Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 24
Bankastjóri á biðilsbuxum Forsvarsmenn bankanna ættu að geta farið kátir í helgarútilegu um verslunarmannahelgina, enda rekstrarárangur þeirra allra með miklum ágætum. KB banki sló met Burðaráss hvað varðar hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins með 24,7 milljarða hagnaði. Met Burðaráss á einum ársfjórðungi stendur þó óhaggað. KB banki hefur verið að auka markaðshlutdeild sína innanlands og sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, á kynningarfundi að þegar litið væri til markaðshlutdeildarinnar ætti bankinn nú bara eftir að taka fram úr einum. Þrátt fyrir gott uppgjör hækkuðu bréf bank- ans ekki mjög mikið enda mikið af bréfum á innlend- um markaði. Hreiðar Már hefur að undanförnu verið að kynna bankann fyrir erlendum fjárfestum og bjóst við að mikill tími myndi fara í slíkt á haustmán- uðum. Hann sagði erfitt að fjármagna áframhaldandi vöxt bankans með því að sækja fé á innlendan mark- að og því væri verkefnið að fá erlenda fjárfesta að bankanum. Biðilsbuxurnar verða því aðalklæðnaður forstjórans á næstunni. Vösunum snúið Þrátt fyrir spennuþrungið andrúmsloft þegar tilboð í Símann voru opnuð göntuðust menn aðeins með til- boðin. Tilboð hópsins sem Atorka fór fyrir var 54.674.780.332 krónur. Höfðu menn það á orði að tilboðið liti út eins og menn hefðu snúið við öllum vösum til að finna síðustu krónurnar í tilboðið. Tilboð Burðarásshópsins var hins vegar sléttir 60 milljarð- ar, enda aðstandendur svo fjáðir að ekki þarf að leita að klinki á þeim bænum. Höfðu menn samt að orði að tilboðið liti út eins og að menn hefðu aldrei gert skattskýrslu. Vísasta leiðin til að skattayfirvöld heimti gögn um frádráttarliði á skattskýrslu er að talan sé grunsamlega slétt. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.303,86 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 472 Velta: 3.956 milljónir +0,39% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Krónan veiktist um 0,62 pró- sent í gær og er það talið tengjast sölu Símans. Á gjaldeyrismarkaði töldu menn í gær að innstreymi erlends lánsfjár vegna kaupanna yrði minna eftir að í ljós kom að hópur leiddur af Exista átti hæsta boð í Símann. Talsverður bati varð á rekstri Flögu á öðrum ársfjórðungi, mið- að við sama tímabil í fyrra. Unnið er að breytingum á stjórnun og rekstri félagsins og segja forsvars- menn þess að þrátt fyrir að þegar megi greina nokkurn árangur af því starfi sé niðurstaðan nú ekki til marks um þann árangur sem stefnt er að. Hagnaður félagsins var 50 þúsund dollarar eða 3,2 milljónir króna, en töluvert tap var á sama tímabili í fyrra. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar fór yfir 4.300 stig í gær og hefur aldrei verið hærri. 24 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,60 +0,48% ... Bakkavör 38,70 +0,26%... Burðarás 16,40 +0,61%... FL Group 14,60 +0,69% ... Flaga 4,72 +0,00% ...HB Grandi 8,50 +0,00% ... Íslandsbanki 13,95 - 0,71% ... Jarðboranir 21,60 +0,00% ... KB banki 559,00 +0,54% ... Kögun 58,50 +0,17% ... Landsbankinn 19,00 +1,60% ... Marel 58,40 +0,00% ... SÍF 4,83 +0,00 ...Straumur 12,50 -0,79% ... Össur 85,50 +3,64% Össur +3,64% Og Vodafone +1,91% Landsbankinn +1,60% Straumur -0,79% Íslandsbanki -0,71% Mosaic Fashions -0,38% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is SUNNUMÖRK 2 810 HVERAGERÐI SÍMI 483 3206 Í VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUMÖRK VIÐ ÞJÓÐVEG NR. 1 OPNUNARTÍMI MÁNUD. - FIMMTUD........... FÖSTUDAGA...................... LAUGARDAGA................... 