Fréttablaðið - 03.07.2005, Qupperneq 45
SUNNUDAGUR 3. júlí 2005 21
Bandaríski tenniskappinn AndyRoddick komst í gær í úrslit
Wimbledon-mótsins í tennis, þegar
hann lagði Svíann Thomas Johans-
son að velli. Leikn-
um hafði verið
frestað vegna rign-
ingar. Roddick
mætir svissneska
Roger Federer í úr-
slitum, þeir félagar
mættust einnig í úr-
slitum Wimbledon
mótsins í fyrra. Roddick hrósaði Sví-
anum og sagðist hafa verið heppinn
að komast áfram. „Ég þurfti að hafa
mikið fyrir því að leggja Thomas að
velli. Hann spilaði vel og hefði vel
getað unnið þetta, ef heppnin hefði
ekki verið með mér.“
Boudewijn Zenden er á leiðinnitil Liverpool frá Middlesbrough,
en Liverpool þurfti ekki að greiða
neitt fyrir leikmanninn þar sem
samningur hans við Middlesbrough
var útrunninn. Ian Cotton, tals-
maður Liverpool, var ánægður með
að samningar milli félagsins og leik-
mannsins væru í höfn. „Zenden
stóðst læknisskoðun í gær og skrifar
undir samning við félagið á mánu-
daginn. Þetta eru gleðitíðindi fyrir
Liverpool.“
Thierry Henry, Frakkinn snjallisem er á mála hjá Arsenal, ætlar
sér ekki að skipta um félag fyrir
næsta tímabil. „Ég hef ekki hugsað
mér að fara neitt. Ég er mjög
ánægður hjá Arsenal, því þar er
góður andi og mér líður eins og
hluta af fjölskyldu.
Ég hef heyrt að
spænsk félög séu
tilbúin að borga
mikið fyrir að fá
mig í sínar raðir, en
ég ætla mér ekki að
fara neitt. Henry er
næstmarkahæsti
leikmaður í sögu Arsenal en Ian
Wright er markahæstur með 185
mörk.
Spænski landsliðsmaðurinnJoaquin, sem leikur með Real
Betis, er sterklega orðaður við Chel-
sea og Real Madrid. Manuel Ruiz
de Lopera, stjórnarformaður Real
Betis, staðfesti við fjölmiðla í gær að
tilboð hefðu borist í leikmanninn,
en neitaði að gefa upp frá hverjum
þau hafi komið. „Við höfum ekki
svarað þeim fyrirspurnum sem
komið hafa um leikmanninn. Allir
hjá félaginu vilja hafa Joaquin
áfram hjá félaginu. Hann er lykil-
maður okkar og varð bikarmeistari
með okkur á síðasta tímabili og við
munum reyna allt sem í okkar valdi
stendur til þess að halda honum
hér. En ef það kemur tilboð sem er
nálægt því verði sem losar hann
undan samningi við Real Betis, þá
getum við ekki annað en tekið því.
Umboðsmaður enska landsliðs-mannsins Alan Smith segir að
leikmaðurinn sé ekki á förum frá
Man. Utd þrátt fyrir sögusagnir þess
efnis að Smith sé ósáttur með
hversu fá tækifæri hann fékk á
síðustu leiktíð. Eins og staðan er í
dag er Smith 4-5 í goggunarröðinni
í framlínu Man. Utd en umboðs-
maðurinn segir að Smith ætli að
berjast fyrir sínu sæti í byrjunar-
liðinu. „Hann hefur ekki áhuga á að
fara neitt annað. Þetta er stórt
tímabil fyrir Alan og hann ætlar að
nota það til að tryggja sér sæti í
enska landsliðshópnum fyrir HM í
Þýskalandi næsta sumar.
ÚR SPORTINU
N†TT
SÖLUKERFI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
17
0
6
3
Vegna breytinga á hug- og
vélbúna›i ver›ur loka› fyrir sölu á
öllum leikjum Getspár/Getrauna
sunnudaginn 3. júlí og
mánudaginn 4. júlí.
Opna› ver›ur fyrir sölu á n‡jan
leik flri›judaginn 5. júlí.
Sex félög eiga fulltrúa í úrvalsliðinu
Þóra Björg Helgadóttir, Breiðablik: Ein af
stærstu ástæðunum fyrir velgengni Breiðabliks
það sem af er móti. Frábær markvörður.
Bryndís Bjarnadóttir, Breiðablik: Mjög góð-
ur bakvörður en getur einnig leikið í miðri
vörninni. Hefur rosalega öflugan vinstri fót.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR: Hefur sýnt
það í gegnum árin hvers hún er megnug. Mik-
ilvægur leiðtogi í vörnina.
Björg Ásta Þórðardóttir, Keflavík: Sterkur
skallamaður og með góðar staðsetningar.
Ásta Árnadóttir, Val: Fljót og sterk sem gerir
hana að góðum bakverði. Mjög baráttuglöð.
Edda Garðarsdóttir, Breiðablik: Sterkur leik-
maður með mikla leiðtogahæfileika. Á góðar
sendingar og góð skot.
Laufey Ólafsdóttir, Val: Hefur rosalegan
leikskilning og er leikstjórnandi í fremstu röð.
