Fréttablaðið - 23.07.2005, Page 57
LAUGARDAGUR 23. júlí 2005 41
Skáning og nánari upplýsingar
í símum 553 2590 og 893 1440.
Einnig má senda fyrirspurnir á
isaksskoli@isaksskoli.is.
Eins árs forskot í lestri og íslensku
Markmið skólans er að lestrarkunnátta í lok 6 ára bekkjar
sé sambærilegt við það sem aðrir skólar ná í lok 7 ára bekkjar.
Enska í öllum bekkjum
Enn betri undirbúningur undir frekara nám.
Áhersla á heilbrigða lífshætti
Skólinn leggur mikið upp úr því að nemendur temji
sér holla lífshætti og jákvætt lífsviðhorf. Lífsleikniþjálfun
er snar þáttur í skólastarfinu.
Vinnufriður í skólastofum
Við leggjum áherslu á að kenna nemendum markviss
og öguð vinnubrögð.
Skráning stendur yfir í Ísaksskóla
Átt þú
5-8 ára
barn?
Skóli Ísaks Jónssonar er lítill og persónulegur skóli sem
hefur sérhæft sig í kennslu 5 til 8 ára barna frá árinu 1926.
Náttúrulegur
hárlitur
Í háralitum eru mörg afar sterk efni
sem ekki er æskilegt að komist í
snertingu við líkamann og nokkur
skortur hefur verið á heilsusamleg-
um háralitum. Nú er kominn á
markaðinn frábær hár- og snyrti-
vörulína frá Logona sem er ein-
göngu framleidd úr lífrænt ræktuð-
um jurtum og inniheldur engin
óæskileg efni. Í hárlitunarlínunni frá
Logona eru margir litir í boði, litur-
inn er einfaldur í notkun og þekur
gráu hárin vel. Hárliturinn hlaut
tvenn verðlaun á Bio-fach-sýning-
unni 2005 í flokki snyrtivara en Bio
Fach er fagráðstefna fyrir framleið-
endur náttúru- og heilsuvara. Ann-
ars vegar var liturinn valinn vara
ársins og hins vegar voru veitt verð-
laun vegna þróunarvinnu Logona.
Vörurnar eru prófaðar af húðsjúk-
dómafræðingum sem hafa gefið
þeim góð meðmæli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Sólarvörn fyrir
vi›kvæma
Stutt er síðan fjallað var um að
ýmsar tegundir sólarvarna væru
jafnvel hættulegri en áhrifin frá
sólarljósi. Environmental Health
Perspectives birti vísindagrein
um rannsókn á sex sólarvarnar-
efnum. Í þeirri rannsókn kom í
ljós að þrjú af efnunum: Octyl
Methoxycinnamate,
Oxybenzone og
4 - M e t h y l -
b e n z y l i d i n e
Camphor (4-
MBC), höfðu
hormónatrufl-
andi áhrif og
gætu því verið
skaðleg heilsu
fólks.
H e i l s u m e r k i ð
Sante hefur nú í sölu
sólarvörn sem er ein-
göngu unnin úr líf-
rænum jurtum. Hún
veitir náttúrulega vörn
gegn UVA og UVB-geisl-
um með náttúrulegu
steinefnunum Titandioxid
og Zinkoxid. Hún hentar
fólki með viðkvæma húð
einstaklega vel og einnig
þeim sem vilja hugsa jafn vel
um það sem þeir setja utan á
líkaman og ofan í hann.
Arnþrúður Dögg starfar „freelance“ við
auglýsingar og kvikmyndir. Hún hefur
ætíð verið mikil fatakona og er alger-
lega óhrædd við að blanda saman alls-
konar fötum óháð ráðandi tískustraum-
um. Litaglaðari konur er heldur varla
hægt að finna norðan Alpafjalla.
Spáir þú mikið í tískuna? Já og nei, ég
skoða náttúrlega tískublöð og fylgist
með götutískunni en þegar kemur að
mínum eigin klæðaburði er ég voða
mikið í því að drullumalla nógu miklu
saman. Tískuslysin eiga það oft til að
verða smart ef maður er bara nógu
djarfur. Svo finnst mér skemmtilegt að
blanda nógu miklum litum saman við
þetta allt saman.
Uppáhaldshönnuðir? Roberto Cavalli er
svalasti hönnuður í öllum alheiminum.
Fallegustu litirnir? Ég er voða hrifin af
skærum litum, appelsínugulum, bleik-
um og öllum litum sem innihalda líf og
fjör. Svo er ég mikið í gulli.
Hverju ertu mest svag fyrir? Ég er með
sólgleraugnahneigð dauðans. Ég á um
15 sólgleraugu en ég er mjög líklega að
fara að eignast ein gleraugu í viðbót.
Það fer eftir því hvernig mér gengur að
bjóða í þau á ebay. Þetta er svona Yoko
Ono-gleraugu sem eru alveg að gera sig.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Gull-
kjól á ebay sem er í egypskum stíl.
Hann er eiginlega geimur, heilt stykki
sem er einungis með göt fyrir haus og
hendur. Hann flöktir í vindi.
Hvað finnst þér mest sjarmerandi í
tískunni? Fáklæddar konur.
Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir
haustið? Ég er eiginlega búin að kaupa
mér skvísustæls úlpujakka sem verður
ómissandi í hausthretinu. Ég keypti
úlpujakkann í Sirkusportinu.
Uppáhaldsverslun? Trilogia.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt
á mánuði? Það er misjafnt, yfirleitt kemst
ég upp með frekar lítið. Ég er frú ebay og
þar er hægt að finna ýmislegt fyrir lítið.
Hvaða flíkar gætir þú ekki verið án?
Víðra buxna með síðu klofi sem ég fékk
í nýju búðinni í Bankastræti, Nakta ap-
anum, sem opnaði í síðustu viku.
Uppáhaldsflík? Silkikjóll sem ég keypti
í litlu kínabúðinni á Laugavegi, (man
ekki hvað hún heitir). Kjóllinn er með
þrykktu mynstri og er svo fallegur að ég
get haft hann uppi á vegg.
Hvert myndir þú fara í verslunar-
ferð? Ef ég fengi að velja myndi ég
fara til Marokkó.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt
þér? Það voru mjög undarlegar bux-
ur sem voru mjög háar upp í mittið,
mjög víðar og með afbökuðu sniði.
Þessar buxur notaði ég á einhverju
„Gipsy style“ kvöldi. Þær voru mjög
skoplegar en ég keypti þær í Kolaport-
inu. Nú er ég hins vegar búin að selja
þær svo ég vona að þær lifi góðu lífi.
SMEKKURINN ARNÞRÚÐUR DÖGG SIGURÐARDÓTTIR FRÚ „FREELANCE“
Er a› bjó›a í ge›veik Yoko Ono gleraugu á ebay