Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 40
SVIPMYND MUMBAI STÆRSTA BORG INDLANDS Mumbai er betur þekkt undir sínu gamla nafni Bombay og er stærsta iðnaðarborg Indlands. Borgin er að mestu leyti á sautján kílómetra langri og fjögurra kílómetra breiðri eyju. Íbúafjöldi um 15 milljónir. Þéttleiki byggðar er mjög mikill en yfir 43 þúsund manns búa á hverjum ferkílómetra í borginni. Fólkið sem býr í Mumbai er bæði mjög ríkt og mjög fátækt fólk. Flestir íbúanna eru hindúar en þar má einnig finna fólk af flestum öðrum trúarbrögðum. Aðdráttarafl Hengigarðarnir, Indlandshliðið á Apollo Bunder og Fílahellarnir sem eru tileinkaðir hindúaguðinum Sjíva. Kvikmyndaiðnaður er stór atvinnugrein í Mumbai. Þar eru framleidd ógrynnin öll af kvikmyndum og hefur borgin því fengið gælunafnið Bollywood. Saga Mumbai síðustu ár er mjög samofin bresku nýlendustjórninni á Indlandi. Um miðja átjándu öld féll hún í hendur Breta, sem með Austur-Indíafélaginu gerðu hana að mikilli iðnaðarborg. Höfnin í Mumbai er sú stærsta á Indlandi og fara þar um yfir fjörutíu prósent alls út- flutnings. Gott að vita að Bombay Sapphire gin er ekki framleitt í Mumbai. 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR 16 Vissir þú ... … að fyrsta reiðhjólið, sem búið var til árið 1817 af Baron von Drais, hafði engin fótstig? … að keiluspil með níu keilum eins og við þekkjum úr keiluhöll- unum kom fyrst fram á sjónarsvið- ið í Þýskalandi á miðöldum? … að á hverju ári koma um 50 milljón nýir bílar á götur heimsins? … að Kínverjar notuðu silki til að búa til pappír? … að menn hafa þrifið tennurnar frá örófi alda? Frummenn í Afríku og Ástralíu hreinsuðu tennurnar en það voru hins vegar Kínverjar sem fundu upp tannburstann eins og við þekkjum hann í dag. … að súkkulaði getur drepið hunda? Í súkkulaði er efni sem hefur áhrif á hjartað og taugakerf- ið í hundum. Lítið magn af súkkulaði er nóg til að drepa lítinn hund. … að gíraffar eru einu dýrin sem fæðast með horn? … að krókódílar geta ekki hreyft tunguna og geta heldur ekki tuggið? … að mesta umferðaröngþveiti allra tíma var 16. febrúar 1980 þegar bílaröðin frá Lyon til Parísar var 176 kílómetra löng? … að bandarískir ríkisborgarar eru mestu eyðsluklærnar á ferðalög- um? Þeir eyða mest allra þjóða á ferðum erlendis. … að Kínverjar reykja allra þjóða mest ef miðað er við sölumagn? Þriðja hver sígaretta er reykt í Kína. … að mesta áfengisneysla á hvern íbúa er á Írlandi? Þar drekkur hver maður 12,3 lítra af hreinum vín- anda á ári hverju. … að tíundi hver jarðarbúi býr á eyju? … að Óskarsverðlaunahátíðin var haldin tvisvar árið 1930? … að kýr eru ekki með framtennur í efri gómi? … að helmingur jarðarbúa hefur séð að minnsta kosti eina James Bond-kvikmynd? … að það eru til um það bil einn milljarður reiðhjóla í heiminum? … að dósaopnarinn var fundinn upp 48 árum eftir að niðursuðu- dósir voru fyrst settar á markað? … að umferðarljós voru til á undan bílnum? …. að tómatar eru vinsælustu ávextir í heimi? Mun meira selst af tómötum en banönum og appel- sínum til dæmis. … að það eru til meira en 20 þús- und tegundir af bjór í heiminum? … að þær risaeðlur sem voru plöntuætur átu ekki gras? … að fyrsti kafbáturinn var hann- aður árið 1578? … að skakki turninn í Písa hefur aldrei staðið beinn? Hann var farinn að halla meðan hann var enn í byggingu. … að fyrsta kreditkortið kom fram á sjónarsviðið árið 1951? … að í Indónesíu eru töluð 365 ólík tungumál? … að bílaeign er mest í Lúxem- borg en minnst í Sómalíu og Tadsjikistan? Í Lúxemborg eru 1,7 bílar á hvern íbúa er einn bíll á hverja 10 þúsund íbúa. … að fyrsta hjartaígræðslan átti sér stað í Suður-Afríku árið 1967?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.