Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 59

Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 59
Ég hef verið skotinn í Roisin Murphy frá því að ég sá mynd af henni í rauðhettupallíettubúningi á umslagi plötu númer tvö frá Moloko. Núna var stúlkan að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Svo er eins og djassguðinn hafi blessað stúlkuna með sál Billie Holiday. Þegar hún syngur kafar hún djúpt inn í mann, og metur hvort maður sé heil mann- eskja eða ekki. Sem sagt, yndisleg kona. Ég ætti kannski að fara að grafa upp númerið hennar? Hvað haldið þið? Það er súrsætt að vita til þess að Moloko sé jafnvel hætt en á sama tíma yndislegt að þessi kona gefi að- dáendum sínum loksins nýja hlið af sér. Hún vandaði valið vel þegar kom að því að velja samstarfsfólk, og sérvitringurinn og rafdjass- geggjarinn Matthew Herbert sá um að skapa tónlistina utan um rödd hennar. Platan er hvergi jafn að- gengileg og fyrri verk Moloko. Þó að tónlistin sé alls ekki í ljósára fjarlægð frá því sem hún hefur gert áður, er meira rými hér fyrir til- raunamennsku. Þetta hljómar á köflum eins og það hefðu vaxið brjóst á Tom Waits og hann hefði ákveðið að færa sig meira út í el- ektróník. Ekki búast við því að ná þessari plötu við fyrstu hlustun, en hún á eftir að verðlauna þolinmóða ríkulega. Lög á borð við Sinking Feeling, Night of the Dancing Flame og hið frábæra Ramalama (bang bang) eru nógu stórkostleg til þess að færa þessari plötu fjórar stjörnur. Vel gert Roisin, þú ert sannur listamaður. Koddu í sleik! Birgir Örn Steinarsson „Þetta verða sérstakir tónleikar því í bland við spánný lög ætlum að spila lög sem við höfum ekki spilað í fimm eða sex ár,“ segir Frosti hljómsveitarmeðlimur Mínuss en strákarnir halda tónleika á Gaukn- um í kvöld. „Til að setja meiri þunga í vinnslu á næstu plötu höfum við ákveðið að þetta verði síðustu tón- leikar okkar þar til næsta plata kemur út. Vonandi getum við staðið við það en í kvöld komum við til með að spila efni af Halldór Lax- ness, Jesus Christ Bobby og Hey Johnny auk þess að spila nokkur af fyrstu lögum sem við sömdum og gáfum aðeins út í nokkrum kynn- ingareintökum.“ Mínus kom síðast fram er þeir hituðu upp fyrir tónleika Foo Fighters í byrjum mánaðarins. „Það var rosaleg upplifun,“ segir Frosti sem hefur verið duglegur að sækja tónleikaviðburði sumarins hér heima. „Ég fór á Queens of the Stone Age og skemmti mér þvílíkt vel en Duran Duran eru bestu tón- leikar sem ég hef farið á á Íslandi. Algjört nostalgíutripp.“ Frosti segir Mínusmenn ætla að dvelja í Reykjavík um verslunar- mannahelgina og fara á Innipúkann sem hefst á laugardagskvöld. „Við ákváðum að halda tónleikana okkar á Gauknum í kvöld því þá er ekkert að gerast í bænum. Svo ætlum við að þyrpast á Innipúkann og ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hljómsveitina Blonde Readhead.“ Frosti segir Mínusmenn ekki vera mikið fyrir tjöld og útilegu- stemningu. „Reyndar spiluðum við á Þjóðhátíð í fyrra og skemmtum okkur ótrúlega vel. Enginn okkar hafði upplifað Þjóðhátíð áður og ég varð meira að segja eftir í Eyjum því mér fannst svo gaman. Veðrið var mjög gott og Egó spilaði svo þetta gat ekki verið betra.“ Mínusmenn ætla að taka sér góðan tíma og nostra við næstu plötu. „Þetta gerist allt í rólegheit- unum, hægt en örugglega. Við erum að prófa okkur áfram og tónlistin breytist alltaf töluvert og þróast milli platna. Við ætlum að segja þetta gott af spilamennskunni í bili svo næsta plata fái alla þá athygli sem hún þarf.“ ■ Sí›ustu tónleikar Mínus í bili KRUMMI Mínusmenn verða með tónleika á Gauknum í kvöld og spila nýtt efni í bland við fyrstu frumsömdu lögin. Sálarfullur rafdjassgeggjari ROISIN MURPHY: RUBY BLUE NIÐURSTAÐA: FYRSTA SÓLÓPLATA ROISIN MURPHY ER MJÖG LIFANDI OG FALLEGT VERK. Angelina Jolie er ekki hætt að ættleiða börn. Hún ættleiddi ný- lega stúlkubarn frá Eþíóbíu en nú virðist hugur hennar stefna til Rússlands. Ananova.com greinir frá því að dr. Ron Federici, ætt- leiðingarsérfræðingur Jolie, hafi sagt að Angelina sé að leita að barni og útiloki ekki að Jolie-fjöl- skyldan stækki enn frekar. „Hún vill gera það sem er rétt fyrir þessi börn. Þú þarft ekki að vera ríkur til þess að ættleiða barn frá Afríku og þú getur bjargað mannslífum,“ hefur vefurinn eftir Federici. ■ Jolie vill ættlei›a fleiri börn JOLIE OG MADDOX Líklegt þykir að Maddox eignist enn fleiri systkini en hann á fyrir litla systur frá Eþíópíu. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Kimono me› gar›tónleika Hljómsveitin Kimono, sem gefur á næstunni út plötuna Arctic Death Ship, spilar á litlum tónleikum í garðinum við barinn Sirkus klukk- an 17.00 á laugardag. Með í för verður bandaríski plötusnúðurinn Filastine og hljóm- sveitin The Heavycoats. Filastine kemur frá Seattle og spilar hip- hop takta og blandaða raftónlist. The Heavycoats á ættir sínar að rekja til Baltimore og spilar rokk í anda Interpol og The Killlers. Enginn aðgangseyrir er á tónleik- ana. Flóamarkaður Sirkus verður opinn til klukkan 17.00 og því um að gera fyrir tónlistaráhugamenn að slá tvær flugur í einu höggi og mæta fyrr á staðinn. ■ KIMONO Spilar í garðinum við Sirkus klukkan 17 á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.