Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 10
HJÓLREIÐAMENN Í HNAPP Flestir bestu
hjólreiðamenn heims taka nú þátt í Frakk-
landshjólreiðunum. Þröng var á þingi á
veginum milli La Chataigneraie og Tours í
vesturhluta Frakklands á þriðja hluta
keppninnar.
10 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Átök lögreglu og mótmælenda í Edinborg:
Hitnar í kolunum fyrir G8-fundinn
EDINBORG, AP Um 450 andstæðing-
ar hnattvæðingar upphófu mót-
mæli og óeirðir í Edinborg í gær.
Kalla þurfti til óeirðalögreglu og
kom til einhverra átaka en flestir
mótmælenda beittu þó friðsam-
legum aðferðum og sumir kysstu
varnarskildi lögreglumanna og
skildu eftir far eftir varalit.
G8-fundurinn, fundur leiðtoga
átta helstu iðnríkja heims hefst á
morgun og er ljóst að spennan er
að magnast fyrir fundinn. Margir
mótmælendanna vildu undir-
strika óánægju sína með alþjóðleg
vopnaviðskipti og kjarnorku-
vopnaeign stórveldanna og kröfð-
ust breytinga. Þeir halda því fram
að stórveldin valdi fátækt í heim-
inum með því að einblína á vopna-
framleiðslu og að eina leiðin til að
binda enda á fátækt sé að tryggja
frið. Mótmælendurnir voru flestir
svartklæddir og með grímur fyrir
andlitinu, sumir voru þó uppá-
klæddir sem trúðar að sögn til að
benda á hvílíkur skrípaleikur G8-
fundurinn væri.
Um tíu þúsund lögreglumenn
verða í vinnu við að tryggja ör-
yggi leiðtoganna meðan á fundin-
um stendur.
Umferð um Hvalfjarðargöng um helgina:
Metfjöldi bíla á flessu ári
„Síðastliðinn föstudag, þann
fyrsta júlí, fór metfjöldi bifreiða í
gegnum Hvalfjarðargöngin á
þessu ári, 10.552 bifreiðar. Metið
frá föstudeginum 11. júlí 2003
stendur þó óhaggað ennþá, en þá
fóru 11.391 bílar í gegnum göng-
in,“ segir Auður Þóra Árnadóttir,
forstöðumaður umferðardeildar
hjá Vegagerðinni.
„Um síðustu helgi, frá föstu-
degi til sunnudags, dagana 1.-3.
júlí fóru samtals 27.179 bifreiðar í
gegnum Hvalfjarðargöngin, 7.172
á laugardag og 9.455 á sunnudag.
Daginn sem göngin voru opnuð
var sett met sem enn stendur, en
geta verður þess að þá voru að-
stæðurnar óeðlilegar. En búast má
við því að metið frá árinu 2003
eigi eftir að falla um næstu versl-
unarmannahelgi ef að líkum læt-
ur.“ Hæstu tölurnar mælast yfir-
leitt á föstudögum, þannig að bú-
ast má við metfjölda bifreiða um
Hvalfjarðargöngin föstudaginn
29. júlí. ■
GASSPRENGING Maður og kona
fengu annars og þriðja stigs
bruna eftir gassprengingu á tjald-
stæðinu í Bjarkarlundi í fyrra-
kvöld. Maðurinn var inni í hjól-
hýsi sínu ásamt konunni að skipta
um gaskút þegar upp kom gasleki.
Sprengingin varð þegar gasið
komst í snertingu við loga sem
var á gashellu inni í hjólhýsinu.
Fólkið, eldri hjón, var flutt með
þyrlu á bráðamóttöku í Reykjavík
og er nú á lýtalækningadeild á
Landspítalanum í Fossvogi.
Jónas Sigurðsson, aðalvarð-
stjóri lögreglunnar á Patreks-
firði, segir lögreglumenn hafa
verið nálægt slysstað þegar til-
kynningin barst. Þegar þeir komu
að var hjúkrunarfræðingur sem
býr í sveitinni þegar kominn á
staðinn og byrjaður að aðstoða
starfsmenn hótelsins í Bjarkar-
lundi við aðhlynningu á fólkinu.
Starfsfólkið hlúði að fólkinu
fyrsta hálftímann eftir spreng-
inguna. Jónas segir óhætt að full-
yrða að starfsmennirnir hafi stað-
ið sig með eindæmum vel við erf-
iðar aðstæður.