Guðrún Halla Finnsdóttir, Stjörnunni:
Hentar vel á miðjunni með Laufey og Eddu.
Einn vinnusamasti leikmaður deildarinnar.
Hólmfríður Magnúsdóttir, ÍBV: Rosalega
skapandi. Leikmaður sem mótherjarnir gjör-
samlega þola ekki að leika á móti.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val: Hefur allt
sem prýða þarf góðan framherja. Er bara ótrú-
legur leikmaður.
Dóra María Lárusdóttir, Val: Frábær kant-
maður sem þarf að hafa gætur á. Býr til mörk
upp á sitt einsdæmi.
„Ef ég fengi að nota þetta lið og Jörundur
þyrfti að velja landslið með öðrum leik-
mönnum myndi ég vinna í 99% tilfella.“
Þóra Björg
Edda
4-3-3
LIÐIÐ MITT > HUGI HALLDÓRSSON SETUR SAMAN ÚRVALSLIÐ 1.-7. UMFERÐAR LANDSBANKADEILDAR KVENNA
Ásta Guðrún Sóley Björg Ásta Bryndís
Guðrún Halla
LaufeyDóra María Hólmfríður
Margrét Lára
GOLF 11.-16. júlí næstkomandi fer
fram hið árlega Public-Links
áhugamannamót í golfi sem er
hvað þekktast fyrir að gefa sigur-
vegaranum ár hvert sæti á
Masters-mótinu í golfi, einu af
risamótunum fjórum sem fram
fer á Augusta-vellinum. Það er
svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að í ár er í
fyrsta skipti kona á meðal kepp-
enda á Public-Links mótinu, hin 15
ára gamla Michelle Wie frá
Bandaríkjunum, sem talin er efni-
legasti kvenkyns kylfingur sem
komið hefur fram á sjónarsviðið.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Wie vakið mikla athygli í heima-
landi sínu og hefur hún fyrir
löngu náð risastórum auglýsinga-
samningum við nokkur stærstu
fyrirtæki Bandaríkjanna. Aðeins
15 ára gömul er hún orðin mill-
jónamæringur og eitt þekktasta
andlit golfheimsins. Sem nemandi
í grunnskóla er Wie samt sem
áður aðeins áhugamaður í íþrótt-
inni, á tæknilegan hátt. Og það er
einmitt þessi „áhugamennska“
sem gerir henni kleift að komast á
Masters-mótið, fyrst allra kvenna
í sögu golfsins.
Golfspekingar telja að Wie eigi
góða möguleika á sigri á Public-
Links-mótinu í ár, en talið er lík-
legt að Wie gerist atvinnumaður á
formlegan hátt á næsta ári. Árið í
ár er því svo gott sem síðasta
tækifæri hennar til að ná þátt-
tökurétti á Masters og komast
þannig í hóp þeirra sem gert hafa
atlögu að græna jakkanum marg-
fræga.
„Hún getur unnið þetta mót.
Mér er alvara. 15 ára gömul
stelpa að keppa á meðal eintómra
karla á stærsta golfmóti ársins.
Það yrði eitt mesta íþróttaafrek
sögunnar,“ segir Gary Van Sickle,
einn helsti golfsérfræðingur SI í
Bandaríkjunum. -vig
Hinn 15 ára gamli kvenkylfingur, Michelle Wie:
Ætlar sér a› keppa
um græna jakkann
MICHELLE WIE
Stundum nefnd
kvenkyns-útgáfan
af Tiger Woods.
Formúlan í Frakklandi:
Alonso ver›ur
á ráspólnum
FORMÚLA Spænski ökumaðurinn
Fernando Alonso á Renault stóð
sig best í tímatökum fyrir franska
kappaksturinn sem haldinn
verður á Magny Cours brautinni í
dag og verður því á ráspól.
Michael Schumacher náði sinni
bestu tímatöku á tímabilinu og
hafnaði í fjórða sæti á eftir Kimi
Raikkonen, en þar sem finnski
ökumaðurinn þurfti að skipta um
vél í sínum bíl á æfingum í fyrra-
dag þarf hann að hefja keppni 10
sætum afar, eins og reglur kveða
á um. Jarno Trulli, sem ekur fyrir
Toyota, hafnaði í öðru sæti aðeins
sekúndubroti á eftir Alonso en
tímatakan var gríðarlega jöfn í
gær og munaði innan við hálfri
sekúndu á fyrstu sex bílunum.
„Ég held að Renault eigi eftir
að ná mjög góðum árangri í
þessum kappakstri. Bíllinn virkae
vel og við ökumennirnir erum
framarlega í ræsingu. Mér líst vel
á þetta,“ sagði Alonso að tíma-
tökunni lokinni í gær.
Schumacher var sáttur með
þriðja sætið og segir að leiká-
ætlun liðanna ráði úrslitum.
„Þetta er mjög erfið braut og iðu-
lega munar mjög litlu á milli
keppenda. Þriðja sætið lofar góðu
og ég er til í slaginn.“ -vig
FERNANDO ALONSO Virðist vera besti
ökumaðurinn í ár.