Fréttablaðið - 03.07.2005, Qupperneq 44
Undir lok fyrri hálfleiks var
brotið gróflega á leikmanni ÍBV,
Adolfi Sigurjónssyni, upp við víta-
teigshorn Fylkismanna en dómari
leiksins sá ekkert athugavert. Ad-
olf lá eftir og þurfti að fara af
leikvelli en hann er talinn hafa
farið úr axlarlið.
Seinni hálfleikur byrjaði ró-
lega og voru Eyjamenn ívið sterk-
ari og átti Steingrímur frían
skalla að marki sem Bjarni í
marki Fylkis varði glæsilega. Á
58. mínútu fékk Páll Hjarðar að
líta sitt annað gula spjald eftir að
hann fór of hátt með sólann og þar
með rautt. Þá var ljóst að róður
Eyjamanna yrði erfiður enda kom
það á daginn því stuttu síðar
komust Fylkismenn í tveggja
marka forystu þegar Viktor
Bjarki smellhitti boltann fyrir
utan teig og sendi hann í netið
framhjá Birki.
Eyjamönnum var fyrirmunað
að skora því þegar um stundar-
fjórðungur var til leiksloka fengu
þeir þrjú tækifæri í sömu sókn-
inni á því að minnka muninn en
það tókst ekki. Þess í stað bættu
Fylkismenn við þriðja markinu á
lokamínútunum þar sem aftur var
að verki Björgólfur, en hann var
mjög frískur í liði Fylkis í gær og
besti maður vallarins.
Leikurinn var í heild sinni ekki
mikið fyrir augað en þó sáust
skemmtileg tilþrif inn á milli.
Fylkismenn voru sterkari og
áttu sigurinn skilinn þó að hann
hafi kannski verið helst til of stór
miðað við gang leiksins.
Björgólfur spilaði mjög vel sem
og Bjarni í markinu. Þá var Valur
Fannar sterkur í vörninni.
Eyjamenn verða að spýta í lóf-
ana ef ekki á illa að fara en það
virðist sem falldraugurinn sé
þegar farinn að hreiðra um sig í
herbúðum þeirra. Ekkert virðist
ekkert ganga upp og boltinn fellur
einfaldlega ekki með þeim. Að
vanda var það Birkir sem stóð
fyrir sínu og eins voru þeir Atli og
Ian Jeffs sterkir á miðjunni.
-tó
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
30 1 2 3 4 5 6
Sunnudagur
JÚLÍ
■ ■ SJÓNVARP
11.30 Formúla 1 á RÚV.
15.00 Hnefaleikar á Sýn.
15.50 Bikarkeppnin í sundi á RÚV.
17.05 Gillette sportpakkinn á Sýn.
17.35 Kraftasport á Sýn.
18.05 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn.
19.00 PGA golf á Sýn.
21.55 Helgarsportið á RÚV.
22.00 NBA körfuboltinn á Sýn.
Glæsimörk glöddu augað í Eyjum
3. júlí 2005 SUNNUDAGUR
Fylkismenn ger›u gó›a fer› til Eyja í Landsbankadeild karla í gær og unnu 3-0 sigur á slökum heimamönn-
um. Me› sigrinum styrktu Fylkismenn stö›u sína í fjór›a sæti deildarinnar en ÍBV er enn flá næst ne›st.
FÓTBOLTI Leikurinn í gær fór ró-
lega af stað en þó voru Eyjamenn
meira með boltann fyrsta kortert-
ið og sköpuðu sér tvö ágæt færi.
Fljótlega náðu Fylkismenn betri
tökum á leiknum og jafnaðist
hann nokkuð. Þegar um 20 mínút-
ur voru liðnar af leiknum komst
Björgólfur inn fyrir vörn ÍBV en
Birkir varði með góðu úthlaupi.
Um 10 mínútum seinna varði Páll
Hjarðar á línu eftir þunga sókn
Fylkismanna og ljóst í hvað
stefndi. Gestirnir komust loksins
yfir á 35. mínútu þegar Björgólfur
Takefusa átti skot að marki eftir
góða sókn og hafnaði boltinn í
fjærhorninu, óverjandi fyrir
Birki.
Vegmúli 2 108 Reykjavík sími 568 0510 www.bailine.is
Nýtt á Íslandi
Fyrir konur 18 ára og eldri.
Bailine opnar 4. júlí 2005
Þúsundir kvenna víðsvegar um heiminn hafa náð
frábærum árangri með Bailine vaxtarmótunarmeðferð.
Tímapantanir í síma 568 0510.
Þú hefur engu að tapa nema sentimetrum.
Bailine byggir á 3 grundvallaratriðum
Leiðbeiningum um mataræði
Líkamlegri þjálfun
Andlegri þjálfun
Tölvustýrt þjálfunartæki
Mótar, styrkir, þjálfar, grennir, nuddar
Eykur brennslu
Eykur orku og almenna vellíðan
Kynntu þér opnunartilboð okkar.
Við bjóðum þig velkomna í fríann prufutíma og vaxtargreiningu
á meðan þú slakar á í notalegu umhverfi.
> Við hrósum ...
... þeim fjölmörgu íslensku atvinnumönnum
sem eru staddir heima á Íslandi í sumarfríi
um þessar mundir en halda sér í formi
sjálfir með því að stunda líkamsræktar-
stöðvarnar af krafti. Í Laugum er ávallt
margt um manninn en síðustu
vikur hafa meðal annarra
fótboltakapparnir Gylfi Einarsson
og Hermann Hreiðarsson,
handboltatröllið Sigfús
Sigurðsson og bræðurnir
Ólafur og Jón Arnór
Stefánssynir sést daglega.
Heyrst hefur ...