11:00 - 18:30 11:00 - 19:30 12:00 - 16:00 ALVÖRU HUMAR & ANNAÐ GIRNILEGT FISKMETI BEINT Á GRILLIÐ ERTU Á LEIÐINNI AUSTUR FYRIR FJALL Í BÚSTAÐINN EÐA ÚTILEGUNA? Hópur fjárfesta undir stjórn Exista kaupir Símann fyrir 66,7 milljarða króna. Enginn erlendur fjárfestir skilaði inn tilboði. KB banki ætlar að selja sinn hlut til al- mennings en ekki hefur verið upplýst hvenær af því verður. Kaupendur benda líka á að þátttaka lífeyris- sjóða tryggi aðkomu fjölda fólks að Símanum. „Það gat hvað sem er gerst en við erum mjög sannfærð um að það sem við buðum er rétt og sann- gjarnt verð fyrir fyrirtækið,“ segir Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Exista. Hópur sem Exista tilheyrir ásamt KB banka, nokkrum líf- eyrissjóðum, MP Fjárfestingar- banka og Skúla Þorvaldssyni, buðu hæsta verð í Símann, 66,7 milljarða króna. Er það um tíu prósentum hærra verð en það sem Burðarásshópurinn bauð, sem hljóðaði upp á slétta sextíu milljarða. Lægst var tilboð At- orku Group og fleiri, upp á tæpa 55 milljarða. Exista er fjárfestingarfélag sem Lýður og Ágúst Guðmunds- synir, kenndir við Bakkavör, stjórna. Erlendur sagði ekki tímabært að fjalla um breytingar á rekstri Símans fyrr en hópurinn tekur við stjórn fyrirtækisins. Jón Sveinsson, formaður einkavæð- ingarnefndar, segir að það eigi ekki að taka langan tíma. Stefnt sé að undirritun kaupsamnings á föstudaginn eftir viku. Þá þurfi Samkeppniseftirlitið að sam- þykkja kaupin. Eftir það stað- greiða fjárfestarnir Símann og fá lyklana að fyrirtækinu af- henta. Aðspurður um fjármögnun kaupanna segir Erlendur veru- legan hluta vera greiddan með eigin fé. Það þýðir að kaupend- urnir ætli ekki að fjármagna öll kaupin með lánsfé. Hann vill þó ekki tilgreina nákvæmlega hlut- föllin þarna á milli. Sextán erlendir fjárfestar skoðuðu rekstur Símans en enginn þeirra skilaði inn bind- andi tilboði. Jón Sveinsson segir að erlendu aðilarnir hafi fljótt skynjað að íslensku félögin væru tilbúin að greiða hátt verð fyrir fyrirtækið. Þeir hafi ef til vill ekki verið tilbúnir að kosta háum fjárhæðum í tilboðsvinnu. Þá gæti það hafa haft áhrif að fyrir- tækið væri lítið í alþjóðlegum samanburði og reglur um há- markshlut hvers bjóðanda gætu hafa fælt menn frá. Hann er hins vegar mjög ánægður með það verð sem kom upp úr síðasta um- slaginu við opnun tilboða. Eitt af skilyrðum einkavæð- ingarnefndar var að selja þrjátíu prósent til almennings. Verður það hlutur KB banka sem verður seldur en Erlendur vildi ekki gefa upp hvenær það yrði. Það verður að gerast fyrir árslok 2007, um leið og búið á að vera að skrá Símann á aðallista Kaup- hallarinnar. bjorgvin@frettabladid.is 70 prósent af tekjum bank- ans koma frá útlöndum. KB banki hagnaðist um 25 millj- arða á fyrstu sex mánuðum árs- ins og hefur bankinn aldrei skil- að jafn miklum hagnaði. Hagnað- ur á hlut á fyrstu sex mánuðum ársins var 37,9 samanborið við 35,7 krónur á hlut allt árið í fyrra. Vaxtatekjur bankans tvöföld- uðust frá sama tíma árið 2004. Hreinar þóknanatekjur jukust mikið milli ára og námu rúmum níu milljörðum