Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 44
29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR32 Í dag eru 32 erlendir leikmenn á mála hjá þeim tíu liðum sem í Landsbankadeildinni eru. Sam- kvæmt útreikningi Fréttablaðsins eru aðeins tólf þeirra yfir meðalmennsk- una hafnir og þar með að bæta leik síns liðs. Um leið og þetta er sann- arlega sláandi niðurstaða er hún einnig afskaplega döpur sem slík og langt frá því að vera viðunandi. Það þarf ekki að velta lengi fyrir sér þeim tilgangi sem býr að baki komu hvers erlends leikmanns. Forsendan hlýtur að vera sú að viðkomandi leikmaður bæti leik síns liðs og hafi eitthvað fram að færa sem er ekki þegar til staðar hjá innlendum leik- mönnum félagsins Oft þegar erlendir leikmenn koma hingað á sumrin halda þjálfarar og stjórnarmenn viðkomandi félaga því fram að þeir séu fengnir til að styrkja leikmannahópinn. Hinir sömu lifa í blekkingu - enginn stjórnarmeðlimur með snefil af við- skiptaviti borgar erlendum leik- manni fúlgur fjár til að sitja á bekkn- um í meirihluta leikja sumarsins. Leikmenn eru fengnir til að lyfta leik síns liðs á hærra plan - sem þeir eru augljóslega ekki að gera miðað við frammistöðu þeirra flestra í sumar. Kostnaðurinn á bak við komu hvers erlends leikmanns er misjafn, en skiptir í flestum tilvikum hund- ruðum þúsunda sem deilist í ferðakostnað, launagreiðslur og önnur „fríðindi“ sem leikmenn fá á meðan dvöl þeirra hér á landi stendur yfir. Flestir - ef ekki allir - eru þeir hálfatvinnu- menn sem hafa það almennt býsna gott, spilandi fótbolta á Íslandi yfir sumartímann. Ef marka má frammistöðu þess- ara leikmanna í sumar hefur verið um hreina peningasóun að ræða í flestum tilvikum. Með þessar sláandi niðurstöður sem tilgreindar eru í Fréttablaðinu í dag til hliðsjónar er ekki úr vegi að rifja upp er ekki úr vegi að rifja upp þá gömlu tuggu hverjum þessi til- gangslausi innflutningur erlendra leikmanna bitnar helst á; nefnilega hinum fjölmörgu ungu og bráðefni- legu leikmönnum sem eru þegar til staðar hjá flest- um félög- um. Það eru þeir sem líða fyrir inn- flutninginn á erlendu vara- skeifunum og fá um leið þá tilfinn- ingu að enginn tilgangur sé með veru þeirra hjá félaginu og enda jafnvel á því að hrökklast burtu frá því á endanum. Allt vegna þess að erlendir leikmenn virðast njóta frið- helgi hjá þjálfurum sínum þegar kemur að því að skilja leikmenn eftir utan hóps. Á þessu eru þó undantekningar, sú nýjasta hjá Þrótti þar sem Atli Eð- valdsson lét það verða sitt fyrsta verk hjá liðinu að taka hina erlendu leikmenn liðsins út úr liðinu. Í kjöl- farið hefur verið allt annað að sjá til liðsins, en auðvitað er ekki hægt að fullyrða um hvort það hafi eitthvað að gera með fjar- veru útlendinganna eður ei. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um hvernig þessum fjármunum gæti verið betur varið í unglingastarf félaga og við að byggja upp innri starf- semi félaga - þá umræðu þekkja allir. Meðfylgandi tölfræði sýnir hins vegar að sú umræða á fullan rétt á sér. Tölurnar tala sínu máli. Aðeins 37% útlendinga bæta leik sinna liða 20 af 32 erlendum leikmönnum Landsbankadeildar karla eru me› lakari me›aleinkunn í einkunnagjöf Fréttabla›sins en li›i› sem fleir spila me› og eru flví samkvæmt tölfræ›inni ekki a› bæta leik sinna li›a. FÓTBOLTI Þegar hafa 32 erlendir leikmenn spilað fyrir liðin tíu í Landsbankadeild karla og í næstu umferð bætast væntanlega þrír til viðbótar því KR og ÍBV eru að fá til sín nýja leikmenn. Aldrei hafa fleiri útlendingar spilað í deildinni og það hafa held- ur aldrei jafnmargir erlendir leik- menn liðanna setið á bekknum eða fyrir utan hóp líkt og í Lands- bankadeildinni þetta sumarið. Góð þróun í íslenska boltanum Frammistaða og fjöldi þess- arra leikmanna hefur vakið upp spurningar um hvort þetta sé rétt þróun fyrir íslenska knattspyrnu. Þegar tölfræðin er skoðuð út frá meðaleinkunn leikmanna í ein- kunnunnagjöf Fréttablaðið í sum- ar kemur í ljós að aðeins 37% af þessum erlendu leikmönnum eru að draga upp meðaleinkunn sinna liða. Af þessum 12 leikmönnnum sem eru yfir meðallagi hjá sínum liðum er tveir nýkomnir (Rune Lind hjá ÍBV og Kenneth Gustavs- son hjá Keflavík) og einn farinn (Brian O’Callaghan hjá Keflavík) og eftir standa því aðeins níu er- lendir leikmenn sem tölfræðin segir að bæti leik sinna liða nú þegar 12 af 18 umferðum Íslands- mótsins er lokið. Bæði liði ÍBV og Grindavíkur hefur gengið illa að flytja inn leik- menn í sumar og hjá báðum eru það fjórir erlendir leikmenn sem draga niður meðaleinkunn liðsins. Hjá ÍBV, sem er í 8. sæti deildar- innar með 10 stig, eru það aðeins Ian Jeffs og nýi Daninn Rune Lind sem eru yfir meðaltali liðsins, sem er samt lakasta meðaleinkunn allra liðanna í deildinni. Lind á að- eins einn leik að baki og framlag hans er því enn ekki fullsannað. Breyttir tímar í Eyjum Eyjamenn hafa undanfarin ár flutt inn sterka erlenda leikmenn sem hafa hjálpað liðinu mikið en svo er ekki í ár. Ian Jeffs er þannig leikmaður sem hefur verið í Eyjum undanfarin ár og því að Lind undanskildum er það enginn erlendur leikmaður sem hefur unnið sér fast sæti í liðinu. Hjá Grindavík sem er í neðsta sæti með 9 stig skiptast erlendu leikmenn liðsins í tvo hópa. Mark- vörðurinn Boban Savic og þýski varnarmaðurinn Mathias Jack hafa spilað mjög vel í sumar en hinir fjórir útlendingarnir í liðinu eru allir að draga niður meðalein- kunn þess. Nýju mennirnir Robert Niestroj, Mounir Ahandour og Michael Zeyer hafa átt misjafna daga og Paul McShane hefur ekki leikið jafn vel og undanfarin tíma- bil. Innflutingur Fylkismanna hefur líka gengið illa enda eru all- ir þrír útlendingar liðsins undir meðaleinkunn leikmanna liðsins. Svíinn Erik Gustafsson er horfinn á braut og Danirnir Christian Christiansen og Peter Tranberg hafa ekki