Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.07.2005, Qupperneq 16
23. júlí 2005 LAUGARDAGUR DAGBLAÐIÐ VÍSIR 162. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 Heiðar Austmann Úttekt áflottustustjörnumsumarsins Bls. 26-27 Bls. 39 Bls. 32-33 ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIRDATT AF HESTBAKIOG FÉLL Í DÁ Missti trúna á ástinni eftir svik Lærði að lifa með sorginni Kraftaverkað vera á lífi Bls. 54 FÖÐURMISSIRINN,ÁSTIN OG „BÖRNIN” Fyrir tveimur árum var Svavar Örn, sjón-varpsstjarna og hárgreiðslumaður, grár ogmyglaður eins og hann orðar það. Nú erhann hamingjusamur, kominn í sambúð ogbúinn að opna eigin hárgreiðslustofu.Hann rifjar upp æsku sína og föðurmissinnog deilir með okkur draumum sínum íeinkaviðtali við Helgarblað DV. Bls. 30-31 Arnbjörg Hlífer dóttir Vals Arnórssonar bankastjóra Kynþokkafyllstu Íslendingarnir Bls. 38 Lítill leynigestur FÉKK VERK Í MAGA OG FÆDDI BARN Bls. 6 NYLON hj álpar veikum bö rnum SVAVAR ÖRN Gæti hugsað sér að ættleiða barn Helgarbla› Hefurflúsé› DV í dag ARNBJÖRG HLÍF LÆRDI AD LIFA MED SORGINNI DAGBLAÐIÐ VÍSIR 162. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 Heiðar Austmann Ú ek áflottustustjörnumsumarsins tt Bls. 26-27 Bls. 39 Bls. 32-33 ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIRDATT AF HESTBAKIOG FÉLL Í DÁ Missti trúna á ástinni eftir svik Lærði að lifa með sorginni Kraftaverkað vera á lífi Bls. 54 FÖÐURMISSIRINN, ÁSTIN OG „BÖRNIN” Fyrir tveimur árum var Svavar Örn, sjón-varpsstjarna og hárgreiðslumaður, grár ogmyglaður eins og hann orðar það. Nú erhann hamingjusamur, kominn í sambúð ogbúinn að opna eigin hárgreiðslustofu.Hann rifjar upp æsku sína og föðurmissinnog deilir með okkur draumum sínum íeinkaviðtali við Helgarblað DV. Bls. 30-31 Arnbjörg Hlífer d ttir Vals Arnórssonar bankastjóra Kynþokkafyllstu Íslendingarnir Bls. 38 Lítill leynigestur FÉKK VERK Í MAGA OG FÆDDI BARN Bls. 6 NYLON hjá lpar veikum bö rnum ti ugsað sér að ttl i Þegar Páll Magnússon gekk út úr höfuðstöðvum 365 miðla á mið- vikudaginn vegna ágreinings við forstjóra og stjórn fyrirtækisins veltu margir því fyrir sér hve langt yrði að bíða þess að hann sneri aftur. Því það er með hann eins og Gunnar á Hlíðarenda, sem fósturjörðin togaði svo sterkt í forðum daga, að hann virðist ekki lengi geta verið án Stöðvar tvö. Páll er búinn að gera margar tilraunir til að hætta en hefur alltaf komið aftur. Síðast hætti hann fyrir tæpum fimm árum til að verða blaða- fulltrúi Kára Stefánsson- ar í deCode (titillinn var að vísu fínni: „fram- kvæmdastjóri sam- skiptasviðs“ eða eitt- hvað í þá veru). Eftir þriggja ára vist hjá Kára var hann aftur kominn á skjáinn á sínum gamla vinnustað. Verði Páll ráð- inn útvarpsstjóri, eins og ýmsir trúa, er þó ólíklegt að hann sjáist aftur á Stöð 2. Þá er hann æviráðinn í góðu djobbi og getur farið að spá í lífeyrisréttindi, sumar- leyfisferðir, golf og laxveiðit- úrana í Svartá með Kára og uppáhaldsstjórnmálamanni sínum, Davíð Oddssyni. Páll sagði nefnilega í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að eng- an stjórnmálamann hefði hann í meiri hávegum en Davíð; ekki vegna þess að hann væri alltaf sammála hon- um, heldur vegna þess að hann væri svo skemmtilegur, skarpur og snjall. Þessi ummæli þóttu sýna vel einn kost sem Páli er talinn til tekna: fyrirhyggju. Páll Magnússon er rúmlega fimmtugur. Hann á sama afmæl- isdag og Jón forseti og stjörnu- spekingar segja að það merki að hann sé með forystugen í sér. Þau á hann raunar ekki langt að sækja því faðir hans, Magnús Magnússon, var í eina tíð alþing- ismaður og ráðherra fyrir Al- þýðuflokkinn. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, þar sem hann þótti liðtækur knattspyrnumað- ur á yngri árum. Páll lauk stúd- entsprófi frá Kennaraskólanum 1975 og prófi í stjórnmálasögu og hagsögu frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð fjórum árum seinna. Fyrst eftir heimkomuna kenndi hann, en réði sig sem blaðamann á Vísi árið 1980. Hófst þá fjölmiðlaferill hans sem staðið hefur með hléum síð- an. Hann var fréttastjóri á Tím- anum í eitt ár, síðan aðstoðarrit- stjóri við Iceland Review, þá fréttamaður á Sjónvarpinu 1982 til 1986, þar af aðstoðar- fréttastjóri við hlið Ingva Hrafns Jónssonar síðasta árið. Hann var ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2 árið 1986, varð