á fyrstu sex mán- uðum ársins. Aukningin skýrist að mestu leyti af miklum vexti í þóknanatekjum hjá Fyrirtækja- ráðgjöf. Gengishagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 18,5 milljörðum króna og nam gengishagnaður 40 prósentum af tekjum tímabilsins. Heildareignir bankans voru 1.900 milljarðar í lok júní en með kaupunum á Singer & Friedland- er eru eignir bankans meiri en 2.200 milljónir króna. - dh Tryggingamiðstöðin (TM) hagnað- ist um 1.449 milljónir króna á öðr- um ársfjórðungi. Það er sexfalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Afkoman er heldur undir spám greiningardeildanna, sem höfðu spáð hagnaði á bilinu 1,5- 2,0 milljörðum. Samanlagður hagnaður á fyrri hluta ársins var því um 2,9 milljarðar króna. Enn er það góður árangur á fjármálamörkuðum sem skýrir afkomu TM en þó hefur vátrygg- ingarstarfsemin verið að rétta úr kútnum. Eigin iðgjöld drógust saman um tíu prósent en fjárfest- ingatekjur jukust um nærri tvö hundruð prósent. Bæði tjóna- og rekstrarkostnaður dragst saman frá fyrra ári. Hagnaður, sem varð á vátryggingarstarfseminni á fjórðungnum, nær ekki að vega upp tapið sem varð á tryggingar- hlutanum á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir TM aukast um fimmtán prósent og eru um 23 milljarðar króna. Eigið fé var yfir ellefu milljarðar króna. - eþa Afkoma undir væntingum AFKOMA TM Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI - í milljónum króna Hagnaður 1.449 Spá Íslandsbanka 1.506 Spá KB banka 2.000 Spá Landsbankans 1.660 HAGNAÐUR STÓREYKST TM hagnaðist um 1.449 milljónir á öðrum ársfjórðungi, sem var rétt undir spám markaðsaðila. Hagnaður TM sexfaldast milli ára. Vátryggingarstarf- semin enn í járnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I KB banki hagnast um 25 milljar›a HAGNAÐURINN ÚTSKÝRÐUR Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. AFKOMA KB BANKA Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI - í milljónum króna Spá Íslandsbanka 11.495 Spá Landsbankans 11.265 Hagnaður 13.673 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. „Rétt og sanngjarnt verð fyrir fyrirtækið“ KAUPENDUR SÍMANS Hér að neðan gefur að líta hversu stór- an hlut hver aðili innan fjárfestahópsins kaupir í Símanum. Að hámarki má einn aðili eða tengdir aðilar eiga 45 prósent í fyrirtækinu eftir að það er selt. Í sviga er sú upphæð sem hver fjárfestir þarf að reiða fram vegna kaupanna. Félag Eignarhlutur Exista ehf. 45% (30 milljarðar kr.) Kaupþing banki hf. 30% (20 milljarðar kr.) Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25% (5,5 milljarðar kr.) Gildi - lífeyrissjóður 8,25% (5,5 milljarðar kr.) Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% (1,5 milljarðar kr.) Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25% (1,5 milljarðar kr.) MP Fjárfestingarbanki hf. 2% (1,3 milljarðar kr.) Imis ehf. (Skúli Þorvaldsson) 2% (1,3 milljarðar kr.) FJÁRFESTAR FAGNA ÞEGAR TILBOÐ ERU LJÓS Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis, Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og Erlendur Hjalta- son, framkvæmdastjóri Exista, takast í hendur eftir að ljóst er að þeirra hópur kaupir Sím- ann. Á bak við þá er Jakob Möller hæstaréttarlögmaður, sem var einkavæðingarnefnd til ráðgjafar í söluferlinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.