Fréttablaðið - 23.07.2005, Qupperneq 55
39LAUGARDAGUR 23. júlí 2005
SMS LEIKUR
Sendu SMS skeytið BTC MGf
á númerið 1900
og þú gætir unnið.
9. hver vinnur.
Vinningar eru:
•Miðar fyrir tvo
á Madagascar
•SHARK TALE á DVD
•SHREK 2 á DVD
•Glæsilegur varningur
tengdur myndinni
t.d flottir bolir
•Coca Cola
•Og enn meira af DVD
og skemmtilegu dóti
Frá framleiðendum SKERK 2 & SHARK TALE
V
in
n
in
g
a
r
v
er
ð
a
a
fh
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
á
r
a
li
n
d
.
K
ó
p
a
v
o
g
i.
M
eð
þ
v
í
a
ð
t
a
k
a
þ
á
tt
e
r
tu
k
o
m
in
n
í
S
M
S
k
lú
b
b
.
14
9
k
r
/
sk
ey
ti
ð
.
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20
10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl
14, Su 21/8 kl 14
ÖRLAGAEGGIN-SÖNGLEIKUR
6. sýning 22/7, 7. sýning 24/7 og
lokasýning 28/7
Af því tilefni að tónskáldið,
flautu- og píanóleikarinn Árni
Björnsson fæddist fyrir 100 árum
verða haldnir minningartónleikar
í Skúlagarði, Kelduhverfi, á morg-
un sunnudag. Meðal þeirra sem
koma fram á tónleikunum er
Karlakórinn Hreimur undir
stjórn Robert Faulkner, píanóleik-
arinn Aladár Rácz, Lúðrasveit
Þingeyinga og Kirkjukór Garðs-
kirkju. Einnig koma fram ættingj-
ar Árna en dóttursynir Árna,
bræðurnir Halli Cauthery, fiðlu-
leikari og Gunnar Cauthery, leik-
ari, koma til með að skemmta
gestum ásamt föður sínum, óbó-
leikaranum Andrew Cauthery.
Árni Björnsson (1905-1995) var
einn af frumkvöðlum íslensks tón-
listarlífs. Hann fæddist og ólst
upp í Lóni í Kelduhverfi. Tónlistin
átti hug hans allan frá unga aldri
en á unglingsárunum var Árni
þegar farinn að stjórna kórum
víða um héraðið. Leiðin lá síðan til
Reykjavíkur þar sem hann á árun-
um 1930 – 1935 stundaði nám í
Tónlistarskólanum í píanóleik,
flautuleik, tónfræði og hljóm-
fræði.
Árni var einn af stofnfélögum
Hljómsveitar Reykjavíkur sem
var undanfari Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands. Hann vann fyrir sér
með kennslu og lék á píanó við
ýmis tækifæri og í danshljóm-
sveitum. Árni stundaði fram-
haldsnám við Royal College of
Music í Manchester á árunum
1944 – 1946 og kenndi eftir það við
Tónlistarskólann í Reykjavík
ásamt því að semja tónlist sem
flutt verður á minningartónleik-
unum á morgun.
Öllum er frjálst að mæta á
svæðið og heiðra minningu tón-
skáldsins með því að hlýða á tón-
leikana sem hefjast klukkan
15.00. ■
EKKI MISSA AF…
...miðaldadeginum á verslunar-
staðnum Gásum í Hörgárbyggð
norðan Akureyrar milli klukkan 13
og 17 í dag.
...opnun ljósmyndasýningarinn-
ar Íslendingar í Listagilinu á Ak-
ureyri klukkan 15.
...tríói píanóleikarans Sunnu
Gunnlaugsdóttur á Jómfrúnni
klukkan 16. Aðgangur er ókeypis.
Um helgina verður Bachsveitin í
Skálholti ein af flytjendum á þriðju
helgi Sumartónleika í Skálhotskirkju.
Leiðari Bachsveitarinnar að þessu
sinni er Stanley Ritchie en hann er
einn af helstu frumkvöðlum heims í
flutningi barokktónlistar á uppruna-
leg hljóðfæri. Einsöngvarar verða
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og
Ágúst Ólafsson.
