Fréttablaðið - 23.07.2005, Síða 18
„Við ætlum að fagna með pompi
og prakt,“ segir Björn Leifsson,
eigandi World Class-líkamsrækt-
arstöðvanna, sem eiga tuttugu
ára afmæli um þessar mundir.
„Það verður opið hús í Laugum
milli 14.00 og 16.00 og margvísleg
skemmtun fyrir alla fjöl-
skylduna, og auðvitað frítt í
laugina.“
Björn opnaði fyrstu World
Class-stöðina í Skeifunni í júlí árið
1985. „Þetta byrjaði þegar ég var
að æfa í Borgartúni,“ rifjar hann
upp. „Mér fannst aðbúnaði stöðv-
anna hér á landi ábótavant og
ákvað að reyna að gera þetta al-
mennilega sjálfur.“ Björn er vél-
stjóri að mennt en vann á þessum
tíma á dekkjaverkstæði og hafði
lítið komið nálægt viðskiptum.
„Þetta var vissulega bjartsýni, en
engin geggjun. Að minnsta kosti
sló karl faðir minn til og fór í þetta
með mér,“ segir hann.
Þeir feðgar veðjuðu á réttan
hest. Tveimur árum eftir að þeir
opnuðu fyrstu World Class-
stöðina var ljóst að þeir þyrftu að
stækka við sig. Ári síðar fluttu
þeir í stærra húsnæði í Skeifunni
19. „Þar vorum við í sjö ár þangað
til við fluttum í Fellsmúlann árið
1994,“ segir Björn og minnist
þess að hann var við það að gefast
upp á þessum tíma. „Það var lítil
hreyfing á markaðnum í sex ár og
þetta var annað hvort spurning
um að pakka saman eða taka
áhættu og flytja í Fellsmúlann.“
Björn sér ekki eftir því að hafa
tekið slaginn. Í dag rekur hann
þrjár World Class-stöðvar, þar á
meðal í Laugum, sem er lang-
stærsta heilsuræktarstöð lands-
ins. Þangað flutti Björn í fyrra,
en Fellsmúlinn var löngu orðinn
of lítill. Laugar eru rúmlega sjö
þúsund fermetrar að stærð og að
jafnaði mæta þangað um tvö þús-
und manns á dag. Því hefur mikið
vatn runnið til sjávar síðan 1985
og má gera því skóna að fyrsta
World Class-stöðin myndi rúmast
í anddyrinu í Laugum.
Þó að Björn hafi verið bjart-
sýnn á sínum tíma sá hann þessa
velgengni ekki fyrir. „Þetta var
bara hobbí og ég var fyrst og
fremst að búa til almennilega að-
stöðu til að æfa sjálfur. Mig óraði
aldrei fyrir að þetta ætti eftir að
verða svona stórt. Og Laugar eiga
bara eftir að stækka.“ ■
18 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
ULYSSES S. GRANT
(1822-1885) lést þennan dag.
Tekið á því í tuttugu ár
LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN WORLD CLASS Á AFMÆLI:
„Sá tími kemur í hverjum bardaga að báðir
aðilar telja sig sigraða. Þeir sem halda
árásinni áfram vinna.“
Ulysses S. Grant var átjándi forseti Bandaríkjanna og áður hershöfð-
ingi í bandarísku borgarastyrjöldinni.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Elsa Sigurðardóttir, Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík, lést á Landspítalanum Foss-
vogi mánudaginn 18. júlí.
Jóna Sveinbjarnardóttir fyrrum húsfreyja
á Hamrafelli, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir mánudaginn 18. júlí.
Kristján Rafn Hjartarson fyrrum síma-
verkstjóri, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést
mánudaginn 18. júlí
Guðrún Sigurjónsdóttir, Efstahjalla 5,
áður á Víghólastíg 12, Kópavogi, lést á
Landspítalanum Hringbraut þriðju-
daginn 19. júlí.
Svan Magnússon málarameistari, Frid-
hemsvagen 29D, Finspang, Svíþjóð,
andaðist þriðjudaginn 19. júlí.
JAR‹ARFARIR
13.30 Gestur Bjarnason frá Fremri-
Hvestu í Arnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Bíldudalskirkju.
13.30 Halldór Jónsson frá Sunnutúni,
Eyrarbakka, Baugstjörn 6, Selfossi,
verður jarðsunginn frá Eyrar-
bakkakirkju.
14.00 Jóhann Júlíusson útgerðarmaður,
Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísa-
fjarðarkirkju.
14.00 Sigurbjörg Helgadóttir, Horn-
brekku, Ólafsfirði, verður jarð-
sungin frá Ólafsfjarðarkirkju.
AFMÆLI
Guðlaugur Arason
rithöfundur er 55 ára.
Kristján Arason
handboltahetja er 44 ára.
