Fréttablaðið - 29.07.2005, Side 8
1Hvað er talið að Íslendingar eyðimiklum peningum í áfengi um verslun-
armannahelgina?
2Hvar hafa mótmælendur virkjunar-innar á Kárahnjúkum slegið upp
tjaldbúðum?
3Hvar er Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra í opinberri heimsókn?
SVÖRIN ERU Á BLS. 50
VEISTU SVARIÐ?
8 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Spenna í lofti milli Pólverja og Hvít-Rússa:
Pólski sendiherr-
ann kalla›ur heim
HVÍTA-RÚSSLAND, AP Viðleitni Pól-
verja til að ýta undir lýðræði í
nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi
hafa framkallað æ harðari við-
brögð af hálfu stjórnvalda í
sovétlýðveldinu fyrrverandi.
Þessi núningur náði nýju há-
marki í gær er Pólverjar kölluðu
sendiherra sinn heim frá hvít-
rússnesku höfuðborginni Minsk.
„Við kölluðum sendiherra okk-
ar í Minsk heim til skrafs og
ráðagerða og hann mun ekki snúa
aftur fyrr en rætist úr ástandinu
og kúguninni linnir,“ tjáði pólski
utanríkisráðherrann Adam Rot-
feld blaðamönnum í Varsjá.
Daginn áður höfðu hvít-rúss-
nesk yfirvöld handtekið oddvita
pólska minnihlutans í Hvíta-
Rússlandi, yfirheyrt og sakað um
njósnir og fjárdrátt.
Alexander Lúkasjenkó, forseti
Hvíta-Rússlands sem stýrt hefur
landinu frá árinu 1994 og margir
saka um einræðistilburði, vill
fyrir alla muni hindra að stjórn-
arandstöðuöflum í landi hans tak-
ist að mynda ámóta öfluga hreyf-
ingu og nýlega gerðist bæði í
Úkraínu og Georgíu. Í báðum
þessum fyrrverandi sovétlýð-
veldum komust til valda umbóta-
sinnar hliðhollir nánum tengslum
við Vesturlönd.
- aa
Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar halda kynningarfund um álverið í Straumsvík:
Hugsanlega kosi› um stækkun
ÁLVER Hafnfirðingar fá hugsan-
lega að kjósa um stækkun álvers-
ins í Straumsvík á haustmánuð-
um, að sögn Lúðvíks Geirssonar
bæjarstjóra.
„Bæjarráð hefur rætt óform-
lega um slíkar kosningar í tengsl-
um við kosningarnar um samein-
ingu Hafnarfjarðar og Voga hinn
8. október,“ segir Lúðvík en þegar
er búið að samþykkja tillögu að
deiliskipulagi fyrir álverssvæðið
sem nú er í kynningu.
Almennur kynningarfundur
fyrir íbúa bæjarins verður hald-
inn síðari hluta ágústmánaðar.
„Þar verður farið yfir áform um
stækkun og allar tillögur og
áherslur sem þeim tengjast,“
segir Lúðvík. „Í kjölfar þess verð-
ur síðan ákveðið hvort farið verð-
ur í almennar kosningar um málið
en ég tel fulla ástæðu til þess
ræða það mál vel.“
Lúðvík segir umræðu um
stækkun álversins litla enn sem
komið er. „Fólk er margt hvert
ekki nógu upplýst um stækkunina
og þess vegna er mjög mikilvægt
að íbúar fái góðar upplýsingar um
hvað málið snýst.“
- ht
IRA segist hættur
vopna›ri baráttu
NORÐUR-ÍRLAND, AP Írski lýðveldis-
herinn, IRA, sem drap og limlesti
þúsundir manna í 35 ára vopnaðri
baráttu gegn breskum yfirráðum á
Norður-Írlandi, lýsti því yfir í gær
að hann væri hættur að beita of-
beldi sem pólitísku baráttutæki.