„Tveir þjónar voru inni og fólk-
ið sem ferðaðist með parinu var
að fá sér kakó þegar þau komu inn
öll brunnin og í rifnum buxum
með hendurnar upp í loftið,“ segir
Sveinn Ingi Árnason, starfsmaður
á Hótel Bjarkarlundi. „Það var
farið með þau inn í stofu sem er
hérna og þau lögð á dýnu.“ Hann
segir að starfsfólk hafi strax
hringt í Neyðarlínuna og sinnt að-
hlynningu með leiðbeiningum
sem fengust gegnum síma. „Það
voru allir í uppnámi, bæði starfs-
fólkið og svo líka fólkið sem var
að ferðast með þeim.“ Starfsemin
á Hótel Bjarkarlundi hélt áfram
sinn vanagang í gær en Sveinn
neitaði ekki að sumir starfsmenn
væru enn í dálitlu uppnámi.
Lögreglan á Patreksfirði segir
að um slys hafi verið að ræða og
rannsókn málsins sé lokið.
annat@frettabladid.is
Parkinsonssamtök Íslands:
Fá tveggja
ára styrk
STYRKUR Parkinsonssamtök Ís-
lands, PSÍ, hafa gert tveggja ára
samstarfssamning við Lyf og
heilsu um að fyrirtækið verði
aðalstyrktaraðili samtakanna.
Fjárstyrk Lyf og heilsu verð-
ur varið í fræðslumál en hann
mun nýtast meðal annars í nor-
ræna ráðstefnu um sjúkdóminn
sem Parkinsonssamtökin
standa að á næsta ári. Fyrirtæk-
ið mun einnig fræða starfsfólk
sitt um málefni Parkinsonssjúk-
linga og verður afsláttur veittur
félögum í Parkinsonssamtökum
Íslands í verslununum Lyf og
heilsu. ■
MÓTMÆLANDI OG LÖGREGLUMAÐUR
TAKAST Á Andstæðingar hnattvæðingar
efndu til óeirða í Edinborg í gær.
M
YN
D
/A
P
Á ellefta þúsund bifreiða fór um Hvalfjarðargöngin sl. föstudag.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
0
15
HAGKVÆMUR
KOSTUR
FYRIR
GOLFARA
GOLFKORT KB BANKA
Golfkort KB banka er fullgilt kreditkort
sem veitir kylfingum fjölmörg frí›indi
sem tengjast golfi og getur flannig spara›
fleim umtalsver›ar fjárhæ›ir. Allir geta
sótt um Golfkort, hvort sem fleir eru í
vi›skiptum vi› KB banka e›a ekki, á
golfkort.is, í síma 444 7000 e›a næsta
útibúi KB banka.
Hjón brenndust
illa í gassprengingu
Eldri hjón brenndust í gassprengingu í hjólh‡si sínu í Bjarkarlundi. Starfs-
menn hótelsins á sta›num komu fólkinu til a›sto›ar og fengu fljótlega
a›sto› hjúkrunarfræ›ings sem b‡r í nágrenninu.
HJÓLAÐ Á FLÓÐASVÆÐI Þessir fötluðu indversku námsmenn forðuðu sér á hjólum sínum eftir að heimili þeirra í Baroda varð flóði að
bráð. Flóð hafa valdið miklum skemmdum í 7.200 þorpum og hafa 176 þúsund manns þurft að flýja heimili sín af þeim sökum í
Gujarat-héraði einu, þar hefur í það minnsta 131 einstaklingur látið lífið.
MEÐFERÐ GASKÚTA
Öll meðferð gaskúta er varhugaverð og
fólk verður að fara varlega að þegar
skipta á um kúta. Hræðilegar afleiðingar
geta hlotist af því ef gas byrjar að leka
eins og slysið í Bjarkarlundi. Einfalt er
að draga úr slysahættu með því að
fylgja nokkrum grundvallarreglum.
1. Mikilvægasta reglan er að fylgja leið-
beiningum gaskúta. Kútarnir eru með
mismunandi stútum, sumir eru einnota
á meðan aðra má nota aftur, með þeim
öllum fylgja mismunandi leiðbeiningar.
2. Aldrei skipta um gaskút nálægt opn-
um eldi. Þótt farið sé að öllu með gát
og engin merki um gasleka er aldrei
hægt að ganga út frá því að slys geti
ekki gerst og því er mikilvægt að tryggja
að ekki kvikni í gasinu.
3. Frágangur á gaskútum þarf að vera í
lagi. Ekki nota tæki sem komin eru til
ára sinna og til dæmis farin að ryðga.
4. Þegar skipt er um kút er einfalt að
kanna hvort gas lekur frá stútnum. Til
dæmis má láta sápuvatn leka á stútinn
og sést þá strax hvort gas kemst þar út
eða ekki.
5. Ef mikið er verið að nota gas er mjög
æskilegt að vera með gasskynjara.
Skynjarinn er þá staðsettur niður við
gólf og gefur strax til kynna ef gashlut-
fall í lofti fer yfir eðlileg mörk.