Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Besti ferðafélaginn
Ferðataskan
í sumar
Léttur öllari
Mótmælendur
Nú spyrst það um heimsbyggð-ina að Jane gamla Fonda ætli
að leggja upp í ferð um hana Amer-
íku til þess að mótmæla innrásinni í
Írak og þenja sig eins og hún gerði
þegar hún var upp á sitt besta í
Víetnamstríðinu hér um árið. Og
maður spyr: Hvar var hún eiginlega
þegar ráðist var inn í landið? Hvers
vegna missti hún af því? Hverju
ætlar hún að áorka núna? Dettur
henni í hug að strákarnir í Hvíta
húsinu skammist sín eins og rass-
skelltir smápiltar og segi sínum her
að hætta að skjóta? Hvert er mark-
mið hennar?
VISSULEGA vorum við heimsbú-
ar engan veginn á eitt sáttir um
ágæti þess að menn væru að ryðj-
ast með heilu herina inn í Írak á
sínum tíma og botnum ekkert í því
hvað tefur þá þar; hvers vegna þeir
hafi ekki hunskast aftur heim til
sín. Við höfum rifist andskotann
ráðalausan um það hvort þetta stríð
eigi að vera, eða ekki vera. Niður-
staða engin.
ÞAÐ er eins og með Kárahnjúka-
mótmælendurna. Drösla skyndilega
útileigugræjunum sínum á fjöll til
þess að hengja sig utan á vinnuvél-
ar. Hvað héldu þeir að myndi ger-
ast? Vinnuvélarnar myndu brotna
undan þunga þeirra? Valdakarlar
hjá Impregilo myndu bugast, biðja
fasta áskrifendur að mótmælum á
Íslandi að fyrirgefa sér, kaupa
skóflu og byrja að moka öllu til
baka, planta smáblómum í ferska
auðnina og blístra á fugla um að
snúa aftur? Hvert var markmið
þeirra?
ÞAÐ dugðu engin mótmæli þegar
ráðist var inn í Írak. Yfirvöld höfðu
ekki áhuga á að hlusta. Það dugðu
engin mótmæli þegar farið var að
grafa í sundur Kárahnjúka. Yfir-
völd höfðu ekki áhuga á að hlusta.
En heyrnarlaus yfirvöld eða skeyt-
ingarlaus um afstöðu og vilja kjós-
enda sinna eru ekkert nýtt fyrir-
bæri í honum heimi, sem er svo
sannarlega alvarlegt mál.
HINS vegar er það ekki eins alvar-
legt mál og heimska þeirra kjós-
enda sem eru á móti en kjósa aftur
yfir sig yfirvaldið sem gefur kúk
og kanil í vilja meirihluta þjóðar-
innar - samkvæmt skoðanakönnun-
um. Slíkir kjósendur eru verri en
yfirvaldið sem þeir kjósa yfir sig,
vegna þess að þeir eru að svíkja sig
sjálfa. Þeir eiga ekki betra yfirvald
skilið.
SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR
BAKÞANKAR