skilað miklu til liðsins. Líkt og hjá Grindavík hafa Keflvíkingar verið misheppnir með erlenda leikmenn. Brian O´Callaghan var yfir meðal- einkunn liðsins áður en að hann hvarf á braut, nýi maðurinn Kenn- eth Gustavsson lék mjög vel í sín- um fyrsta leik á KR-vellinum og Michael Johansson er rétt undir meðaleinkunn liðsins. Þeir Bran- islav Milicevic og Issa Abdulkadir hafa hins vegar ekki fundið sig. Erlendir leikmenn Fram, KR og Þróttar hafa einnig verið mis- jafnir, margir í vandræðum með að komast í byrjunarliðið og sumir oftar en ekki utan leik- mannahópsins. FH-ingar sér á báti Vissulega er málið ekki alveg svo einfalt og besta dæmið er kannski hjá toppliði Landsbanka- deildarinnar þar sem allt liðið er að spila vel og meðaleinkunn allra leikmanna er mjög há. Hjá FH er það því aðeins Allan Borgvardt sem hífir meðaleinkunn liðsins upp en landar hans Tommy Niel- sen og Dennis Siim eru báðir með meðaleinkunn upp á 6,2 eða betra og því hefur frábær frammistaða FH-liðsins í heild mestu áhrifin á að þeir tveir eru undir meðallagi. Báðir þessir leikmenn hafa sann- að mikilvægi sitt með góðri frammistöðu með liðinu. Hér til hliðar má síðan finna lista yfir alla erlendu leikmennina hjá liðunum tíu í Landsbankadeild karla 2005 og hvernig þeir koma út miðað við meðaleinkunn sinna liða. ooj@frettabladid.is Landsbankadeild karla: Tölfræ›i 7. til 12. umfer›ar Besta frammistaða leikmanna í einkunnagjöf Fréttablaðsins: Allan Borgvardt, FH 7,2 Guðmundur Sævarsson, FH 7,2 Björgólfur Takefusa, Fylki 7 Auðun Helgason, FH 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val 7 Daði Lárusson, FH 6,8 Hafþór Ægir Vilhjálmsson, ÍA 6,8 Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Val 6,8 Igor Pesic, ÍA 6,75 Birkir Kristinsson, ÍBV 6,7 Fjalar Þorgeirsson, Þróttur 6,7 Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík 6,7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH 6,6 Guðmundur Benediktsson, Val 6,6 Matthías Guðmundsson, Val 6,6 Baldur Sigurðsson,Keflavík 6,5 Páll Einarsson, Þrótti 6,5 Tryggvi Guðmundsson, FH 6,5 Kjartan Sturluson, Val 6,4 Reynir Leósson, ÍA 6,4 Gunnlaugur Jónsson, ÍA 6,4 Freyr Bjarnason, FH 6,4 Atli Sveinn Þórarinsson, Val 6,4 Viktor Bjarki Arnarson, Fylki 6,3 Valur Fannar Gíslason, Fylki 6,3 Steinþór Gíslason, Val 6,2 Óskar Örn Hauksson, Grindavík 6,2 Ian Jeffs, ÍBV 6,2 Andri Júlíusson, ÍA 6,2 Sinisa Valdimar Kekic, Grindavík 6,2 Stefán Helgi Jónsson, Val 6,2 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 6,17 Atli Jóhannsson, ÍBV 6,17 Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki 6 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 6 Bjarki Guðmundsson, ÍA 6 Mathias Jack, Grindavík 6 Pálmi Haraldsson, ÍA 6 Eyjólfur Héðinsson, Fylki 6 Ragnar Sigurðsson, Fylki 6 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Val 6 Atli Viðar Björnsson, FH 6 Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Val 