Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 28
Afgangar Gakktu vel frá öllum afgöngunum, settu þá í loftheldar umbúðir og geymdu í ísskápnum. Láttu matarafgangana ekki standa of lengi á matarborðinu, settu þá í ísskápinn um leið og þú hættir að borða. Kjötafganga má geyma í þrjá daga en annar matur geymist lengur.[ ] Sími 533 1020 NÝJAR VÖRUR Skeifunni 11d Réttir sem fara vel á grillið Matreiðslumaðurinn á Angelo. Matreiðslumaðurinn á veit- ingahúsinu Angelo deilir upp- skriftum með lesendum Fréttablaðsins. Veitingastaðurinn Angelo er á besta stað í bænum og býður upp á fjölbreytta rétti. Matargerðin er undir áhrifum frá Miðjarðar- hafinu en öðruvísi hráefni eins og hrefnukjöt er einnig þar á boðstólnum. Staðurinn er í gömlu húsi á Laugavegi 22a og fallegar innréttingarnar ásamt sólríkum pallinum bjóða upp á skemmtilegt andrúmsloft. Eldhúsmeistarinn á Angelo hafði til uppskriftir fyrir Frétta- blaðið annars vegar af kjötrétti og hins vegar af sjávarrétti. Að hans sögn er hægt að útbúa báða réttina á grillinu og gefa þeim þannig sumarbragð. Jafnvel er hægt að útbúa þá þannig að hægt sé að taka þá með í útileguna um helgina. Í öllu falli eru þeir auð- veldir, fljótlegir í undirbúningi og umfram allt gómsætir. Tígrisrækjurnar eru einn vin- sælasti rétturinn á matseðlinum og ekki að ástæðulausu enda eru þær sérlega bragðgóðar. Sítr- ónusósan gefur réttunum líka ferskt bragð. Rækjurnar eru þræddar á venjuleg grillspjót en einnig er gott að nota rósmarín- spjót sem hægt er að fá í betri verslunum. Um rækjurnar gildir sama lögmál og um lambið - eftir því sem kjötið er marinerað lengur því betra verður það. ■ Sala á bjór í plastflöskum hefur margfaldast undan- farin ár og sífellt fleiri neytendur taka plastflöskurn- ar fram yfir umbúðir í gleri og áli. Nýverið var Egils Gulli, Tuborg Grön og Litla-Jóni tappað á plastflöskur en sala á Egils Pilsner í plastflöskum hófst í fyrrasum- ar. Viðtökurnar voru mjög góðar og þá sérstaklega hjá yngra fólki sem er vant drykkjum í plastumbúðum. Egils Pilsner og Litli-Jón fást í flestum vínbúðum en Tuborg og Egils Gull í Kringlunni og Heiðrúnu. Kostir plastflasknanna eru óumdeilanlegir og hafa löngu sannað gildi sitt þegar gos- og vatnsdrykkir eru annars vegar. Þær vega ekki nema einn sjöunda af þyngd glerumbúða, með skrúfanlegum tappa, brotna ekki og eru því mjög hentugar í ferðalagið. Verð í Vínbúðum: Pilsner 153 kr., Gull 199 kr., Tuborg Grön 179 kr. í 500 ml flöskum og Litli-Jón 339 kr. í 1.250 ml flöskum. HOLLANDIA: Einn sá ódýrasti Nýlega kom í Vínbúðirnar nýr ódýr 4,8% bjór á aðeins155 kr. dós- in og gerist það vart ódýrara. Bjórinn er t.d. 4 kr. ódýrari en Faxe. Holland er lítill blettur á heimskortinu en Hollendingar hafa frá fornri tíð verið leiðandi í heimsverslun og síðast en ekki síst frábærir bjórframleiðendur. Holland er gífurlega stór bjórút- flytjandi og er því að þakka góðum bjór, góðum gæðum og um- fram allt góðum viðskiptatengsl- um frá fornu fari sem nær til allra landa. Hollandia-bjórinn er há- klassa pilsner-bjór sem á sívax- andi vinsældum að fagna bæði innan og utan Hollands. Hollandia- bjórinn er framleiddur eingöngu úr náttúrulegum hráefnum, fyrir- tækið maltar sitt eigið bygg og á sína eigin vatnsuppsprettu sem tryggir gæðinn. Hollandia er í pilsner-stíl með góðri fyllingu; frískandi og þægilegur bjór 5% að styrkleika sem tryggir gott bragð. Verð í Vínbúðum 155 kr. í 500 ml dós. Plastið sigrar um verslunarmannahelgina! TÍGRISRÆKJUR Á SPJÓTI Tígrisrækjur eru marineraðar í hvít- lauk og rósmaríni í sólarhring. Þær eru síðan þræddar á spjót og grillaðar í nokkrar mínútur. Gott er að bera þær fram með ferskri sítrónu og spínati. Sítrónusósa: Sýrður rjómi Karrý Franskt sinnep Sítrónusafi Salt og pipar RÓSMARÍNLAMBAFILLET MEÐ RAUÐVÍNSSÓSU Kjötið er fituhreinsað og marínerað í rósmaríni og sítrónu í sólarhring hið minnsta. Kartöflurnar eru bakaðar og grænmeti gufusoðið, til dæmis gul- rætur, aspas og brokkolí. Rauðvínssósa: Lambasoð Rósmarín Rauðvín Salt og pipar Bláberjasulta Veitingastaðurinn Angelo er í fallegu húsnæði. Mojito-drykkurinn er tilvalinn í sumarpartíið enda afar bragðgóður. Kokteillinn Mojito er búinn að vera heitur sem aldrei fyrr á skemmtistöðum bæjarins í sumar og því ekki seinna vænna en að læra að blanda þetta suðræna og svalandi hanastél. Suðrænt og svalandi hanastél MOJITO: 6 myntulauf 2 skvettur af Gold rommi 1 tsk. súraldinsafi 2 tsk. mjög fínn sykur Kremdu myntulaufin í skál eða botni glassins. Heltu romminu, súraldinsafan- um og sykrinum saman við. Bættu klaka við, hrærðu saman og fylltu upp í með sódavatni. Skelltu þér síðan í dansskóna og dansaðu samba eins og þér sé borgað fyrir það! Mojito hentar vel á dansgólfinu til að svala þorstanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.