Fyrstu tónleikarnir í Skálholti verða í
dag klukkan 15.00 þar sem flutt
verða verk eftir Veracini Schütz og
Zelenka og þeir næstu klukkan 17.00
þar sem leikin verða verk eftir
Händel.
Á morgun verða svo tónleikar
klukkan 15.00 þar sem Händel-tón-
leikarnir verða endurfluttir og messa klukkan
17.00 þar sem frumfluttur verður sálmurinn
Mektugra, maktar drottni í útsetningu Gunnars
A. Kristinssonar, staðartónskálds 2005.
Frekari upplýsingar um flytjendur og tónleikaröð-
ina má finna slóðinni www.sumartonleikar.is.
Tónlistarhátíðin á Reykholti
fer fram í níunda sinn núna um helgina
og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá á
hátíðinni. Hinn þekkti franski fiðluleik-
ari Philippe Graffin er gestur á hátíðinni
í ár sem og Brindisi píanótríóið frá
Englandi. Þar eru einnig íslensku flytj-
endurnir Auður Hafsteinsdóttir, Ásdís
Brynjarsdóttir og Bryndís Halla Gylfa-
dóttir. Í kvöld eru tónleikar í Reykholts-
kirkju þar sem flutt verða verk eftir
Haydn, Ravel og Beethoven.
menning@frettabladid.is
Bachsveitin í Skálholti
!
BACHSVEITIN Kemur fram á tónleikum á þriðju tónleikahelgi sum-
artónleika í Skálholtskirkju sem fram fer núna um helgina.
Minningartónleikar í Kelduhverfi
ÁRNI BJÖRNSSON Fjöldi valinkunnra
listamanna kemur saman í Kelduhverfi á
morgun, sunnudag, til að heiðra ald-
arminningu tónskáldsins Árna Björnssonar.
Hildur Elín Ólafsdóttir
hefur veri› rá›in sem
sólódansari vi› ballett-
flokk leikhússins í Basel
í Sviss. Hildur fékk fljálf-
un í klassískum ballett í
Hollandi og hefur sí›-
astli›in sex ár dansa› í
ballettperlum á bor› vi›
Svanavatni› og fiyrnirós
me› óperunni í
Düsseldorf.
„Ég fékk stöðuna í Basel núna í
vor eftir inntökupróf. Ég sagði
upp hjá óperunni í Düsseldorf því
mér fannst vera kominn tími til að
gera eitthvað nýtt. Eftir þessi sex
ár í Düsseldorf var ég búin að
dansa í öllum klassísku verkunum
og vildi prófa mig áfram í nútíma-
dansinum,“ segir Hildur Elín
Ólafsdóttir dansari. Hún tók þátt í
þrjátíu mismunandi uppfærslum
með Rínaróperunni í Düsseldorf
og ferðaðist með ballettflokknum
á listahátíðir í Þýskalandi, Sviss,
Portúgal og nú síðast Kína, þar
sem hún var með sólóhlutverk.
Leikhúsið í Basel er af svipaðri
stærðargráðu og Rínaróperan, en
danshópurinn er minni, sem gefur
fleirum tækifæri til að dansa sóló-
hlutverk. „Ég er mjög ánægð með
að fara til Basel. Þar er aðeins
öðruvísi dansstíll og mig hefur
alltaf langað til að vinna með Ric-
hard Wherlock, sem er listrænn
stjórnandi flokksins,“ segir Hild-
ur. Wherlock er þekktur danshöf-
undur víða um heim og hefur
meðal annars sett upp verk með
Íslenska dansflokknum í Borgar-
leikhúsinu. „Það er meiri nútíma-
dans hjá Wherlock en hann heldur
í klassíkina líka. Hann gerir enn
verk á táskóm en hann er með
sinn eigin stíl,“ segir Hildur.
Fleiri þekktir danshöfundar eiga
verk á efnisskránni, þar á meðal
Jiri Kylian. „Þegar ég var í
Hollandi var ég undir áhrifum frá
Jiri Kylian, dansstjóra NDT
(Nederlands Dans Theater). Mig
hefur alltaf dreymt um að vinna
með honum og það lítur út fyrir að
það gerist núna,“ segir Hildur.
