Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 51
ann á púlsinum í öllu sem er að gerast í tísku og láta ekki eitt ein- asta „trend“ eða „móð“ framhjá sér fara. Þeir verða að eiga föt eftir alla flottustu hönnuðina og verða leiðir á flíkum sínum eftir örfá skipti. Fólk með fashionorex- íu er oft á toppi listanna yfir þá best klæddu en það leggur aldrei línurnar og tekur engar áhættur. Þetta fólk eltir tískuna en leiðir hana ekki, því það klæðist bara því sem frægir hönnuðir hafa matreitt fyrir það. Eins og hinn breski grínisti David Walliams orðaði það: „David Beckham tískugoð? Ég held nú ekki. Þetta er bara maður sem á fullt af nýj- um fötum en það er ekkert saman- sem merki á milli þess og að vera tískufrömuður.“ Tískutímariti Style, sem er fylgirit Times, smíðaði dæmi fyr- ir fólk um mörkin á milli fas- hionorexíu og hinna eðlilegu: „Þeir sem eru smart ganga í geggjaða, nýja jakkanum frá Dolce&Gabbana, þeir sem þjást af fashoinorexíu ganga í dressi núm- er fjórtan af Dolce&Gabbana tískusýningunni.“ Dæmi um fræga einstaklinga sem þjást af þessari röskun: David og Victoria Beckham, Jennifer Lopez, Paris Hilton og Jessica Simpson. Makeorexía Þetta er nú á mörkum þess að geta kallast sjúkdómur en er nokkuð hvimleið árátta fyrir fórnarlömb hennar. Einkenni makeorexíu eru þau að einstaklingnum líður eins og hann sé nakinn, sé hann ekki með farðað andlit og honum finnst hann líta þeim mun betur út sem magnið er meira. Eins og gefur að skilja þá leggst makeorexía oftar á konur. Nú er mikill munur á konum sem hafa gaman að förðunarvör- um og vilja hafa sig til og þeim sem líða sálarkvalir innan um annað fólk séu þær ekki stífmál- aðar. Oft er gert grín að þessari förðunarfíkn og tískublöðin bjóða stundum upp á próf sem bera yfir- skriftina „Ertu háð förðunarvör- um?“. Það er þó eingöngu gert til gamans og engar lausnir veittar þeim sem eru háðir. Þar er ekkert rætt um rót vandans sem oftast er brotið sjálfsálit eða óöryggi. Kon- um með makeorexíu finnst þær geta falið sig bak við grímuna sem farðinn veitir og halda þannig fjarlægð sinni við umheiminn. Dæmi um fræga einstaklinga sem þjást af þessari röskun: Christina Aguilera, Pamela Anderson og Jordan. Fleiri en ein Oft haldast þessar útlitsraskanir í hendur og sami einstaklingurinn getur verið þjáður af mörgum röskunum í einu. LAUGARDAGUR 23. júlí 2005 35 Gestamóttaka á Nesjavölllum og Hellisheiði Orkuveitan starfrækir gestamóttöku á Nesjavöllum (Nesjavallavirkjun) og í Skíðaskálanum í Hveradölum (fyrirhuguð Hellisheiðarvirkjun). Gestamóttaka er opin á báðum stöðum mánudaga-laugardaga kl. 9-17 og sunnudaga kl. 13-18. Allar nánari upplýsingar í síma 516 6000 og á www.or.is Aðgangur er ókeypis. OPIÐ UM HELGINA www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 2 87 51 06 /2 00 5 JENNIFER LOPEZ Lætur ekkert framhjá sér fara í tískunni og á því til að yfirkeyra ansi oft. PARIS HILTON Með hattinn, sólgleraug- un, beltið, hringinn og hárlengingarnar. CHRISTINA AGUILERA Er eitt skýrasta dæmið um manneskju með makeor- exíu. Christina sést aldrei án þess að vera gríðarlega mikið máluð og væri sennilega óþekkjanleg án alls maskarans, augnskuggans, meiksins og kinnalitarins. Hér eru aðeins nokkrar myndir sem sýna óhóflega notkun hennar á förðunarvörum. DAVID BECKHAM OG VICTORIA AD-AMS Heilbrigð og hamingjusöm. Lífs-gleðin geislar af parinu sem var nýlega trúlofað. POSH OG BECKS Með frosin bros á vörum, töluvert frægari og búin að stofna Beckham-ættarveldið. Hér eru þau aug- ljóslega með tanorexíu og fashionorexíu og einhvern snert af plastorexíu. KATIE PRICE Var falleg og frískleg ung stúlka, með krullað og glansandi hár. JORDAN Eins og Katie Price kallar sig núna. Lítur vægast sagt skelfilega út með plastorexíu, makeorexíu og tanorexíu.tímum æsku- og útlitsdýrkunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.