Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 6

Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 6
LÖGREGLUMÁL Skipverjarnir tveir af togaranum Hauki ÍS sem handtekn- ir voru í Bremerhaven í byrjun jan- úar eftir að sjö kíló af kókaíni og hassi fannst í klefum þeirra eru lausir allra mála. Þýskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög- regla og tollgæsla hefðu ekki haft dómsúrskurð fyrir leitinni og hefði hún því verið ólögleg. Rannsókn málsins hefur verið hætt í kjölfarið enda hafði lögregla engin önnur sönnunargögn en efnin sjálf þar sem mennirnir játuðu aldrei sök í málinu. Fimmtán ára fangelsi að lágmarki beið mannanna tveggja hefðu þýskir dómstólar komist að sekt þeirra en þess má geta að annar mannanna er komin á sextugsaldur, en hinn tæplega fer- tugur. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma enda magn fíkniefnanna mikið og um það var fjallað í þýsk- um fjölmiðlum. Togarinn var að ljúka við að landa karfa í Bremer- haven þegar fjörutíu manna leitar- hópur lögreglu og tollayfirvalda gerði leit í skipinu. Það var á leið til Íslands og gerði lögregla ráð fyrir að smygla ætti efnunum hingað til lands til dreifingar. Sem fyrr segir fannst umtalsvert magn fíkniefna í klefum tveggja skipverja við leitina í skipinu og voru þeir hnepptir í sex mánaða varðhald í kjölfarið. Öðrum skipverjum var hins vegar leyft að sigla skipinu til Íslands. Tvímenningunum var sleppt úr haldi í maí, þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæslu- varðhald, og fengu að fara úr landi. Á þeim tíma furðaði Ásgeir Karls- son, yfirmaður fíkniefnalögregl- unnar í Reykjavík, sig á stöðu mála, þar sem menn eru alla jafna ekki látnir lausir eftir að hafa verið teknir með svona mikið magn fíkni- efna. Til stóð að óska aðstoðar lög- reglu hérlendis vegna málsins, þar sem grunur lék á að mennirnir ættu sér vitorðsmenn á Íslandi, en til þess kom ekki. albert@frettabladid.is 6 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Júlíus Vífill Ingvarsson lýsir yfir framboði: Stefnir á eitt af efstu sætunum BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Júlíus Vífill Ingvarsson lýsti í gær yfir framboði í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í próf- kjöri fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Hann segir Reykjavík hafa orðið undir í samkeppni við nágrannasveitarfélögin. „Þeirri þróun þarf að snúa við. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík verði fyrirmynd annarra sveitar- félaga og ávallt í forystu.“ Helstu stefnumál Júlíusar eru þróun íbúalýðræðis í Reykjavík, fjölgun valkosta í fræðslumálum og endurskipulagning á rekstri borgarinnar. „Það er ekki verk- efni komandi kynslóða að hreinsa til eftir okkur eða þann slóðaskap sem R-listinn hefur skilið fjárhag borgarinnar eftir í.“ Júlíus fór í prófkjör fyrir kosn- ingarnar árið 1998 og endaði þá í fjórða sæti, en hætti í borgarmál- um eftir kjörtímabilið vegna anna. „Nú hefur fjölskyldufyrir- tækið verið selt og ég hef betri kost á því að stjórna mínum tíma sjálfur eftir þörfum hverjum sinni.“ - grs LÖGREGLUFRÉTTIR SLASAÐUR SJÓMAÐUR SÓTTUR Björgunarsveitin Víkverji frá Vík í Mýrdal sótti slasaðan sjómann um borð í fiskiskip skammt undan landi um ellefuleytið í gærmorgun. Læknir og sjúkraflutningsmenn fóru til móts við skipið á báti sem notaður er til útsýnissiglinga og var sjómaðurinn fluttur í sjúkrabif- reið til Reykjavíkur. Hann var út- skrifaður í lok dagsins. LEITAÐ Á SJÓ Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk boð frá lögregl- unni í Reykjavík um að vera í við- bragðsstöðu á miðnætti aðfaranótt fimmtudags vegna manns sem var saknað. Maðurinn hafði farið út á bát