Fréttablaðið - 05.08.2005, Page 1

Fréttablaðið - 05.08.2005, Page 1
HLJÓMSVEITIN SIGUR RÓS ▲ FÓLK 42 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 - 208. tölublað – 5. árgangur Fer ekki vel af stað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki vel af stað sem formaður Samfylkingar- innar, segir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson. „Hún var valin í þessa stöðu, af því að flokksfólk taldi hana geta gegnt sama hlutverki á vinstri vængn- um og Davíð Oddsson á hinum hægri. Það treysti sennilega á ein- hvers konar sögulega ljósritun“. Í DAG 20 Listasprengja í Hveragerði Yfir tuttugu listamenn ætla að taka höndum saman og framkalla sann- kallaða listasprengju á sýningunni Tívolí sem verður opn- uð á sunnudaginn. Áætlað er að framkalla gleði gamalla tíma. Markús Þór Andrésson er sýningarstjóri. MENNING 32 Valur og Fram í úrslitum Gömlu Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram munu mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Valur vann í gær 2–0 sigur á Fylki í undanúrslitum þar sem Garðar Gunnlaugs- son skoraði bæði mörk liðsins. ÍÞRÓTTIR 28 Í MIÐJU BLAÐSINS ● matur ● tilboð ▲ VEÐRIÐ Í DAG Útsölulok ALLT A‹ 90% AFSLÁTTUR MARKA‹UR Matarger› er grundvallarflörf Platan Takk er komin á neti› mánu›i fyrir áætla›an útgáfudag HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR BJARTVIÐRI SYÐRA Víða smá skúrir norðan og austan til. Hiti 5-15 stig, hlýjast syðra en svalast fyrir norðan. VEÐUR 4 HREFNUVEIÐAR „Þær eru ósköp magr- ar í ár,“ segir Gunnar Bergmann, talsmaður Félags hvalveiðimanna, en hann segir hrefnuveiðimenn hafa áhyggjur af því að lítið æti sé hér á slóðum hrefnunnar. „Menn hafa tekið eftir því að hún er mun spikminni en í fyrra,“ bætir Gunnar við. Hann segir að þar sem hrefnan sé flökkudýr geti vel farið svo að hún hverfi af Íslandsmiðum ef hún finni ekki næga fæðu hér við land. Hrefnuveiðimaður sem Frétta- blaðið talaði við segir að varla sjáist sandsíli, trönusíli eða sjófuglar á veiðislóð. Einn þeirra sagði að ef þessir smærri fiskar væru ekki til staðar færi hrefnan að leggja sér þorsk til munns í meira mæli eða koma sér hreinlega á önnur mið. Davíð Gíslason, leiðangursstjóri á hvalveiðibátnum Nirði, segir erfitt að meta eftir auganu hvort hrefnan sé almennt rýrari nú en í fyrra. Hann segir að fram fari fitu- og orkumælingar á hrefnunum. Niðurstöður mælinganna muni liggja fyrir einhvern tímann í haust og fyrst þá verði hægt að draga ályktanir af holdafari hrefnunar. Hann segir að tíðarfar ráði miklu um það hvort síli og sjófuglar séu á kreiki. „Það var til dæmis mjög lítið um síli og sjófugla í byrjun júli hér í Faxaflóa þar sem við erum við veiðar en svo var allt annað uppi á teningnum seinna í mánuðinum,“ segir hann. Þorvaldur Gunnlaugsson, sér- fræðingur á Hafrannsóknastofn- uninni, segir fátt benda til þess að hrefnan sé í magrara lagi í ár. „Ég fór í eina veiðiferð þar sem veiddar voru þrjár skepnur og tvær þeirra voru nokkuð feitar en sú þriðja var frekar illa á sig komin en hún hefur sennilegast verið nýkominn úr suð- urhöfum,“ segir hann. Alls hafa veiðst 27 hrefnur í sumar af þeim 39 sem fyrirhugað er að veiddar verði á þessari vertíð. Dröfn veiddi tvær í fyrradag og Njörður eina í fyrradag og aðra í gær en Halldór Sigurðsson hefur ekki komist á miðin í allnokkra daga vegna brælu fyrir vestan. Að sögn Gunnars