Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 52
40 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Næstu sýningar eru: 5. sýn. laug. 6/8 kl. 14 sæti laus 6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 sæti laus 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20 10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14 Barnaplatan Villikettirnir er kom- in út. Höfundur flestra laganna og einn flytjenda er Freyr Eyjólfs- son en um undirleik sér að mestu hljómsveitin Buff. Raddir sínar ljá plötunni einnig þær Margrét Eir og Andrea Gylfadóttir auk Péturs „Jesús“ Guðmundssonar. Höfundur textanna og nokk- urra laga á plötunni er Davíð Þór Jónsson. „Þessi hugmynd fæddist um svipað leyti og hugmyndin að ljóðabókinni minni sem kom út í fyrra. En þetta er allt annað konsept,“ segir Davíð Þór. „Við Freyr byrjuðum að fíflast saman og smám saman fæddist þessi hugmynd. Okkur hefur alltaf lík- að vel að vinna saman þannig að við ákváðum að rugla saman reyt- um og búa til plötu,“ segir Davíð og greinir nánar frá verkefninu: „Villikettirnir er fimm manna hljómsveit sem er starfandi í Reykjavík. Þetta er þeirra músík og þeir syngja um líf sitt og það hvernig heimurinn horfir við þeim út frá sjónarhóli villikattar- ins. Þarna eru sum lög þar sem þeir eru bara að fíflast og leika sér eins og rokkhljómsveitir gera svo oft,“ segir Davíð. Hann segir það fjarskalega skemmtilegt að semja fyrir börn. „Fullorðið fólk er oft búið að þvæla hlutina svo fyrir sér og það þarf allt að vera svo djúpt og lúmskt. Börnin vita hvað þau vilja og skammast sín ekkert fyrir að hafa einfaldan smekk og börnum finnst ekkert verra að það sé smá húmor í hlutunum líka.“ Svo gæti farið að bók um Villi- kettina komi út fyrir jólin en það á eftir að koma betur í ljós. „Villi- kettirnir eru svo spennandi týpur og hafa frá svo mörgu að segja. Það er áhugi fyrir því að plötunni verði fylgt eftir með bók þar sem Villikettirnir segja sína sögu í Reykjavík,“ segir Davíð, sem hefur í mörgu að snúast um þess- ar myndir. Í þessari viku verður tekin upp önnur plata með textum eftir hann sem nefnist Angur- kvæði með hljómsveitinni Sviðin jörð. Um er að ræða kántríplötu með sorglegum textum fyrir full- orðið fólk. Í hljómsveitinni eru meðal annars þeir Freyr Eyjólfs- son og Magnús Eyjólfsson úr Þokkabót og Brimkló. Einnig hefur Davíð unnið mikið við þýðingar, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið. Þar er næst á dagskrá þýðing hans á Túskild- ingsóperunni við tónlist eftir Kurt Weil. Um helgina ætlar Davíð aftur á móti að slappa af eins og svo margir aðrir Íslendingar og fara með fjölskylduna út úr bænum, láta sólina sleikja sig og jafnvel grilla lambakjöt. freyr@frettabladid.is „Við stofnuðum hljómsveitina í fyrra því okkur langaði til að sjá hvort stelpur gætu ekki líka stofn- að hljómsveit,“ segir Valdís Ýr, gítarleikari rokkhljómsveitarinn- ar Hálsull, en stofnendur Háls- ullar voru auk Valdísar þær Aníta Björk bassaleikari, Tinna trommuleikari, Maríanna gítar- leikari og söngkonan Ingibjörg. „Við kunnum ekki á nein hljóð- færi þegar við byrjum en höfum prófað okkur áfram og þróað okkur í gegnum tónlistarforrit. Tvær okkar eru meira að segja farnar í tónlistarskóla núna til að læra á gítar.“ Uppátæki stelpnanna hefur greinilega heppnast því þær voru valdar til að spila á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. „Við spiluðum á Sam- fés í vetur og fórum svo til Eyja í janúar til að spila á tónlistarhátíð- inni Allra veðra von. Á hátíðinni var ein hljómsveit valin til að fá tíma í hljóðveri en okkar hljóm- sveit var valin til að spila á Þjóð- hátíð í Eyjum. Reyndar stakk trommuleikarinn Tinna okkur af til útlanda í sumar og því auglýst- um við eftir trommuleikara á net- inu til að spila með okkur í Eyjum. Við réðum trommuleikara sem heitir Biggi og vinur okkar Björg- vin syngur með okkur eitt lag svo það eru ekki lengur bara stelpur í hljómsveitinni.“ En hvernig skyldi nafngiftin Hálsull hafa komið til? „Það var nú bara þannig að á fyrsta fundin- um ákváðum við að finna nafn á hljómsveitina. Við ætluðum að fletta upp í orðabók til að finna eitthvað skemmtilegt nafn en á heimili vinkonu okkar var bara til ensk orðabók. Eftir svolítla leit fundum við orðaskýringuna, the wool in the neck of a sheep, sem við þýddum sem Hálsull. Svo fór vinkona okkar til Afríku og komst að því í teppabúð þar á slóðum að hálsull er besta og dýrasta ullin. Afrískur sölumaður útskýrði fyrir henni að það væri vegna þess að hálsull á kindum og kameldýrum er mýkri og sterkari en á öðrum líkamshlutum.“ Stelpurnar eru að vonum spenntar að koma fram á Þjóð- hátíð. „Við spilum á sunnudeginum á Brekkusöngssvæðinu að því að ég best veit og við hlökkum rosa- lega til,“ segir Valdís að lokum. ■ HÁLSULL Rokkhljómsveitin spilar á Þjóðhátíð í Eyjum á sunnudaginn Stelpur geta líka stofnað hljómsveit FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Frá sjónarhóli villikattarins DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON Barnaplatan Villikettir er komin út og fjallar um fimm villiketti í Reykjavík sem spila saman í rokkhljómsveit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.