frá Seltjarnarnesi snemma á miðvikudagskvöld og bíll hans og kerra fundust í landi, sem benti til þess að maðurinn væri enn á sjó þegar liðið var á nóttina. Nokkrir björgunarbátar hófu leit en um hálftvöleytið fannst hann heill á húfi heima hjá sér. Hann hafði þá verið sóttur á öðrum bíl. Hringróðurinn heldur áfram: Lenti í vanda í briminu ÁHEITARÓÐUR Kjartan Jakob Hauks- son ræðari varð fyrir smávægileg- um skakkaföllum þegar hann fór út úr briminu við Ingólfshöfða þaðan sem hann ýtti úr vör á ellefta tímanum í gærmorgun. Kjartan var fyrir utan S k a f t a f e l l s - fjöru þegar b l a ð a m a ð u r Fréttablaðsins náði tali af hon- um í gær- kveldi. Hann sagði festingu fyrir sleða í sæti hafa brotnað í briminu en kvað bráðabirgðaviðgerð þó halda öllu í sínu horfi. Kjartan Jakob stefnir að því að ná landi í Vík um hádegisbil í dag en þá hefur hann róið í rúman sólarhring. - jse Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Hótel Selandia 15.-17. okt., 12.-14. nóv., 14.-16. jan., 28.-30. jan. og 4.-6. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/kaupmannahofn Kaupmannahöfn VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Flug og gisting í tvær nætur Verð frá 34.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 Ætlarðu að fá þér áskrift að enska boltanum hjá Skjá einum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga Íslendingar að kaupa Tívolí næst? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 87% 13% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Júlíus vill meðal annars að rekstur einka- skóla verði gerður hagkvæmari. KJARTAN JAKOB Kjart- an varð fyrir smá skakkaföllum þegar ýtt var úr vör í gær. Yfirmaður ÁTVR: Ívar skipa›ur forstjóri RÁÐNING Geir H. Haarde fjármála- ráðherra hefur skipað Ívar J. Arn- dal í embætti forstjóra ÁTVR frá næstu mánaðamótum. Ívar var aðstoðarforstjóri fyrirtækisins frá árinu 2000 og var settur for- stjóri í eitt ár, frá 2003 til 2004. Ívar er vélaverkfræðingur og hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu auk þess að hafa sótt nám í viðskipta- og rekstrarhag- fræði. Ellefu sóttu um stöðuna en Höskuldur Jóhannesson núver- andi forstjóri lætur af störfum 1. september næstkomandi. - rsg Tveir íslenskir skipverjar á Hauki ÍS, sem handteknir voru í Bremerhaven í fi‡ska- landi í byrjun ársins me› miki› magn fíkniefna í káetum sínum, eru lausir allra mála eftir a› fl‡skur dómstóll úrskur›a›i a› leit lögreglu hef›i veri› ólögleg. Lausir allra mála flar sem leitin var ólögleg HAUKUR ÍS 847 Fundur þýsku lögreglunnar á sjö kílóum af kókaíni og hassi sem ætlað var til dreifingar á Íslandi dugði ekki til sakfelling- ar ytra þar sem leitin í klefum mannanna var ekki gerð með löglegum hætti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KÍNA Kínverjar hafa fyrirskipað að strangara eftirlit verði á slátr- un á svínum og sölu á svínakjöti, í von um að stemma stigu við út- breiðslu sjúkdóms sem berst með svínakjöti. Þegar hafa 38 látist af völdum sjúkdómsins. Nokkrum opinberum embætt- ismönnum var vikið úr starfi í gær fyrir að hafa heimilað flutn- ing á sýktu kjöti. Ef embættis- menn og bændur brjóta gegn nýju reglunum verður þeim refsað stórlega samkvæmt lögum, að því er fram kemur í frétt AP-frétta- stofunnar. Heilbrigðisráðuneytið í Kína skýrði frá því að staðfest væru 206 tilvik smits í Sichuan-héraði. - sda Kínversk stjórnvöld herða reglur um slátrun svína og sölu svínakjöts: Reynt a› hamla útbrei›slu sjúkdóms VÍN Í STÍU Kínversk stjórnvöld hafa látið gera fleiri þúsund tonna af svínakjöti upptæk á svæðum þar sem sjúkdóms sem breiðist út með svínakjöti hefur orðið vart.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.