán, bílalán, sumarhúsalán og nýbygginga-
lán og öllu þessu fylgir heilmikil þjónusta,“ seg-
ir Hólmgeir aðspurður um hlutverk lánafulltrú-
ans. „Ég tek á móti fólki og reyni að þjónusta það
frá a til ö. Veiti ráðleggingar og upplýsingar um
hvað er í boði, aðstoða við greiðslumat, skulda-
bréf og alls konar umsóknir og pappíra. Þetta er
í raun alhliða fjármálaþjónusta sem snýr að öllu
sem lýtur að lánum,“ segir Hólmeir, sem er
rekstrarfræðingur og hefur unnið hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum frá árinu 1999.
Hólmgeir segir að almennt sé fólk vel upplýst
um lánamöguleika og fáir taki lán án þess að
hafa hugleitt það vel. „Auðvitað er misjafnt hvað
fólk veit og við fáum alls konar spurningar. Ég
held samt að flestir hafi skoðað þessi mál áður
en þeir leita til okkar. Það er mikil samkeppni á
lánamarkaðnum en það sem við græðum á er
það að fólk þarf ekki að binda sig í viðskiptum
hjá okkur. Þeir sem taka lán hjá okkur geta ver-
ið með bankaviðskipti hvar sem er.“
Hólmeir vinnur langan vinnudag og það er
alltaf nóg að gera. „Við opnum klukkan níu en ég
reyni að mæta klukkan átta og nota tímann vel
áður en viðskiptavinirnir fara að streyma inn.
Það þarf að skipuleggja daginn og fara í gegnum
ýmsa pappírsvinnu sem ekki gefst tími til yfir
daginn. Oftast vinn ég til klukkan hálf fimm eða
fimm en þegar mikið er að gera þarf ég að vera
hér lengur,“ segir Hólmgeir, sem er ánægður í
starfinu. „Þetta er stórkostlegur vinnustaður og
vinnufélagarnir eru eiginlega orðnir bestu vinir
manns. Það sem er skemmtilegast við starfið er
það að maður er alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk.
Þótt verkefnin séu þau sömu er þetta langt frá
því að vera staðnað því allir viðskiptavinirnir
eru ólíkir.“ Hólmgeir viðurkennir að stundum
geti starfið verið erfitt enda sé alltaf leiðinlegt
að þurfa að neita fólki. „Maður vill geta hjálpað
en það er ekki alltaf hægt. Stundum þarf maður
nauðugur að neita fólki um lán en það eru alltaf
góðar ástæður fyrir því. Oft er líka hægt að
bjóða upp á aðra möguleika eða eitthvað slíkt.
Flestir sem koma hingað eru mjög ánægðir og
við fáum reglulega jákvæðan tölvupóst frá
ánægðum viðskiptavinum.“
Þessa dagana er Frjálsi fjárfestingarbankinn
að flytja í nýtt húsnæði í Lágmúla og segir
Hólmgeir þær breytingar spennandi. „Þarna
verður allt sérhannað og nýtt þannig að þessi
góði vinnustaður verður eflaust enn betri.“
thorgunnur@frettabladid.is
Skemmtilegast að kynnast nýju fólki
Hólmgeir segir að starfið sé lifandi og skemmtilegt. Hann hittir mikið af fólki í gegnum starfið og
segir vinnufélagana góða vini.
Handlaginn húsvörður óskast
í 50% starf
Samskipti ehf. leitar að starfsmanni til að sjá um fasteignir
fyrirtækisins og annað þeim tengdum.
Fjölbreytt verkefni fylgja með. Okkur vantar góðan liðsfélaga
sem er hress, laghentur, vandvirkur og sjálfstæður í vinnu-
brögðum.
Upplýsingar um starfið fást hjá Ragnari í síma 580 7813 eða
693 7813.