einn af fram- kvæmdastjórunum 1990 til 1991 og síðan forstjóri frá 1991 til 1994. Frá 1995 til 1996 var hann sjónvarps- stjóri Sýnar. Kom svo aft- ur til að verða frétta- stjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar þar til hann réðst til Ís- lenskrar erfðagrein- ingar haustið 2000. Samstarfsmenn Páls í gegnum tíðina hafa yfirleitt látið vel af honum, sagt hann þægilegan en kröfuharðan yfirmann, glöggan og vel tengdan. Almenningur þekkir hann fyrst og fremst sem fréttaþul og á því sviði þyk- ir hann hafa staðið sig vel; verið traustvekjandi og fum- laus. Sem útvarpsstjóri ríkis- ins læsi hann tæplega fréttir en líklega sæju menn hann þó oftar á skjánum en á gamlárs- kvöldum. Þó að Páll hafi svo að segja alla tíð lifað og hrærst í heimi fjölmiðlanna er hann að eigin sögn gagnrýninn á þá. Í fyrrnefndu Fréttablaðsviðtali sagði hann að fólk sem hefði árum saman starfað við fjöl- miðla hefði tilhneigingu til að líta á þá sem eins konar nafla þjóðlífsins. Hann sagðist hafa uppgötvað á árunum hjá deCode að svo væri ekki. Þeir væru ekki nema að litlu leyti hreyfiafl sam- félagsins, heldur fyrst og fremst speglar þess. Og speglar væru auðvitað mikilvægir. ■ MAÐUR VIKUNNAR Fréttama›ur me› forystugen PÁLL MAGNÚSSON FYRRVERANDI SJÓNVARPSSTJÓRI STÖÐVAR 2 TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Upp á síðkastið hefur hugtakið sanngjörn viðskipti heyrst æ oft- ar en það er íslensk þýðing á hug- takinu „fair trade“. Sanngjörn viðskipti sjá til þess að bændur og verkafólk fái sanngjarnt verð fyr- ir þær vörur sem það framleiðir. Einnig er þess gætt að verðið fyr- ir uppskeru til dæmis banana, tes og kaffis fari aldrei niður fyrir ákveðið lágmark. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að miklar sveiflur á markaði hafi stórfelld áhrif á lífsviðurværi framleið- anda. Vörurnar eru oftast sér- merktar, til dæmis með stimpli frá Max Havelaar, Oxfam eða FairTrade. Þessir stimplar tryggja að varan sé ekki fram- leidd með þrælkunarvinnu og að framleiðslan stuðli að sjálfbærri þróun. Reglur í alþjóðaviðskiptum eru settar af World Trade Organ- isation (WTO), Alþjóðabankanum (World Bank), og International Monetary Fund (IMF). Þessi sam- tök eiga að sjá til þess að þjóðir heims keppi á jöfnum markaði, en það gera þau ekki. Samtökunum er stjórnað af ríkustu löndum heims og þau setja reglur til að verja sína hagsmuni og hagsmuni alþjóðlegra fyrirtækja. Alþjóða- viðskipti geta dregið úr fátækt og stuðlað að efnahagsvexti fátækra ríkja. Reglurnar eru þeim ríkari í hag og stuðla að því að fátæku rík- in verða fátækari og þau ríku rík- ari. Það verður því að breyta regl- unum. Ef Afríka, Suðaustur-Asía og Suður-Ameríka gætu aukið út- flutning sinn um 1% yrði það til þess að 128 milljónir manna færu upp fyrir fátæktarmörk. Útflutn- ingur Afríku myndi aukast um 70 milljarða sem er fimm sinnum meira en þeir fá nú í þróunarað- stoð. Þrátt fyrir að þjóðarfram- leiðsla fátækra ríkja sé mikil gera reglur alþjóðaviðskipta það að verkum að þjóðirnar njóta ekki góðs af því, bændur fá nánast ekk- ert greitt fyrir vörur sínar og verkafólk vinnur myrkranna á milli fyrir lítið sem ekkert kaup. Ríkar þjóðir verja um einum milljarði á ári til styrktar eigin landbúnaði en hindra að fátækar þjóðir styrki sína eigin innviði: landbúnað og smáfyrirtæki. Þeg- ar þróunarlöndin flytja inn vörur til Vesturlanda eru settar á þær gríðarlegir tollar sem kosta þró- unarlöndin um 100 milljarða króna á ári sem er tvisvar sinnum hærra en þau fá í þróunaraðstoð. Á meðan Vesturlönd loka sínum mörkuðum fyrir þeirra vörum þrýstir Alþjóðabankinn og IMF á þróunarlöndin að opna sína mark- aði fyrir vestrænum fyrirtækj- um. Einnig er þrýst á þjóðirnar að einkavæða opinber fyrirtæki eins og rafmagns- og vatnsveitur þrátt fyrir að það sé ekki almenningi í hag. Þetta er gert í nafni frjálsra viðskipta og þess að lögmál mark- aðsins skuli ráða. Alþjóðaviðskipti í dag stuðla að fátækt í heiminum þegar hægt er að útrýma fátækt með sanngjörn- um viðskiptaháttum. Á Íslandi er enn lítið úrval til af „sanngjörn- um“ vörum en með aukinni eftir- spurn eykst framboðið. Leitið því eftir merkjum um FAIR TRADE þegar þið verslið. ■ Efla flarf sanngjörn vi›skipti ÞURÍÐUR HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR UMRÆÐAN ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.