Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 2

Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 2
2 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR Smáhveli strandaði í tvígang á Siglufirði en losnaði af sjálfsdáðum: Virtist vanka› og synti í hringi SMÁHVELI Um tveggja metra lang- ur blettahnýðir, smáhveli af höfr- ungaætt, strandaði í tvígang á Siglufirði síðastliðinn miðviku- dag. Í bæði skiptin losnaði hann af sjálfsdáðum en virtist vankaður eftir síðara strandið; synti í hringi og hvarf loks sjónum Siglfirðinga. Símon Helgason sá fyrstur manna höfrunginn en þá var hann í fjöruborðinu við steypustöðina og vélaleiguna Bás. „Ég náði mér í langa spýtu og ætlaði að hjálpa honum að komast úr fjörunni en áður en til þess kom náði hann að synda út aftur. Höfrungurinn var svo nærri landi að ég hefði getað klappað honum ef ég hefði verið á stígvélum,“ segir Símon. Eftir að höfrungurinn losnaði úr fjöruborðinu synti hann austur yfir fjörðinn og strandaði á ný á grynningum. Þar bægslaðist hann um hríð svo sjórinn í kring varð moldarlitaður á stóru svæði. Þeg- ar hann losnaði virtist hann ekki ná áttum strax og synti í hringi áður en hann hvarf. - kk Orkuveita Reykjavíkur kaupir Orkuveitu Stykkishólms: Ver› á heitu vatni lækkar um 35 prósent ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Stykkishólms- bæ um kaup á vatns- og hita- veitu bæjarins og hefur samn- ingurinn í för með sér 35 pró- senta verðlækkun á heitu vatni í bænum. Samningurinn var und- irritaður í gær en Orkuveita Stykkishólms er metin á 615 milljónir króna. „Við fáum lægra orkuverð, verð á vatni til húshitunar lækk- ar úr 101,5 krónum á rúmmetr- ann í 65 krónur,“ segir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Síðan stóðum við frammi fyrir miklum fram- kvæmdum til að auka orkuöflun og við töldum hagstæðara að vera í samvinnu við aðila sem eru vanir því.“. Að meðtöldum skuldum Orkuveitu Stykkishólms og lækkun á gjaldskrá fær sveitar- félagið 50 milljóna króna greiðslu við söluna. Orkuveitan tekur við rekstri hitaveitunnar 1. september 2005 en vatnsveitu bæjarins 1. janúar 2006. - rsg Bur›arás hagna›ist um tæpan milljar› á viku VIÐSKIPTI Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam 24,5 milljörðum króna og þar af var hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi tæpir 20 milljarðar króna. Aldrei áður hefur fyr- irtæki skilað svo miklum hagnaði á ein- um ársfjórð- ungi. Helmingur hagnaðarins er t i l k o m i n n vegna sölu Eimskips en hagnaður af annari fjárfest- ingastarfsemi nemur rúmum 12 milljörðum króna. Innlendur hlutabréfamarkaður hefur hækkað á árinu en einnig hafa erlendar fjárfestingar skilað fé- laginu góðum hagnaði. Þrátt fyrir að hagnaður Burðaráss hafi verið yfir vænt- ingum lækkaði gengi félagins um rúmt eitt prósent í gær. Talið er að lækkunin stafi af því að margir séu að innleysa hagnað sinn af bréfum í félaginu. Heildareignir Burðaráss eru 117 milljarðar króna. Verðmæt- ustu eignir félagsins eru í fjár- málafyrirtækjum og er verð- mætasta eign félagsins í Íslands- banka fyrir 15 milljarða. Þar á eftir kemur hlutur í Skandia fyr- ir um 13 milljarða og hlutur í Carnegie upp á 10,5 milljarða. Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða króna. Stærsta óskráða eignin er hlutur í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjár- festingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfest- ingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, sagði Novator góðan kost fyrir Burðarás og að til greina kæmi að fjárfesta með félaginu í einstökum verkefn- um. Eigið fé Burðaráss er um 65 milljarðar króna og eiginfjár- hlutfallið 56 prósent. Svo hátt eiginfjárhlutfall leiðir til þess að félagið hefur mikið bolmagn til að ráðast í fjárfestingar á næstunni. Eins og áður hefur komið fram hyggst Burðarás taka þátt í útboði á Símanum nú í næstu viku. dogg@frettabladid.is Próflaus á