Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 23

Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 23
Á a› hleypa útlendingum í sjávarútveginn? Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi. Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Ís- lendinga erlendis. Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrun- um sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæm- astur í þessu sambandi er út- gerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í ís- lenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frum- vinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Fram- leiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfest- um sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úr- vinnslunni. Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilög- sögu. Barátta okkar fyrir út- færslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem fryst- ingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignar- hald á fiskiskipum og frystihús- um á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjár- festingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fisk- veiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fisk- veiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsl- una. Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e. fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki sam- þykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. ■ 23FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 Stutt í molbúaháttinn Undarlegt þetta fár út af fáeinum hræð- um sem hafa sett upp tjöld til að eiga hægara með að mótmæla austur við Kárahnjúka. Nú er búið að reka fólkið burt - með aðstoð kirkjunnar - það á helst að senda það úr landi. Á fréttamyndum sér maður ábúðarmikla löggæslumenn standa yfir vesældarlegum mótmælendum sem eru að taka saman eigur sínar. Við viljum ekkert svonalagað hér, eru skilaboðin. Þrátt fyrir öll manna- læti smáþjóðarinnar er stutt í molbúahátt- inn. Egill Helgason á visir.is Kjarni málsins En þá komum við að kjarna málsins. Hvað er best fyrir Samfylkinguna? Mín skoðun er sú að Samfylkingin eigi að bjóða sig fram undir sínum eigin merkjum í borg- inni. Öllum er það ljóst að Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir samstarfsflokka sína í Reykjavíkurlistanum og hefur því alla burði til þess að sigra borgina í eigin nafni. Allar hugmyndir um að bjóða Sam- fylkinguna fram eina og sér en undir merkjum Reykjavíkurlistans þykja mér ansi undarlegar svo ekki sé meira sagt. Einhver sagði að með því hefðu menn ekki trú á sínu eigin vörumerki og verð ég að taka undir slíka gagnrýni. Bjóðum því fram undir eigin merki í komandi borgar- stjórnarkosningum, því þannig eigum við sætan sigur í vændum. Halldór Reynir Halldórsson á politik.is Engan endi að taka Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum seinustu dagana framkvæmdi IMG Gallup viðamikla könnun á lífskjörum íbúa á Akureyri í marsmánuði. Samhliða þeirri könnun var spurt um afstöðu fólks til þeirra fimm framboða sem hafa fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar eftir sveitarstjórnar- kosningarnar 2002. Úrtakið var handa- hófsvalið úr þjóðskrá. 750 manns á Akur- eyri voru spurðir í þessari könnun IMG Gallup. Svarhlutfall í könnuninni var 53,7%. Sjálfur lenti ég í þessari könnun. Hún var verulega umfangsmikil. Hringt var í mig miðvikudagskvöld eitt í marsmánuði og þar spurt um allt mögulegt og ómögu- legt. Var ég í símanum að mig minnir í kortér og man ég að ég taldi að þetta ætl- aði engan endi að taka. Stefán Friðrik Stefánsson á stebbifr.blogspot.com Aldrei í strætó aftur Ég fer líklega aldrei í strætó aftur. Ég hef tekið strætisvagn af og til síðustu árin enda geta treyst á að strætóinn sem stoppar heima sé fjarkinn, að ég geti stig- ið upp í þristinn og fleiri vagna á Hlemmi o.s.frv. Núna er svo gjörsamlega búið að snúa öllu á haus að ég hætti mér ekki ná- lægt strætisvagni lengur. Það á enginn eftir að taka strætó hér eftir fyrir utan þá sem neyðast til þess. Ekki mun þessi breyting stuðla að minni bílisma eins og R-listinn vill heldur öðru nær. Ágúst Borgþór Sverrisson á agust- borgthor.blogspot.com Þröngt skilgreind fegurð Ólíkt því sem oft er haldið fram snýst and- staða við fegurðarsamkeppnir ekki endi- lega um að verið sé að hampa fríðum konum á kostnað ófríðra. Á hinn bóginn hlýtur það að vekja athygli hversu þröngt fegurðin er skilgreind í þessum keppnum. Í raun er ekki verið að keppa um fegurð heldur fegurð af tilteknu, afar sérhæfðu tagi. Og í keppni um staðlaða fegurð felst sigurinn í því að komast næst staðlinum. Í raun eru þær keppni um að ná fullkomn- un í venjuleika af tilteknu tagi. Sverrir Jakobsson á murinn.is AF NETINU BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN SJÁVARÚTVEGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.