hefur ekki komið til neinna árekstra milli hval- veiðimanna og hvalaskoðenda frá því veiðar hófust. - jse HVALKJÖTIÐ KEMUR Í HÚS Gunnar Berg- mann, talsmaður Félags hrefnuveiði- manna, og Árni Níelsson kjötiðnaðarmað- ur taka við hvalkjöti til vinnslu. Hvalvei›imenn segja hrefnuna skorta æti Hrefnuvei›imenn hafa áhyggjur af holdafari hrefnunnar og óttast a› hún hverfi á önnur mi› fái hún ekki næga fæ›u hér vi› land. Vísindamenn segja a› bí›a ver›i me› ályktanir uns ni›urstö›ur fitumælinga liggi fyrir. Stærri gatnaframkvæmdir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun: Umfer›artafir í nokkrar vikur enn SAMGÖNGUR „Framkvæmdum miðar að öllu leyti samkvæmt áætlunum og ekkert stórvægilegt hefur komið upp,“ segir Höskuld- ur Tryggvason hjá mannvirkja- skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Unnið hefur verið hörðum höndum að breytingum á tveim- ur af mestu umferðaræðum höf- uðborgarbúa í sumar með til- heyrandi truflunum á umferð. Þar er annars vegar um breikkun á öllum gatnamótum Kringlu- mýrar- og Miklubrautar að ræða sem á að ljúka í lok þessa mánað- ar en gatnamótin eru þau fjöl- förnustu á landinu. Hins vegar eru framkvæmdir við Hring- braut sem eru einnig á áætlun en talsvert er þó enn í land þar og verða verklok vart fyrr en áætl- að var, um miðjan október. Nú er unnið að gerð ganga undir Snorrabraut en hún er enn lokuð fyrir umferð af þeim sökum. - aöe FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N EIGA VIÐ RAMMAN REIP AÐ DRAGA Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Miklubraut. Þessir fílefldu vegavinnumenn nýttu tækifærið meðan grænt ljós var á gangandi vegfarendur við Lönguhlíð og drógu fjögur hundruð metra langan streng í gegnum rör sem liggur þangað frá gönguljósunum við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar. Fall hermanna í Írak: Stu›ningur vi› Bush minnkar WASHINGTON, AP Eftir að fjórtán bandarískir hermenn létu lífið þegar vegasprengja í Írak sprakk á miðvikudag, auk fjórt- án hermanna sem létust á mánu- dag, hafa Bandaríkjamenn kraf- ist þess í vaxandi mæli að George W. Bush forseti kalli hermennina heim. Frá því innrásin í Írak hófst hafa 1.800 bandarískir hermenn látið lífið og samkvæmt nýrri könnun AP-fréttastofunnar eru einungis 38 prósent Bandríkja- manna sátt við hvernig Bush hefur staðið sig í Íraksmálinu. Aldrei áður hefur hann mælst með jafn lítinn stuðning í því máli, en fyrir ári síðan voru jafn margir sáttir og ósáttir. Bush sagðist í gær ekki hafa í hyggju að breyta um stefnu, en Bandaríkjamenn ætla næsta vor að fækka hermönnum sínum í Írak. ■ Sprengjutilræðið 21. júlí: Tvær systur ákær›ar LONDON Tvær systur, búsettar í Stockwell-hverfi í Lundúnum, hafa verið ákærðar fyrir að veita ekki upplýsingar eftir sprengjutilræðið 21. júlí. Syst- urnar tvær, Yeshshiembet Girma, sem er 28 ára og Mulu- emebet Girma, 21 árs, munu mæta fyrir rétti í dag. Aðeins einn annar hefur verið kærður vegna tilræðisins, en hann er enn í haldi lögreglu, sakaður um að veita ekki upp- lýsingar um meintan hryðju- verkamann vegna tilræðisins við Shepherd’s Bush. Maðurinn, Ismael Abdurahman, mætti fyrir rétti í gær, þar sem hann gaf einungis upp nafn sitt. Dóm- arinn samþykkti varðhald yfir honum til 11. ágúst. Lögreglan í Lundúnum hefur nú fimmtán manns í varðhaldi vegna tilræðisins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.