... að enska 1. deildarfélagið Watford,
hið sama og Heiðar Helguson lék með í
fimm ár áður en hann skipti yfir í
Fulham fyrir skemmstu, sé í leit að
öflugum miðverði og horfi hýru auga til
íslenska U-21 árs landsliðsmannsins
Sölva Geirs Ottesen, leikmanni
Djurgarden, í því samhengi.
60
SEKÚNDUR
Hvaða liði myndirðu aldrei spila
með? No comment.
Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Ég sjálf.
Auðveldasti andstæðingur? Hrefna
í KR.
Kók eða pepsí? Pepsí Max.
Kaffi eða te? Kaffi.
Sóma eða júmbó samlokur? Hvor-
ugt.
Er glasið hálffullt eða hálftómt?
Hálffullt.
Íslenski boltinn er ... fallegasta
knattspyrna í heimi.
Besta knattspyrnukona heims?
Silke Rottenberg, þýski landsliðs-
markmaðurinn
Besti samherjinn? Ólína í Breiðablik.
Danmörk eða Bandaríkin? Dan-
mörk.
Jörundur Áki eða Helena? Bæði.
Kemst kvennalandsliðið einhvern
tímann á stórmót? Já, ef rétt er
haldið á spöðunum.
Grænt eða svarthvítt? Grænt.
MEÐ EDDU
GARÐARSDÓTTUR
sport@frettabladid.is
GENGUR LÍTIÐ Guðlaugur Baldursson, þjálfari Eyjamanna, á í erfiðleikum með að stilla
strengi síns liðs þessa dagana. Heimavöllurinn hefur verið aðall liðsins það sem af er
Íslandsmótinu en í gærkvöld steinlá liðið á Hásteinsvelli gegn Fylki.
20
> Við hrósum ...
.... Björgólfi Takefusa, sóknarmanni Fylkis,
hann hélt uppteknum hætti gegn ÍBV í gær
og fór á kostum. Björgólfur hefur
skorað í öllum leikjunum sem
hann hefur tekið þátt í gegn ÍBV
frá því að hann hóf að leika í
efstu deild. Alls sjö mörk í
fimm leikjum.
Robinho og Real hafa komist að samkomulagi:
A›eins undirskriftin er eftir
FÓTBOLTI Fátt getur komið í veg
fyrir að brasilíski knattspyrnu-
maðurinn Robinho, sem sló svo
eftirminnilega í gegn á nýaf-
staðinni Álfukeppni, gangi til
liðs við Real Madrid. Að sögn
Emilios Butragueno, yfirmanns
knattspyrnumála hjá Real, er
þegar búið að ná samkomulagi á
milli leikmannsins og félagsins
og á Robinho aðeins eftir að
skrifa undir samninginn.
„Robinho er búinn að vera at-
hyglisverðasti leikmaðurinn á
síðasta ári og við erum mjög
ánægðir með að hafa klófest
jafn efnilegan leikmann og hann
er. Þrátt fyrir að vera ungur að
árum trúum við að hans framlag
á næsta ári geti fært Real
spænska meistaratitilinn á
næstu leiktíð,“ sagði Butragu-
eno og bætti við að Wanderley
Luxemborgo, þjálfari liðsins,
væri í skýjunum með að eiga
möguleika á að stilla Robinho
upp í sínu liði á næstu árum.
Robinho nánast kvaddi aðdá-
endur Santos í sjónvarpsviðtali
að loknum úrslitaleiknum í álfu-
keppninni og tilkynnti þá að
hann langaði að fara til Madrid.
Í fyrradag skrópaði hann síðan á
æfingu Santos, félagsins í Bras-
ilíu sem hann er enn samnings-
bundinn, og gefur það enn frek-
ar í skyn að Robinho sé hættur
hjá félaginu og þegar farinn að
huga að framtíð sinni hjá Real.
0-3
Hásteinssvöllur, áhorf: 312 Erlendur Eiríksson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–10 (5–7)
Varin skot Birkir 4 – Bjarni 5
Horn 7–6
Aukaspyrnur fengnar 17–15
Rangstöður 2–5
0–1 Björgólfur Takefusa (35.)
0–2 Viktor Bjarki Arnarsson (64.)
0–1 Björgólfur Takefusa (88.)
ÍBV Fylkir
LEIKIR GÆRDAGSINS
Landsbankadeild karla:
ÍBV–FYLKIR 0–3
STAÐAN:
FH 9 9 0 0 26–5 27
VALUR 9 7 0 2 20–5 21
KEFLAVÍK 9 4 3 2 16–19 15
FYLKIR 9 4 2 3 17–14 14
KR 8 3 1 4 8–11 10
ÍA 8 3 1 4 7–11 10
GRINDAVÍK 9 2 3 4 10–16 9
FRAM 9 2 2 5 10–12 8
ÍBV 9 2 0 7 6–21 6
ÞRÓTTUR 9 1 2 6 11–17 5
Wimbledon-mótið í tennis:
Venus vann
TENNIS Venus Williams frá Banda-
ríkjunum bar sigur úr býtum í
kvennaflokki á Wimbledon-
mótinu í tennis í gær. Venus
sigraði löndu sína Lindsey
Davenport í úrslitaleiknum, 2-1,
þar sem síðasta settið endaði 9-7.
Davenport sigraði fyrsta settið
mjög örugglega en Venus sýndi
frábæra baráttu og náði að koma
aftur og sigra. Þetta var í þriðja
sinn sem Venus sigrar þetta
stærsta mót hvers árs en áður
hafði hún unnið 2000 og 2001.
ÞÆR BESTU Venus og Lindsay taka á móti
verðlaunaskjöldunum eftir leikinn.