Hildur byrjaði ung að árum í
Ballettskóla Guðbjargar Björg-
vins á Seltjarnarnesi og tíu ára
gömul fór hún í Listdansskóla Ís-
lands. Hún fór sextán ára til
Hollands og lauk dansnámi frá
Konunglegu listaakademíunni í
Haag á þremur árum. „Þetta er
ofsalega mikið líkamlegt álag og
andlegt álag líka, maður er alltaf
að læra ný verk og þarf að vera
tilbúinn að taka að sér verk með
engum fyrirvara ef einhver meið-
ist. Maður er að vinna mikið á
kvöldin og borða seint. Fólk hefur
þá hugmynd að ballerínur borði
ekki neitt en brennslan er það
mikil að ég þarf ekki að hafa
áhyggjur af því. Ég þarf á orkunni
að halda,“ segir Hildur, en á efnis-
skránni fyrir næsta ár eru 104
sýningar. ■
Sólódansari í Sviss
HILDUR ÓLAFSDÓTTIR „Ég er ofsalega
sátt við hlutskipti mitt og vona að ég geti
haldið áfram að dansa sem lengst,“ segir
Hildur, en hún er núna í sumarfríi á Ís-
landi.
Um helgina verður nýsjálenski
orgelleikarinn Nigel Potts gestur
tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við
orgelið í Hallgrímskirkju. Hann
leikur í dag klukkan 12 og á morg-
un klukkan 20.
Potts flytur afar fjölbreytt efni
á tónleikunum á sunnudagskvöld
og valin verk á hádegistónleikun-
um á laugardag, meðal annars verk
eftir þrjá af helstu organistum Par-
ísarborgar á síð-
ari hluta 19. aldar;
Gigout, Dubois og
Guillmant. ■
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Nýsjálenski orgelleikarinn
Nigel Potts heldur tónleika í
Hallgrímskirkju. Potts leikur
meðal annars verk eftir þrjá af
helstu organistum Parísarborgar á
síðari hluta 19. aldar, Gigout,
Dubois og Guillmant.
15.00 Bachsveitin í Skálholti
heldur tónleika í Skálholtskirkju
ásamt einsöngvurum Guðrúnu Jó-
hönnu Ólafsdóttur og Ágústi
Ólafssyni Leiðari Bachsveitarinnar
að þessu sinni er Stanley Ritchie.
Flutt verður efnisskrá undir yfir-
skriftinni Gullöldin í Dresden en
þá munu hljóma verk eftir tón-
skáldin Veracini, Schütz og Zel-
enka.
16.00 Tríó píanóleikarans
Sunnu Gunnlaugsdóttur á Jóm-
frúnni. Auk Sunnu skipa tríóið
bandaríski trommuleikarinn
Scott McLemore og norski
bassaleikarinn Eivind Opsvik, en
hann kemur hingað til lands í
boði norska sendiráðsins. Leikin
verður tónlist eftitr meðlimi
tríósins, í bland við eldra efni.
Aðgangur er ókeypis.
17.00 Bachsveitin í Skálholti
heldur tónleika í Skálholtskirkju
ásamt einsöngvurum Guðrúnu Jó-
hönnu Ólafsdóttur og Ágústi
Ólafssyni. Leiðari Bachsveitarinnar
að þessu sinni er Stanley Ritchie.
Flutt verða verk eftir Handel.
21.00 Sumartónleikar við Mý-
vatn, í Reykjahlíðarkirkju. Stefan
Barcsay gitarleikari frá Augsburg
Þýskalandi leikur fjölbreytta tón-
list eftir Villa Lobos, Tarrega,
Brouwer og Sor.
■ ■ OPNANIR
14.00 Eríkur Arnar Magnússon
opnar myndlistarsýningu á Café
Karólínu í Listagilinu á Akureyri.
15.00 Sýningin Íslendingar opn-
ar í Listagilinu á Akureyri. Um er
að ræða sýningu sem byggð er á
samnefndri bók með myndum
eftir Sigurgeir Sigurjónsson og
texta eftir Unni Jökulsdóttur.
Sama sýning naut gríðarlegra vin-
sælda á Austurvelli í Reykjavík á
síðasta ári.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
NIGEL POTTS
Nýsjálenski organist-
inn leikur á tónleik-
um í Hallgrímskirkju
um helgina.
Potts í Hallgrímskirkju