ofsahraða: Haf›i aldrei teki› bílpróf LÖGREGLUMÁL Tvítugur ökurétt- indalaus piltur, ók bifreið á 176 kílómetra hraða á Reykjanes- braut við Smáralind í nótt. Lög- reglan í Reykjavík var látin vita og mældi hraða bifreiðarinnar skömmu síðar á Sæbraut. Eftirför var þó ekki hafin þegar ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og ók utan í kyrrstæðan bíl við Héðinsgötu. Pilturinn meiddist ekki við áreksturinn en í ljós kom að hann var ofurölvi og ekki við- ræðuhæfur. Má hann búast við hárri sekt fyrir athæfið. - grs Smyglaði fólki: Fjögurra mán- a›a fangelsi DÓMSMÁL Bandarískur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja fólk ólöglega til Íslands. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð í byrjun mánaðarins ásamt kínversku pari sem hafði verið búsett í Þýskalandi síðustu ár, en dómurinn tekur einnig til Kínverja sem hann flutti gegnum Ísland í maí. Maðurinn var sam- vinnufús við lögreglu og var það metið til refsilækkunar. Kínverska parið fékk 45 daga fangelsi fyrir að framvísa röng- um vegabréfum. - grs SPURNING DAGSINS Björn, flola bæjarbúar illa vi› á flurru landi? Það leikur allt í höndum þeirra og líka fótum. Óvenju margir íbúar Djúpavogs hafa sótt köfun- arnámskeið að undanförnu. Björn Hafþór Guð- mundsson er sveitarstjóri á Djúpavogi. FASTUR Í FJÖRUBORÐINU Blettahnýðir kemur að Íslandsströndum á vorin en syndir suður á bóginn þegar hausta tekur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S K Alda innbrota: Sextán ára handtekinn LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík handtók í gær sextán ára pilt sem áður hefur komið við sögu lögreglu. Hann er fjórði maðurinn sem er handtekinn vegna rann- sóknar lögreglu á innbrotum í Reykjavík undanfarna daga. Pilturinn var strax eftir hand- tökuna úrskurðaður í gæsluvarð- hald og verður í síbrotagæslu fram til 2. september. Unglingar virðast mikið hafa komið við sögu í innbrotunum og hefur lögregla átt í samstarfi við barnaverndar- yfirvöld við rannsókn þeirra. -grs Hagna›ur Bur›aráss var 24,5 milljar›ar á fyrstu sex mánu›um ársins en félagi› hagna›ist um tæpa 20 milljar›a á ö›rum ársfjór›ungi. Aldrei fyrr hefur félag í Kauphöllinni hagnast um jafn miki› á flremur mánu›um. FRIÐRIK JÓHANNSSON forstjóri Burðaráss. AFKOMA BURÐARÁSS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI – í milljónum króna Hagnaður 19.881 Spá Íslandsbanka 18.433 Spá KB banka 18.778 Spá Landsbankans 18.555 STYKKISHÓLMUR Verðlækkunin á heita vatninu er metin um 200 milljóna króna virði fyrir íbúa Stykkishólms. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON STJÓRNARFORMAÐUR BURÐARÁSS Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir 19 milljarða. ÓVÆNT TIL BEIRÚT Rice heilsar nýjum for- sætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora, í Beirút í gær. Rice í Líbanon: Sty›ur n‡ja ríkisstjórn LÍBANON, AP Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, fór í óvænta heimsókn til Líbanons í gær. Hún lýsti yfir stuðningi við nýja ríkistjórn landsins sem er sú fyrsta eftir að Sýrlendingar drógu setulið sitt frá landinu í vor. „Þetta er gott tækifæri til að óska líbönsku þjóðinni til ham- ingju með ótrúlega lýðræðisþrá,“ sagði Rice. Í nýju stjórninni á sæti fulltrúi úr Hezbollah-samtökunum sem Bandaríkjastjórn flokkar sem hryðuverkasamtök. Rice hvatti til afvopnunar Hezbollah. Hún gagn- rýndi einnig Sýrlendinga fyrir að loka landamærunum að Líbanon, en undanfarnar vikur hefur eftirlit við landamærin verið hert mjög. ■ BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ NÝR FORMAÐUR Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við formennsku í Blaðamannafé- lagi Íslands á stjórnarfundi í gær. Róbert Marshall sagði af sér for- mennsku í félaginu vegna nýs starfs sem hann hefur tekið við hjá 365 miðlum. Arna Schram hefur verið varaformaður félags- ins síðastliðin rúm tvö ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.