Sindri Freysson
rithöfundur er 35 ára.
Andrés prins af Bretlandi gekk að eiga
Söru Ferguson þennan dag árið 1986.
Athöfnin fór fram í Westminster
Abbey og flykktust þúsundir á götur
Lundúna auk þess sem um 500 mill-
jónir fylgdust með hjónavígslunni í
gegnum sjónvarp.
Sara mætti til kirkju í hestvagni úr
gleri ásamt föður sínum Sir Ronald.
Tvö þúsund gestir voru í kirkjunni og
fylgdust með því þegar brúðurin gekk
inn kirkjugólfið með fimm metra
slóða. Þegar parið hafði farið með
eiðinn heyrðust fagnaðaróp frá mann-
mergðinni fyrir utan kirkjuna. Meðal
gesta í kirkjunni voru sautján með-
limir erlendra konungsfjölskyldna,
Nancy Reagan eiginkona Bandaríkja-
forseta og forsætisráðherra Breta,
Margrét Thatcher. Játvarður prins var
svaramaður en athöfninni stýrði erki-
biskupinn af Kantaraborg.
Andrés og Sara hlutu titlana hertogi
og hertogaynja af York og eignuðust
tvær dætur, Beatrice og Eugenie. Þau
skildu árið 1996 en bjuggu saman ári
síðar til að hlífa börnunum.
Til að losna við langan skuldahala
hefur Sara Ferugson gefið út barna-
bók og komið fram í bandarískum og
breskum sjónvarpsþáttum. Árið 2001
viðurkenndi hún í bandarísku tímariti
að brestir hefðu komið í hjónabandið
innan við viku frá giftingunni og
hefðu skyldur Andrésar við sjóherinn
haft mest að segja. 23. JÚLÍ 1986
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1183 Ættfaðir Sturlunga, hinn
ágjarni og slægvitri Sturla
Þórðarson, andast.
1951 Frímúrarareglan á Íslandi
er stofnuð. Fimmtíu árum
síðar eru þrjú þúsund
reglubræður í þrettán
stúkum.
1974 Herforingjastjórnin í Grikk-
landi fellur og lýðræði er
komið á á ný.
1984 Fyrsta svarta fegurðar-
drottning Bandaríkjanna,
Vanessa Williams, afsalar
sér titlinum vegna gamalla
nektarmynda.
1995 Bretar senda herlið til
Sarajevo.
2001 Örn Arnarson lendir í öðru
sæti í 100 metra baksundi
á heimsmeistaramótinu í
Fukuoka í Japan. Þetta
voru fyrstu verðlaun Ís-
lendings á heimsmeistara-
móti í sundi.
Konunglegt brú›kaup
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og tengdadóttir,
Kolbrún Kristinsdóttir
Sunnuvegi 4, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 25.
júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélagsins.
Engilbert Ó. H. Snorrason
Jóhann Engilbertsson María Kristjánsdóttir
Helgi Karl Engilbertsson Þóra Helgadóttir
Snorri Engilbertsson
Perla Kolbrún Jóhannsdóttir
Baldur Kári Helgason
Snorri Jónsson Olga Hafberg
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Jóna Sveinbjarnardóttir
fyrrum húsfreyja á Hamrafelli, Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 18. júlí.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.00.
Sigríður Birna Ólafsdóttir Ingimar Hjálmarsson
Guðný Margrét Ólafsdóttir Elías Ingvarsson
Finnur Ingimarsson Kolbrún Guðjónsdóttir
Ólafur Ingimarsson María Pálsdóttir
Hjálmar Ingimarsson Elísa Hörn Ásgeirsdóttir
Ólöf Jóna Elíasdóttir
Sigríður Birna Elíasdóttir Daníel Helgi Reynisson
Sigmar Jósep, Katrín Rós, Ingibjörg Sólveig
Úlfur og Svanhildur Sól. www.steinsmidjan.is
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar,
bróður, mágs og frænda,
Sveins Ómars Elíassonar
Miðtúni 48, Reykjavík.
Alda Ármanna Sveinsdóttir
Jón Júlíus Elíasson Kristín Þóra Harðardóttir
Margrét Elíasdóttir Ólafur Sigtryggsson
Sigurður Þór Elíasson
og frændsystkini.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Kristmundar Jóhannessonar
bónda að Giljalandi, Haukadal, Dalasýslu,
Sigríður Bjarnadóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir Pétur Guðsteinsson
Bjarni Kristmundsson Áshildur Eygló Björnsdóttir
Hallur Kristmundsson Aðalheiður Hanna Björnsdóttir
Jóhanna Gísladóttir Fernand Lupion
afabörn og langafabarn
BJÖSSI OG DÍSA Hjónin hafa svitnað saman í ræktinni í mörg ár og sjá fram á að eyða
ellinni með lóðin í lúkunum.