Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 48

Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 48
32 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR Ískuldi úti - ekkert vandamál, best einangruðu hjólhýsin á markaðnum, vatnshiti í gólfi (parket) - Alde 3000 hitun SÝNING UM HELGINA að Súðarvogi 9 Laugardag og sunnudag kl. 10 - 18 Fákanes ehf - Sími 892 8030 - www.hjolhysi.is Sænsku lúxus hjólhýsin Skandinavískur klassi Gerð 560 CTH - Verð 2.850.000 Innifaldir aukahlutir: Stór sóllúga, ísskápur með frysti, örbylgjuofn, ytra geymsluhólf, útvarp/fjarstýring/CD/MP3 Lengd á húsi: 5.71m - Breidd: 2.54m Polar 730 CTH Polar 680 CTH Polar 620 CTH Polar 590 CTH Polar 560 CTH Polar 520 CTH Kr. 2.850.000Kr. 3.950.000 Kr. 3.750.000 Kr. 3.500.000 Kr. 3.100.000 Kr. 2.695.000 Fegurðin hefur alltaf verið tilstaðar á Þorvaldseyri endatrónir Eyjafjallajökull yfir fjöllum og kórónar landslagið. En fyrir níutíu og níu árum þegar Ólafur Pálsson, afi nafna hans Eggertssonar, keypti jörðina þá virtist hún ekki svo gjöful enda gat Svaðbælisá farið yfir alla eyri svo jörðin var nær óhæf til ræktunar. Ólafur lét hendur standa fram úr ermum og reisti varnargarða með fram ánni og hóf virkjun við Koltungufoss árið 1928 og síðan þá hefur smjör dropið af hverju strái. Kýrnar fá hveiti Á Þorvaldseyri eru einu hveiti- akrarnir á landinu en þeir eru um það bil tveir hektarar og vonast Ólafur til að uppskera fjögur til fimm tonn af hveiti í haust. „Ég hef ræktað hveiti í fjögur ár,“ seg- ir Ólafur meðan hann veður um akurinn. „Það er bara svo gaman að prófa og sjá hvað náttúran get- ur gefið af sér á þessum stað. Við höfum svo bakað úr þessu hveiti og það voru bara hinar bestu af- urðir sem komu út úr því en aðal- lega fer hveitið í dýrafóður. Þannig að hveitið fer nú aðallega í kýrnar en aldrei að vita hvort maður þrói hveitiræktunina til manneldis. Svo er ég með 30 hektara af kornökrum hér þannig að við höf- um vel í þessar sextíu kýr okkar hér og getum jafnframt selt heilmikið af þessu til annara bænda.“ Kornræktun hefur verið stund- uð á Þorvaldseyri frá árinu 1960 en Eggert Ólafsson, faðir Ólafs, var einn af brautryðjendum í þeim efnum á landinu. Suðrænt loftslag Það virðist vera annað loftslag á Þorvaldseyri en annars staðar á Íslandi. Í það minnsta voru kýrnar þar komnar út á græn tún í endað- an apríl í ár. „Hér skýlir jökullinn okkur fyrir norðanáttinni og svo er sjaldan frost í jörðu og hún kemur oftast vel undan vetri,“ segir Ólafur til útskýringar á þessu fyrirbæri. „Ekki nóg með það heldur eru vínberin nokkuð vel á veg komin og ég er farinn að leggja mér eitt og eitt til munns þótt vínberjauppskera sé ekki fyrr en í september.“ Þessu til staðfestingar leiðir Ólafur blaða- mann í lítið gróðurhús sitt og býð- ur honum vínber. Rafstöð og hitaveita Fyrir fimm árum endurgerði Ólafur rafstöðina sem afi hans hafði komið upp árið 1928. „Ég nota gömlu túrbínunar en allur rafbúnaður er nýr. Með þessu móti náum við að framleiða sext- án kílóvött á klukkutíma og það dugar okkur nema á helstu álags- tímum. Ég er tengdur við lands- kerfið þannig að þegar ég hef af- gangs rafmagn get ég selt það inn á það kerfi en þegar ég hef ekki nóg kaupi ég rafmagn með sama hætti.“ Rafstöðin er í Koltungugili en þar er jafnframt unaðsreitur fjöl- skyldunnar á Þorvaldseyri enda afar hlýtt þar og veðursælt. Fjöl- skyldan hefur gróðursett fjöl- margar trjáplöntur í fögru gilinu. Árið 1989 ákvað Ólafur svo að láta á grunsemdir sínar reyna um það að heitt vatn væri að finna í iðrum jarðar á Þorvaldseyri. Hann lét bora þúsund metra holu og nú bunar úr henni heitt vatn sem iljar og þvær ábúendur jarð- arinnar. „Það var alltaf vitað að heitt vatn væri hinum megin við fjallið og ég hafði einfaldlega þá trú að heita vatnið væri hérna megin líka,“ segir Ólafur, um þessa ákvörðun sem mörgum þótti djörf á sínum tíma. Ferðamenn við túnfótinn Við innkeyrsluna að Þorvalds- eyri er útsýnisplan og mikið um að rútur fullar af erlendum ferðamönnum stoppi þar við og líti inn dalinn sem Eyjafjallajök- ull kórónar með reisn. „Hérna sér maður ferðamennina virða þetta fyrir sér og jafnvel með myndavél eða kíki. Fyrir stuttu sá ég hérna einar sex rútur á planinu.“ Ólafur segir vel koma til greina að nýta sér ferðamanna- strauminn til að kynna afurðir af bænum. „Það er aldrei að vita nema maður geti boðið þeim ost af kúnum hérna á brauði úr Þor- valdseyrarhveiti. Best væri þó ef ég gæti boðið þeim upp á viskí úr Þorvaldseyrarbiggi,“ segir korn- bóndinn kankvís og stingur hveitistrái í munnvikið. ■ Bærinn fiorvaldseyri er í einni af sy›stu og ve›ur- mildustu sveitum landsins. Umhverfi› er eins og í draumaheimi enda stoppa fjölmargir fer›amenn vi› túnfótinn til a› berja sveitina augum. Jón Sigur›ur Eyjólfsson tók hús á Ólafi Eggertssyni bónda á fiorvaldseyri og komst a› flví a› bærinn er eins og af annarri veröld, jafnvel fyrir flá sem komast inn fyrir túnfótinn. KOLTUNGUVIRKJUN Koltunguvirkjun sem sér Þorvaldseyringum fyrir rafmagni er stað- sett í unaðsreit fjölskyldunnar og þar hafa þau verið iðin við að gróðursetja trjáplöntum. Koltungufoss sér svo um að úða gróðurinn auk þess sem hann knýr fram raforkuna. VÍNBERJARÆKTUN Vínberin að Þorvaldseyri eru mörg hver orðin það þroskuð að þau bragðast afbragðs vel þó uppskeran eigi ekki að vera fyrr en í september. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Sveit af ö›rum heimi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.