Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 2
2 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Vörubílstjórar halda mótmælaáformum sínum til streitu:
A›ger›ir gætu hafist kringum hádegi
MÓTMÆLI Vörubílstjórar sem
hyggjast loka fyrir umferð úr höf-
uðborginni í dag ætla ekki að
hætta við mótmæli sín þrátt fyrir
eindregin tilmæli lögreglu.
„Við gætum farið af stað í
kringum hádegið,“ sagði Sturla
Jónsson, talsmaður þeirra, í gær-
kvöldi. „Ég á von á því að fjörutíu
til fimmtíu bílar taki þátt, en sjá-
um til hvort þeir mæta allir þegar
á hólminn er komið.“
Lögreglan í Reykjavík fundaði
í fyrrakvöld með helstu forsvars-
mönnunum. „Við skýrðum málið
vel fyrir þeim og reyndum að tala
þá ofan af þessu,“ segir Geir Jón
Þórisson yfirlögregluþjónn. Hann
segir lögregluna munu beita öll-
um tiltækum ráðum. „Aðgerðir af
þessu tagi geta haft grafalvarleg-
ar afleiðingar og því reynum við
að sjálfsögðu að koma í veg fyrir
þær.“
Sturla gefur ekki mikið fyrir
tal um að slysahætta stafi af upp-
átækinu þar sem allar götur verði
stoppfullar af bílum. „Ég get ekki
séð að neinn geti stundað ofsa-
akstur þegar engin akrein er til að
aka eftir.“ - grs / - ht
Skuldir heimila aukast
um fimmtán prósent
Skuldir heimilanna námu í árslok 2004 um 760 milljör›um króna og aukast um 15
prósent. Eignaskattur var lag›ur á í sí›asta sinn í ár og nemur 2,8 milljör›um.
RÍKISFJÁRMÁL Skuldir heimilanna
námu í árslok 2004 um 760 millj-
örðum og hafa vaxið um 15,2 pró-
sent frá árinu á undan.
Þetta kemur fram í yfirliti
fjármálaráðuneytisins um helstu
niðurstöður álagningar opin-
berra gjalda. Fjármálaráðuneyt-
ið birti í gær helstu niðurstöður
álagningar einstaklinga og
þeirra sem reka fyrirtæki í eigin
nafni.
Skuldir vegna íbúðakaupa
jukust heldur minna eða um 12,6
prósent.
Eignaskattur var lagður á í
síðasta sinn í ár. Hann nemur alls
2,8 milljörðum króna og hækkar
um 30 prósent á milli ára, sem
fjármálaráðuneytið segir eink-
um skýrast af hækkun á fast-
eignamati milli ára. Þá hefur
gjaldendum eignaskatts fjölgað
um 8,8 prósent og greiða alls
75.600 eignaskatt í ár.
Allar tölur um álagningu opin-
berra gjalda framteljenda að
fyrirtækjum undanskildum
liggja nú fyrir en álagning opin-
berra gjalda á fyrirtæki liggur
fyrir í lok október.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær nemur samanlögð
álagning tekjuskatta og útsvars
um 145 milljörðum króna í ár.
Framteljendum fjölgar á landinu
öllu um 2,1 prósent en 4.772 fleiri
einstaklingar telja nú fram en á
síðasta ári.
Hátekjuskatt greiða 17.456
framteljendur og greiða þeir um
1,4 milljarða króna en enda þótt
skatthlutfall hátekjuskattsins
hafi verið lækkað frá fyrra álagn-
ingarári um eitt prósentustig, nið-
ur í 4 prósent, hækkar álagning á
þessa gjaldendur um 3,9 prósent.
Þá eru greiðendur fjár-
magnstekjuskatts tæplega 77
þúsund og fjölgar þeim lítillega
á milli ára. Fjármagnstekjur
ríkisins eru að helmingi arð-
greiðslur, vextir og leigutekjur
en einnig söluhagnaður hluta-
bréfa en alls telja 11.400 fram
slíkar tekjur. hjalmar@frettabladid.is
Olíufélögin stefna:
Telja sektir
ofáætla›ar
SAMRÁÐ OLÍUFÉLAGANNA „Skeljung-
ur hefur þegar birt stefnu og Olís
mun einnig gera það áður en
frestur rennur út,“ segir Heimir
Örn Herbertsson, héraðsdómslög-
maður hjá lögmannsstofunni Lex -
Nestor.
Frestur til að stefna ríkinu og
samkeppnisyfirvöldum fyrir sekt-
ir vegna ólöglegs samráðs olíu-
félaganna rennur út á morgun.
Áður hafði eignarhaldsfélagið
Ker, sem á Esso, sent inn stefnu.
„Það er samdóma álit olíufélag-
anna að ályktanir um meint sam-
ráð séu allt of víðtækar og sektir
ofáætlaðar. Félögin krefjast þess
að sektir verði stórlega lækkaðar
eða felldar niður.“ -íös
Atvinnuleysi eykst í Svíþjóð:
Fer yfir sjö
prósent
SVÍÞJÓÐ Atvinnuleysi í Svíþjóð fór
yfir sjö prósent í júní, sem er
tæpu prósenti meira en á sama
tíma í fyrra og um tveimur pró-
sentum meira en í maí.
Hagstofa Svíþjóðar gaf þá
skýringu á auknu atvinnuleysi að
Svíar hafi nú tekið upp sam-
ræmda mæliaðferð Evrópusam-
bandsins og nú séu inni í tölunum
ungmenni sem leiti að sumar-
störfum.