6 Flest mörk leikmanna: Allan Borgvardt, FH 5 Björgólfur Takefusa, Fylki 4 Hörður Sveinsson, Keflavík 4 Grétar Hjartarson, KR 3 Matthías Guðmundsson, Val 3 Viktor Bjarki Arnarson, Fylki 3 Andri Júlíusson, ÍA 2 Auðun Helgason, FH 2 Christian Christiansen, Fylki 2 Garðar Gunnlaugsson, Val 2 Hafþór Ægir Vilhjálmsson, ÍA 2 Ólafur Páll Snorrason, FH 2 Sinisa Valdimar Kekic, Grindavík 2 Stefán Örn Arnarsson, Keflavík 2 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 2 Tryggvi Guðmundsson, FH 2 BESTA FRAMMISTAÐA LIÐA Í 7. TIL 12. UMFERÐ:* 1. FH 6,43 2. Valur 6,27 3. ÍA 5,90 4. Keflavík 5,86 5. Fylkir 5,78 6. ÍBV 5,51 7. Grindavík 5,47 8. Þróttur 5,43 9. Fram 5,22 10. KR 5,04 * Meðaleinkunn allra leikmanna HÆSTA HLUTFALL STIGA Í HÚSI Í 7. TIL 12. UMFERÐ: 1. FH 100% 2. Valur 80% 3. ÍA 67% 4. Keflavík 50% 5. Fylkir 39% 5. ÍBV 39% 7. KR 33% 7. Grindavík 33% 9. Þróttur R. 28% 10. Fram 17% FLEST MÖRK AÐ MEÐALTALI Í 7. TIL 12. UMFERÐ: 1. FH 2,60 2. Valur 1,80 3. ÍA 1,40 4. Keflavík 1,83 5. Fylkir 1,83 6. ÍBV 0,83 7. KR 1,50 8. Grindavík 0,80 9. Þróttur R. 0,67 10. Fram 0,67 FÆST MÖRK Á SIG AÐ MEÐAL- TALI Í 7. TIL 12. UMFERÐ: 1. FH 0,60 2. Valur 0,40 3. ÍA 0,60 4. Keflavík 1,67 5. Fylkir 2,00 6. ÍBV 1,33 7. KR 2,17 8. Grindavík 1,20 9. Þróttur R. 1,17 10. Fram 2,17 Landsbankadeildar karla: Erlendir leik- menn í sumar FRAMMISTAÐA ÚTLENDING- ANNA HJÁ LIÐUNUM TÍU: FH Allan Borgvardt 6,82 Meðaleinkunn FH 6,39 Tommy Nielsen 6,22 Dennis Siim 6,20 ÍBV Rune Lind 7,00 Ian Jeffs 5,82 Meðaleinkunn ÍBV 5,20 Matthew Platt 4,58 Andrew Sam 4,40 Lewis Doods 4,33 James Robinson ÍA Igor Pesic 6,38 Meðaleinkunn ÍA 5,68 FYLKIR Meðaleinkunn Fylkis 5,93 Erik Gustafsson 5,67 Christian Christiansen 5,14 Peter Tranberg 5,00 KEFLAVÍK Kenneth Gustafsson 6,00 Brian O´Callaghan 5,75 Meðaleinkunn Keflavíkur 5,70 Michael Johansson 5,63 Branislav Milicevic 5,57 Issa Abdulkadir 4,25 KR Helmis Matute 6,00 Meðaleinkunn KR 5,44 Rógvi Jacobsen 5,33 GRINDAVÍK Boban Savic 5,82 Mathias Jack 5,75 Meðaleinkunn Grindavíkur 5,55 Mounir Ahandour 5,54 Robert Niestroj 5,18 Paul McShane 5,09 Michael Zeyer 4,33 FRAM Hans Mathiesen 5,73 Ross McLynn 5,43 Meðaleinkunn Fram 5,42 Kim Norholt 5,17 Bo Henriksen 3,00 VALUR Meðaleinkunn Vals 6,40 ÞRÓTTUR Jozef Maruniak 5,57 Meðaleinkunn Þróttar 5,47 Dusan Jaic 5,20 EINKUNNAGJÖF FRÉTTA- BLAÐSINS Á BILINU 1 TIL 10: 10 Í heimsklassa 9 Í landsliðsklassa 8 Mjög góður 7 Góður 6 Stóð sig vel 5 Í meðallagi 4 Slakur 3 Lélegur 2 Hörmulegur 1 Grátlegur TREYSTIR Á ÍSLENSKA LEIKMENN Willum Þór Þórsson er eini þjálfari Landsbanka- deildarinnar sem hefur al-íslenskt byrjunarlið í öllum ellefu deildarleikjum liðsins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VIGNIR GUÐJÓNSSON BLAÐAMAÐUR UTAN VALLAR ERLENDIR LEIKMENN Í LANDSBANKADEILD KARLA Stórfelldur innflutningur erlendra varamanna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.