Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 29
5LAUGARDAGUR 23. júlí 2005 út í heim } Svo ljúft í Nice NICE ER PERLA FRÖNSKU RÍVÍER- UNNAR OG VERÐUGUR VIÐKOMU- STAÐUR ALLRA FERÐALANGA. Borgin Nice eða Nizza á frönsku rívíerunni er kjörinn áfangastaður þeirra sem flakka um Suður-Evr- ópu. Einnig er auðvelt að ná tengiflugi til Nice frá París eða London, svo einhverjir staðir séu nefndir. Þessi fornfrægi leikvöllur hinna ríku og frægu býður upp á fallegar strendur, öflugt menningar- líf og hressilegt næturgaman auk þes sem gamli bærinn sjálfur er fallegur og bæjarstæðið einstakt. Akkúrat núna er auðvitað mjög heitt við Miðjarðarhafið en það er ekkert sem kalt hvítvínsglas, góður sólhattur og stórkostlegur ís geta ekki jafnað út. Hér er ýmislegt sem hægt er að gera í þessum sögufræga franska strandbæ: • Fáið ykkur morgunkaffi á Le Pain Quotidien í morgunsárið og fylgist með þegar blómamarkað- urinn er opnaður. • Skoðið allar búðirnar, bæði þær sem selja frönsk hátískuföt og líka vínbúðirnar og sælkerabúð- irnar og búðirnar með litla skemmtilega dótinu... • Smakkið á furðulega góðgætinu sem fæst á ítalska grænmet- isveitingastaðnum La Zucca Magica við höfnina í Nice. Það er ódýrt, og eigandi staðarins syng- ur fyrir ykkur. • Farið á skemmtistaðinn Cherry’s Café í gamla hverfinu, drekkið gott hvítvín sem ræktað er ein- hvers staðar í nágrenninu og fylgist með ríka og fallega fólkinu og hvernig það skemmtir sér á rívíerunni • Fáið ykkur Fenocchio-ís á Rosetti- torginu. Hann er heimsfrægur af gæðum og mjög óvenjulegur að auki. Rjómaís með basilbragði er til dæmis ekki til í mörgum ís- búðum. Ekki bara fyrir ferðamenn SJÓSTANGVEIÐI ER VINSÆL MEÐAL FERÐAMANNA. DUUS TOURS ER EITT ÞEIRRA FYRIRTÆKJA SEM BJÓÐA UPP Á SKEMMTILEGAR SJÓSTANGVEIÐI- FERÐIR SEM HENTA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI. Duus Tours gerir út einn bát frá Ægisgarði í Reykjavík og þaðan er farið í daglegar sjóstangveiðiferðir með ferðamenn. Ferðirnar taka um þrjá til fjóra tíma og um 20 manns komast með í hverja ferð. Páll Jónsson hjá Duus Tours segir að ferðirnar gangi vel enda sé um góða skemmtun og útivist að ræða. „Þetta hefur til dæmis verið vinsælt fyrir steggjapartí og vinnustaðaferð- ir. Við getum tekið stóra hópa og svo er líka alltaf pláss fyrir einstak- linga. Við siglum út á Faxaflóann og dólum þar. Það eru ágæt fiskimið hérna og við finnum alltaf fisk. Það er fjarri lagi að sjórinn sé að verða tómur og þrátt fyrir kvótakerfið er okkur heimilt að veiða í soðið,“ segir Páll kíminn. Hann segir að þorskur, ýsa og ufsi séu meðal þeirra tegunda sem bíti á. Páll segir að útlendingar hafi verið duglegri en Íslendingar að nýta sér sjóstangveiðina. „Okkur þætti gam- an að sjá fleiri Íslendinga um borð. Þetta virðist hins vegar vera dægra- stytting sem fólk veit lítið um. Margir hafa aldrei dregið fisk úr sjó og því getur þetta verið mikil upp- lifun. Fiskurinn sem maður veiðir sjálfur er líka bestur á bragðið,“ segir Páll. Hægt er að panta ferðir með Duus Tours með því að hafa samband í síma 898 951. Páll Jónsson hjá Duus Tours vill sjá fleiri Íslendinga um borð. Upplýsingabrunnur um ferðamál VEFURINN FERDALAG.IS ER STÚT- FULLUR AF UPPLÝSINGUM SEM ÆTTU AÐ NÝTAST FERÐAMÖNNUM INNANLANDS. Vefurinn ferdalag.is er frábær viðbót við ferðaflóruna. Upplýsingabrunnur um ferðamál er sannkallað réttnefni á vefnum. Hvort sem vantar al- mennar upp- lýsingar um staðhætti eða hvar næstu sundlaug er að finna, geymir vefurinn svör við flest- um spurningum sem vakna hjá ferðamanninum. Meðal annars er hægt að fletta upp á öllum gististöðum hvar sem er á landinu á vefnum. Á honum er einnig leitarvél sem leitar að afþreyingu, samgöngum og gistingu eftir lands- hlutum. Alls konar þarfar upplýsingar er einnig að finna þar, meðal annars mjög þarfar ábendingar fyrir fólk sem ferðast með tjaldvagna og hjólhýsi svo fátt eitt sé nefnt. Umsjón vefsins er í höndum Ferða- málaráðs Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.