Breytingarnar þýða að 40 þús-
und manns var bætt í hóp atvinnu-
lausra í júní en atvinnulausir voru
um 331 þúsund af 4,69 milljónum
atvinnubærra.
FASTIR ÚTI Í Á Vel gekk að bjarga mönn-
unum af þaki bifreiðarinnar.
Erlendir feðgar:
Bjarga› af
flaki bifrei›ar
BJÖRGUN Bjarga þurfti feðgum af
þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest
úti í miðri Skyndidalsá skammt
frá Höfn í Hornafirði, um hádeg-
isbil í gær. Feðgarnir eru erlendir
ferðamenn og höfðu fengið bif-
reiðina á bílaleigu.
Skyndidalsá rennur úr Jökulsá
í Lóni og er hún mjög straumþung
þar sem bíllinn festist. Björgunar-
sveitarmenn frá Hornafirði voru
kallaðir út og komu á öflugum
björgunarsveitarbíl til þess að
bjarga mönnunum úr ánni. Bif-
reiðin var síðan dregin í land og
gekk það vel að sögn lögreglu.
- ht
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÓK Á BRÚARHANDRIÐ OG STAKK
AF Talsverðar skemmdir urðu á
brúnni yfir Blöndu á Blönduósi í
fyrrakvöld eftir að ekið var á
brúarhandriðið með þeim afleið-
ingum að plastplötur brotnuðu.
Ökumaður hvarf af vettvangi og
var í gær enn leitað, að sögn lög-
reglu.
LÖGREGLA Í EFTIRLITSFLUGI
Lögreglan á Hvolsvelli fór í eftir-
litsflug yfir hálendið á þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í
gær. Eftirlitsflugið er liður í
hertri löggæslu á hálendinu sem
beinist ekki síst gegn akstri utan
vega. Nokkuð hefur verið um að
ferðamenn aki utan vega í sumar.
Slíkt hefur í för með sér eyði-
leggingu á náttúrunni og getur
verið hættulegt.
Alltaf þægilegt
www.ob.is
14 stöðvar!
SPURNING DAGSINS
Höskuldur, ætlar›u sem sagt
a› hætta á toppnum?
„Ég tel mig ekki hafa náð hæsta tindi og
held áfram að horfa upp fyrir mig.“
Höskuldur Jónsson lætur senn af störfum sem
forstjóri ÁTVR. Búist er við að þjóðin drekki 700
þúsund lítra fyrir og um verslunarmannahelgi,
sem er met.
FRAMTALINU SKILAÐ Skuldir heimilanna aukast mikið á milli ára.
SLÖKKVILIÐIÐ Skemmdir urðu á
vinnuaðstöðu listamanna þegar
eldur kom upp í Dugguvogi 3 á
sjötta tímanum í gær. Eldurinn
kom upp hjá Verksmiðjunni vinn-
andi fólki en eldsupptök eru enn
óljós. Margir eru með starfsemi í
húsinu og meðal annars eru þar
tvær vinnustofur listamanna.
Eldurinn var töluverður þegar
slökkvilið kom á vettvang en auð-
velt var að komast að honum og
tók aðeins um hálftíma að ráða
niðurlögum hans. Ekki urðu mikl-
ar skemmdir af völdum eldsins en
mikill reykur var og reyk-
skemmdir urðu töluverðar.
„Þetta er hrikalegt,“ sagði
Elísabet Ásberg skartgripahönn-
uður, sem var með aðstöðu við
hliðina á Vinnandi fólki. Hún seg-
ir að sitt tjón sé verulegt og ein-
hver listaverk hafi eyðilagst.
„Meðal þess sem skemmdist var
ósóttar pantanir.“
Á hæðinni fyrir ofan voru Sig-
rún Sigvaldadóttir, grafískur
hönnuður, og Birgir Snæbjörn
Birgisson myndlistarmaður með
vinnustofu, en ekki var búið að
fullinnrétta hana og litlar
skemmdir urðu þar.
- grs
Eldsvoði í Dugguvogi í Reykjavík:
Skemmdir á vinnua›stö›u listamanna
SLÖKKVISTARFIÐ GEKK VEL Aðeins tók um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins.
UMFERÐARHNÚTUR Búast má við miklum
töfum á umferð ef af mótmælum bílstjór-
anna verður.
LÖGREGLUFRÉTTIR
MEÐ HASS Í NORRÆNU
Lítilræði af hassi fannst í fórum
eins farþega Norrænu, sem kom
til Seyðisfjarðar í gærmorgun.
Tekin var skýrsla af manninum,
sem er Íslendingur, en að því
loknu var honum leyft að fara, að
sögn lögreglu.
ÞRETTÁN STÖÐVAÐIR Á REYKJA-
NESBRAUT Þrettán ökumenn voru
stöðvaðir vegna hraðaksturs á
Reykjanesbraut í fyrrinótt, að
sögn lögreglunnar í Hafnarfirði.
Ökumennirnir keyrðu flestir tutt-
ugu til þrjátíu kílómetrum yfir
löglegum hámarkshraða.
LÖGREGLUFRÉTTIR
STÚTUR Í ÍBÚÐARHVERFI
Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði
mann við Hringbraut fyrir of
hraðan akstur í íbúðarhverfi um
hálfníuleytið í gærkvöld. Áfeng-
islykt var af manninum og var
hann fluttur á lögreglustöðina til
sýnatöku, grunaður um ölvun-
arakstur.