Bæði írska og breska stjórnin, sem
og ráðamenn víðar um heim, fögn-
uðu þessu sem mikilvægum áfanga
í átt að varanlegum friði á Norður-
Írlandi.
Breski forsætisráðherrann Tony
Blair sagði yfirlýsinguna „áfanga af
fordæmislausri þýðingu“ og írski
forsætisráðherrann Bertie Ahern
sagði að hún boðaði „endalok IRA
sem skæruliðasamtaka“.
En stjórnmálamenn í héraði og
sumir fréttaskýrendur vöruðu við
því að lesa of mikið út úr þessari yf-
irlýsingu; IRA hefði áður reynst
standa illa við gefin loforð, mörgum
spurningum væri ósvarað og IRA-
menn hygðust ekki leysa samtökin
upp. En þrátt fyrir þessa fyrirvara
þykir yfirlýsingin mikill áfangi frá
því samtökin lýstu yfir vopnahléi
árið 1997.
Í yfirlýsingu IRA, sem var dreift
á DVD-formi á netinu, segir að öll-
um leynilegum hópum samtakanna
hafi verið fyrirskipað að losa sig við
vopn sín og hætta öllum aðgerðum,
frá kl. 16 að staðartíma í gær að
telja. „Forysta (samtakanna) hefur
formlega fyrirskipað að hinni vopn-
uðu baráttu skuli hætt,“ segir þar,
en yfirlýsinguna las Seanna Walsh,
sá IRA-maður sem lengst hefur set-
ið í fangelsi, í 21 ár.
„Öllum sjálfboðaliðum hefur
verið sagt að leggja aðeins pólitísk-
um og lýðræðislegum verkefnum
lið og eingöngu með friðsamlegum
aðferðum. Sjálfboðaliðar eiga ekki
að taka þátt í neinum öðrum aðgerð-
um,“ segir í yfirlýsingunni, sem
beint er til hinna á að giska 500 til
1.000 meðlima samtakanna.
IRA-forystan skorar í yfirlýsing-
unni á Breta og hinn Bretlandsholla
meirihluta mótmælenda á Norður-
Írlandi að viðurkenna þetta útspil
hennar sem fullnægjandi til að við-
ræður um að koma á samstjórn
beggja fylkinga Norður-Íra verði
teknar upp að nýju. Slíkar viðræður
voru meginmarkmið friðarsamn-
inganna frá 1998, sem kenndir eru
við föstudaginn langa.
audunn@frettabladid.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
0
15
HAGKVÆMUR
KOSTUR
FYRIR
GOLFARA
GOLFKORT KB BANKA
Golfkort KB banka er fullgilt kreditkort
sem veitir kylfingum fjölmörg frí›indi
sem tengjast golfi og getur flannig spara›
fleim umtalsver›ar fjárhæ›ir. Allir geta
sótt um Golfkort, hvort sem fleir eru í
vi›skiptum vi› KB banka e›a ekki, á
golfkort.is, í síma 444 7000 e›a næsta
útibúi KB banka.
PÓLVERJAR UGGANDI Fólk úr forystu samtaka pólska minnihlutans í Hvíta-Rússlandi stillir
sér upp á svölum höfuðstöðva samtakanna í Grodno í gær. Formaður samtakanna var
handtekinn á miðvikudag. Í forgrunni er stytta af pólska skáldinu Adam Mickiewicz.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
STRAUMSVÍK Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoða nú hvort kjósa eigi um stækkun álversins í
Straumsvík í byrjun október.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Rá›amenn Bretlands, Írlands og annarra landa fögnu›u í gær yfirl‡singu sem
forysta IRA sendi frá sér um a› samtökin séu hætt allri vopna›ri baráttu.
LEGGJA NIÐUR VOPN Mæðgin ganga hjá herskáu veggmálverki í hverfi kaþólskra í Bally-
murphy í Belfast í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P