Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 28

Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 28
Afgangar Gakktu vel frá öllum afgöngunum, settu þá í loftheldar umbúðir og geymdu í ísskápnum. Láttu matarafgangana ekki standa of lengi á matarborðinu, settu þá í ísskápinn um leið og þú hættir að borða. Kjötafganga má geyma í þrjá daga en annar matur geymist lengur.[ ] Sími 533 1020 NÝJAR VÖRUR Skeifunni 11d Réttir sem fara vel á grillið Matreiðslumaðurinn á Angelo. Matreiðslumaðurinn á veit- ingahúsinu Angelo deilir upp- skriftum með lesendum Fréttablaðsins. Veitingastaðurinn Angelo er á besta stað í bænum og býður upp á fjölbreytta rétti. Matargerðin er undir áhrifum frá Miðjarðar- hafinu en öðruvísi hráefni eins og hrefnukjöt er einnig þar á boðstólnum. Staðurinn er í gömlu húsi á Laugavegi 22a og fallegar innréttingarnar ásamt sólríkum pallinum bjóða upp á skemmtilegt andrúmsloft. Eldhúsmeistarinn á Angelo hafði til uppskriftir fyrir Frétta- blaðið annars vegar af kjötrétti og hins vegar af sjávarrétti. Að hans sögn er hægt að útbúa báða réttina á grillinu og gefa þeim þannig sumarbragð. Jafnvel er hægt að útbúa þá þannig að hægt sé að taka þá með í útileguna um helgina. Í öllu falli eru þeir auð- veldir, fljótlegir í undirbúningi og umfram allt gómsætir. Tígrisrækjurnar eru einn vin- sælasti rétturinn á matseðlinum og ekki að ástæðulausu enda eru þær sérlega bragðgóðar. Sítr- ónusósan gefur réttunum líka ferskt bragð. Rækjurnar eru þræddar á venjuleg grillspjót en einnig er gott að nota rósmarín- spjót sem hægt er að fá í betri verslunum. Um rækjurnar gildir sama lögmál og um lambið - eftir því sem kjötið er marinerað lengur því betra verður það. ■ Sala á bjór í plastflöskum hefur margfaldast undan- farin ár og sífellt fleiri neytendur taka plastflöskurn- ar fram yfir umbúðir í gleri og áli. Nýverið var Egils Gulli, Tuborg Grön og Litla-Jóni tappað á plastflöskur en sala á Egils Pilsner í plastflöskum hófst í fyrrasum- ar. Viðtökurnar voru mjög góðar og þá sérstaklega hjá yngra fólki sem er vant drykkjum í plastumbúðum. Egils Pilsner og Litli-Jón fást í flestum vínbúðum en Tuborg og Egils Gull í Kringlunni og Heiðrúnu. Kostir plastflasknanna eru óumdeilanlegir og hafa löngu sannað gildi sitt þegar gos- og vatnsdrykkir eru annars vegar. Þær vega ekki nema einn sjöunda af þyngd glerumbúða, með skrúfanlegum tappa, brotna ekki og eru því mjög hentugar í ferðalagið. Verð í Vínbúðum: Pilsner 153 kr., Gull 199 kr., Tuborg Grön 179 kr. í 500 ml flöskum og Litli-Jón 339 kr. í 1.250 ml flöskum. HOLLANDIA: Einn sá ódýrasti Nýlega kom í Vínbúðirnar nýr ódýr 4,8% bjór á aðeins155 kr. dós- in og gerist það vart ódýrara. Bjórinn er t.d. 4 kr. ódýrari en Faxe. Holland er lítill blettur á heimskortinu en Hollendingar hafa frá fornri tíð verið leiðandi í heimsverslun og síðast en ekki síst frábærir bjórframleiðendur. Holland er gífurlega stór bjórút- flytjandi og er því að þakka góðum bjór, góðum gæðum og um- fram allt góðum viðskiptatengsl- um frá fornu fari sem nær til allra landa. Hollandia-bjórinn er há- klassa pilsner-bjór sem á sívax- andi vinsældum að fagna bæði innan og utan Hollands. Hollandia- bjórinn er framleiddur eingöngu úr náttúrulegum hráefnum, fyrir- tækið maltar sitt eigið bygg og á sína eigin vatnsuppsprettu sem tryggir gæðinn. Hollandia er í pilsner-stíl með góðri fyllingu; frískandi og þægilegur bjór 5% að styrkleika sem tryggir gott bragð. Verð í Vínbúðum 155 kr. í 500 ml dós. Plastið sigrar um verslunarmannahelgina! TÍGRISRÆKJUR Á SPJÓTI Tígrisrækjur eru marineraðar í hvít- lauk og rósmaríni í sólarhring. Þær eru síðan þræddar á spjót og grillaðar í nokkrar mínútur. Gott er að bera þær fram með ferskri sítrónu og spínati. Sítrónusósa: Sýrður rjómi Karrý Franskt sinnep Sítrónusafi Salt og pipar RÓSMARÍNLAMBAFILLET MEÐ RAUÐVÍNSSÓSU Kjötið er fituhreinsað og marínerað í rósmaríni og sítrónu í sólarhring hið minnsta. Kartöflurnar eru bakaðar og grænmeti gufusoðið, til dæmis gul- rætur, aspas og brokkolí. Rauðvínssósa: Lambasoð Rósmarín Rauðvín Salt og pipar Bláberjasulta Veitingastaðurinn Angelo er í fallegu húsnæði. Mojito-drykkurinn er tilvalinn í sumarpartíið enda afar bragðgóður. Kokteillinn Mojito er búinn að vera heitur sem aldrei fyrr á skemmtistöðum bæjarins í sumar og því ekki seinna vænna en að læra að blanda þetta suðræna og svalandi hanastél. Suðrænt og svalandi hanastél MOJITO: 6 myntulauf 2 skvettur af Gold rommi 1 tsk. súraldinsafi 2 tsk. mjög fínn sykur Kremdu myntulaufin í skál eða botni glassins. Heltu romminu, súraldinsafan- um og sykrinum saman við. Bættu klaka við, hrærðu saman og fylltu upp í með sódavatni. Skelltu þér síðan í dansskóna og dansaðu samba eins og þér sé borgað fyrir það! Mojito hentar vel á dansgólfinu til að svala þorstanum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.